Síða 1 af 1
Ljósleiðari vs. ljósnet
Sent: Mið 10. Ágú 2011 18:33
af lifex64
Hefur einhver reynslu af ljósneti Tals, ég er með ADSL frá þeim en ætla að uppfæra nettenginguna í eithvað hraðara, svo mig vantar að vita hver er basic munurinn á ljósneti og ljósleiðara og eða reynslu af þessu ljósneti.
Ég veit að ljósnet er í gegnum copar og ljósið gegnum fiber.
Re: Ljósleiðari vs. ljósnet
Sent: Mið 10. Ágú 2011 18:50
af audiophile
Ljósleiðari er betri en hann er bara ekki í boði allsstaðar. Þá ertu með ljósleiðara alla leið inn í hús/íbúð.
Ljósnet er gamla breiðbandið, semsagt ljósleiðari í götu og kopar inn í hús og betri endabúnaður en ADSL sem gerir það hraðar. Það er á mun fleiri stöðum en fullur ljósleiðari.
Ef þér stendur ljósleiðari til boða, taktu hann. Ef ekki þá er Ljósnet Símans það eina sem er í boði, ef það er þá í boði.
Re: Ljósleiðari vs. ljósnet
Sent: Mið 10. Ágú 2011 19:20
af gardar
Urgh, tal farnir að kalla þetta ljósnet líka?
afhverju kalla menn þetta ekki bara vdsl eins og þetta heitir?
Re: Ljósleiðari vs. ljósnet
Sent: Mið 10. Ágú 2011 19:35
af wicket
Tal er að kaupa þetta af Símanum í heilsölu og endurselja sem sitt. Þeir hafa ákveðið að nota sama nafn.
Annars hefur komið fram hér á Vaktinni að Síminn kallar VDSL2 og gpon tengingar Ljósnet. Eitt nafn yfir tvo hluti, væntanlega til að reyna að einfalda vöruframboðið sitt.
Re: Ljósleiðari vs. ljósnet
Sent: Mið 10. Ágú 2011 20:16
af lifex64
nú eru svipuð verð á þessu og bæði með ALLT að 50 MB/S en ljósleiðari er með 50/50 en vitiði hvað er á ljósnetinu 50/?
Re: Ljósleiðari vs. ljósnet
Sent: Mið 10. Ágú 2011 20:49
af halli7
lifex64 skrifaði:nú eru svipuð verð á þessu og bæði með ALLT að 50 MB/S en ljósleiðari er með 50/50 en vitiði hvað er á ljósnetinu 50/?
Ljósnet er download: 50 upload: 25
Re: Ljósleiðari vs. ljósnet
Sent: Mið 10. Ágú 2011 21:26
af lifex64
ok takk fyrir svörin, ég veit að það er kominn ljósleiðari í húsið, en ég ætla að prófa ljósnetið og sjá svo til.
Re: Ljósleiðari vs. ljósnet
Sent: Fim 11. Ágú 2011 10:54
af sigurfr
Hringdu og Hringiðan bjóða upp á 100 Mb/s tengingar á Ljósleiðaranum hjá Gagnaveitunni.