Síða 1 af 1
Njósnað um ykkur í BF3
Sent: Lau 27. Ágú 2011 06:40
af C3PO
Sælir vaktara.
Hvað finnst ykkur um þetta:
http://www.megagames.com/news/ea-origin ... ct-spyware
Sem sagt að til þess að spila BF3 að þá þarf að samþykkja að EA megi setja inn hjá ykkur spyware til að skoða tölvuna ykkar, hvað er installað og hvað er un-innstallað.
Það er meira að segja gefið leyfi fyrir að láta 3 aðila fá þessar upplýsingar. Þeir geta semsagt séð allt sem að þú ert með á tölvunni.
Og maður spyr. Er þetta ekki full langt gengið inn í einkalíf fólks? Mér finnst þetta einum of ýkt.
Allavega þá mun ég ekki fá mér BF3 fyrr en búið verður að fjarlægja þennan óþarfa.
Hvað finnst ykkur?? Finnst ykkur allt í lagi að einnhvert fyrirtæki sé að skoða allt það sem að þið setjið inn á tölvuna og hvernig þig notið tölvuna með þá yfirskrift að geta selt fleiri leiki?
Kv. Dabbi
Re: Njósnað um ykkur í BF3
Sent: Lau 27. Ágú 2011 06:51
af DabbiGj
ekki beint það sem að ég er að pæla í klukkan 6 á laugardagsmorgni, en mér er nett sama svo lengi sem að þetta hægir ekki á vélinni hjá mér
Re: Njósnað um ykkur í BF3
Sent: Lau 27. Ágú 2011 07:01
af C3PO
DabbiGj skrifaði:ekki beint það sem að ég er að pæla í klukkan 6 á laugardagsmorgni, en mér er nett sama svo lengi sem að þetta hægir ekki á vélinni hjá mér
Reyndar að verða 9 hjá mér. Vinn í Noregi.

Re: Njósnað um ykkur í BF3
Sent: Lau 27. Ágú 2011 07:05
af C3PO
C3PO skrifaði:Sælir vaktara.
Hvað finnst ykkur um þetta:
http://www.megagames.com/news/ea-origin ... ct-spyware
Sem sagt að til þess að spila BF3 að þá þarf að samþykkja að EA megi setja inn hjá ykkur spyware til að skoða tölvuna ykkar, hvað er installað og hvað er un-innstallað.
Það er meira að segja gefið leyfi fyrir að láta 3 aðila fá þessar upplýsingar. Þeir geta semsagt séð allt sem að þú ert með á tölvunni.
Og maður spyr. Er þetta ekki full langt gengið inn í einkalíf fólks? Mér finnst þetta einum of ýkt.
Allavega þá mun ég ekki fá mér BF3 fyrr en búið verður að fjarlægja þennan óþarfa.
Hvað finnst ykkur?? Finnst ykkur allt í lagi að einnhvert fyrirtæki sé að skoða allt það sem að þið setjið inn á tölvuna og hvernig þig notið tölvuna með þá yfirskrift að geta selt fleiri leiki?
Kv. Dabbi
Svo er hérna önnur grein:
http://www.tomshardware.com/news/Origin ... 13285.html
Re: Njósnað um ykkur í BF3
Sent: Lau 27. Ágú 2011 10:25
af audiophile
Þetta er þroskaheft hvað EA eru að gera. Mig langar geðveikt í BF3 en hann verður eingöngu hægt að spila á þessu Origin sem er víst algjört ógeð.
Re: Njósnað um ykkur í BF3
Sent: Lau 27. Ágú 2011 10:36
af ManiO
Ha! Fæ mér hann bara á PS3

Re: Njósnað um ykkur í BF3
Sent: Lau 27. Ágú 2011 10:41
af C3PO
ManiO skrifaði:Ha! Fæ mér hann bara á PS3

Góður punktur. Kannski að maður fari þá leiðina.

