Síða 1 af 1
Bíltengi í græjur?
Sent: Mán 29. Ágú 2011 20:15
af TraustiSig
Sælir.
Eftir að hafa leitað að því á netinu virðist ég bara ekki geta fundið hvað þetta helvíti heitir.
Það sem ég er að leita eftir er tengi í AIWA CDC-X217YU:
Þetta fer í Lancer ´99 árgerð sem er með svona tengi:
og tengið á spilaranum er svona:
Ef einhver veit hvernig tengi þetta er og hvar væri hægt að fá það yrði ég virkilega þakklátur.
Kv. Trausti Sig.
Re: Bíltengi í græjur?
Sent: Mán 29. Ágú 2011 21:03
af tdog
Hátalarnir eru í spes litakóða, og litakóðinn ætti að standa á útvarpinu sjálfu. Síðan þarftu í raun bara að finna 12V+, REM og Núllið til að fá hljóð úr græjunni. REM er stundum gulur og 12v+ oft rauður. Annars þarftu bara að klippa á lancer-tengið og setja tengiskó á vírana. og á harnessið sem kemur úr tækinu og púsla saman.
Re: Bíltengi í græjur?
Sent: Mán 29. Ágú 2011 21:06
af angelic0-
Slepptu því að klippa allt í drasl...
Fáðu ISO millistykki fyrir Mitsubishi (fæst eflaust í nesradíó) og þá ættiru að geta plöggað beint í tengið á spilaranum að því gefnu að það sé ekki búið að klippa ISO endana af þar...
Re: Bíltengi í græjur?
Sent: Mán 29. Ágú 2011 21:13
af TraustiSig
angelic0- skrifaði:Slepptu því að klippa allt í drasl...
Fáðu ISO millistykki fyrir Mitsubishi (fæst eflaust í nesradíó) og þá ættiru að geta plöggað beint í tengið á spilaranum að því gefnu að það sé ekki búið að klippa ISO endana af þar...
Vill forðast það að fara að klippa á og fara að lóða ef ég get fengið breytistykki einhverstaðar.
Takk fyrir uppl. Ég sendi póst á Nesradio og athuga hvað þeir segja þar á bæ.
Re: Bíltengi í græjur?
Sent: Mán 29. Ágú 2011 21:23
af tdog
Klipptu þá á tengið sem er á gamla radíóinu og splæstu því og tenginu sem fylgdi nýja tækinu saman.
Re: Bíltengi í græjur?
Sent: Mán 29. Ágú 2011 21:26
af TraustiSig
tdog skrifaði:Klipptu þá á tengið sem er á gamla radíóinu og splæstu því og tenginu sem fylgdi nýja tækinu saman.
Haha.. Ef ég væri með bæði þá væri þessu löngu löngu reddað

Re: Bíltengi í græjur?
Sent: Mán 29. Ágú 2011 22:12
af angelic0-
TraustiSig skrifaði:tdog skrifaði:Klipptu þá á tengið sem er á gamla radíóinu og splæstu því og tenginu sem fylgdi nýja tækinu saman.
Haha.. Ef ég væri með bæði þá væri þessu löngu löngu reddað

ISO breytistykkið kemur ekki í staðinn fyrir það sem að á að tengjast í tækið þitt... en það kemur í veg fyrir að þú þurfir að fara að klippa og víra allt upp á nýtt.. ef að þér vantar tengið aftan í spilarann mæli ég með að þú sendir BT póst, því að ef að ég man rétt seldu þeir þessi AIWA tæki, en sennilega eiga Ormsson þetta til handa þér ??
en klárlega málið að fá ISO breytistykki til að vera ekki með allt sundurklippt og vírað e'h og ghey !