Re: Njósnað um ykkur í BF3
Sent: Lau 27. Ágú 2011 11:02
af Krisseh
Svo rangt og ekki sáttur að EA hlýtur að finna fyrir þrýstinginum
Re: Njósnað um ykkur í BF3
Sent: Lau 27. Ágú 2011 11:03
af audiophile
ManiO skrifaði:Ha! Fæ mér hann bara á PS3

Er hægt að spila hann með lyklaborði og mús á PS3?
Re: Njósnað um ykkur í BF3
Sent: Lau 27. Ágú 2011 11:21
af DaRKSTaR
fínt ef þeir scanna allt og sjá til þess að lið getur ekki með neinu móti svindlað.. styð það 100%
Re: Njósnað um ykkur í BF3
Sent: Lau 27. Ágú 2011 11:48
af C3PO
DaRKSTaR skrifaði:fínt ef þeir scanna allt og sjá til þess að lið getur ekki með neinu móti svindlað.. styð það 100%
Einmitt og allt þitt á tölvunni opið fyrir guð veit hverjum.
Re: Njósnað um ykkur í BF3
Sent: Lau 27. Ágú 2011 11:52
af bulldog
Þetta er mjög gróf innrás inn í einkalíf fólks

Re: Njósnað um ykkur í BF3
Sent: Lau 27. Ágú 2011 12:06
af Jon1
jepp, þetta er bull ætla ekki að spila þennan leik , allavega ekki á pc
Re: Njósnað um ykkur í BF3
Sent: Lau 27. Ágú 2011 12:11
af Moldvarpan
Þetta verður hackað eins og allt annað, hafiði ekki miklar áhyggjur.
Re: Njósnað um ykkur í BF3
Sent: Lau 27. Ágú 2011 12:21
af Ulli
Hætta versla leiki frá EA.
Eiðilögðu C&C og núna á að taka fólk í rassgatið með eh svona kjaftæði.
Fuck em.Nóg til af leikjum
Re: Njósnað um ykkur í BF3
Sent: Lau 27. Ágú 2011 12:36
af Zorglub
Moldvarpan skrifaði:Þetta verður hackað eins og allt annað, hafiði ekki miklar áhyggjur.
Það þíðir ekki að hugsa svona, stærstur hluti fólks kaupir sína leiki löglega og samþykkir skilmálana án þess að lesa þá.
Persónuupplýsingar fólks er orðin verðmæt markaðsvara og stóri bróðir spilar bara með.
Re: Njósnað um ykkur í BF3
Sent: Lau 27. Ágú 2011 13:28
af ManiO
audiophile skrifaði:ManiO skrifaði:Ha! Fæ mér hann bara á PS3

Er hægt að spila hann með lyklaborði og mús á PS3?
Það er hægt að nota mús og lyklaborð á PS3. Hvort það verður hægt í BF3 veit ég þó ekki.
Hins vegar verður cross platform spilun í CS GO. Verður gaman að sjá hvernig console vs PC verður loks.
Re: Njósnað um ykkur í BF3
Sent: Lau 27. Ágú 2011 15:16
af chaplin
Er ekki hægt að blocka þetta með host fælinum? Ef svo er, problem?
Re: Njósnað um ykkur í BF3
Sent: Lau 27. Ágú 2011 17:10
af biturk
Zorglub skrifaði:Moldvarpan skrifaði:Þetta verður hackað eins og allt annað, hafiði ekki miklar áhyggjur.
Það þíðir ekki að hugsa svona, stærstur hluti fólks kaupir sína leiki löglega og samþykkir skilmálana án þess að lesa þá.
Persónuupplýsingar fólks er orðin verðmæt markaðsvara og stóri bróðir spilar bara með.
ef fólk er það vitlaust þá á það skilið að láta brjóta á sér

Re: Njósnað um ykkur í BF3
Sent: Lau 27. Ágú 2011 17:31
af Zorglub
biturk skrifaði:Zorglub skrifaði:Moldvarpan skrifaði:Þetta verður hackað eins og allt annað, hafiði ekki miklar áhyggjur.
Það þíðir ekki að hugsa svona, stærstur hluti fólks kaupir sína leiki löglega og samþykkir skilmálana án þess að lesa þá.
Persónuupplýsingar fólks er orðin verðmæt markaðsvara og stóri bróðir spilar bara með.
ef fólk er það vitlaust þá á það skilið að láta brjóta á sér

Vitlaust?
Eflaust sumir já, en ef þú tekur inn í myndina hvað þessir skilmálar eru oft margra blaðsíðna langir og oft skrifaðir á illskiljanlegu lögfræðimáli þá er ekkert skrítið að
fólk hlaupi yfir þetta á hundavaði eða einfaldlega sleppi því að lesa til að geta byrjað að spila/nota nýa hluti.