Síða 1 af 1

remote desktop

Sent: Mán 08. Ágú 2011 21:09
af PepsiMaxIsti
Góða kvöldið

Ég er að velta fyrir mér, get ég verið með tvö sömu port opin fyrir sömu vél, bara á sitthvorri ip tölu innan hús, þar sem að annað er fyrir wifi tengingu en hitt fyrir lan tengingu, eða verð ég að loka öðru á meðan?

Re: remote desktop

Sent: Mán 08. Ágú 2011 21:34
af gardar
Getur ekki látið sömu port vísa á nema 1 ip tölu.

En þú getur stillt þetta þannig að þú fáir sömu ip tölu, hvort sem þú ert tengdur wired eða wireless (þó ekki bæði í einu).


Annars gæti veriðs niðugt að skoða teamviewer til þess að sleppa við allt porta vesen. Teamviewer er án efa ein þægilegasta remote desktop lausnin :)

Re: remote desktop

Sent: Mán 08. Ágú 2011 21:40
af intenz
+1 á TeamViewer

Re: remote desktop

Sent: Mán 08. Ágú 2011 21:45
af Eiiki
Spurning með þetta TeamViewer, er hægt að nota þetta á milli Mac tölvu og svo PC(windows) tölvu hinsvegar?

Re: remote desktop

Sent: Mán 08. Ágú 2011 21:50
af intenz
Eiiki skrifaði:Spurning með þetta TeamViewer, er hægt að nota þetta á milli Mac tölvu og svo PC(windows) tölvu hinsvegar?
Jamm, það er hægt.

Re: remote desktop

Sent: Mán 08. Ágú 2011 22:03
af gardar
Eiiki skrifaði:Spurning með þetta TeamViewer, er hægt að nota þetta á milli Mac tölvu og svo PC(windows) tölvu hinsvegar?
Linux/Windows/Mac/Android/iOS

\:D/

Re: remote desktop

Sent: Þri 09. Ágú 2011 00:18
af zenon
gardar skrifaði:
Eiiki skrifaði:Spurning með þetta TeamViewer, er hægt að nota þetta á milli Mac tölvu og svo PC(windows) tölvu hinsvegar?
Linux/Windows/Mac/Android/iOS

\:D/

+1 fyrir linux

Re: remote desktop

Sent: Þri 09. Ágú 2011 00:27
af worghal
ég nota bara remote desktop með makkanum mínum :P

Re: remote desktop

Sent: Þri 09. Ágú 2011 00:58
af zenon
worghal skrifaði:ég nota bara remote desktop með makkanum mínum :P
Hmm
mac -[ darwin -[ unix
Linux -[ unix

Hmm við virðumst eiga sama föður.

Re: remote desktop

Sent: Þri 09. Ágú 2011 08:28
af PepsiMaxIsti
En þar sem að ég er að tengjast úr vinnunni og í tölvuna heima, get ég samt notað þetta forrit ?

Re: remote desktop

Sent: Þri 09. Ágú 2011 10:33
af AntiTrust
PepsiMaxIsti skrifaði:En þar sem að ég er að tengjast úr vinnunni og í tölvuna heima, get ég samt notað þetta forrit ?
Jebb, TeamViewer fer yfir WAN.

Re: remote desktop

Sent: Þri 09. Ágú 2011 10:58
af Amything
Þú getur breytt um port á remote desktop líka, að vísu registry hax en það hefur verið mín lausn síðustu ár.

Re: remote desktop

Sent: Þri 09. Ágú 2011 11:11
af PepsiMaxIsti
Amything skrifaði:Þú getur breytt um port á remote desktop líka, að vísu registry hax en það hefur verið mín lausn síðustu ár.
Ertu þá að meina að breita úr 3381 í XXXX,
Er búinn að því, var með opin sama port á tvær ip, en komst ekki í gegn, tók annað út, og kemst eins og ekkert sé núna. Ætla að prufa hitt forrtið við tækifæri

Re: remote desktop

Sent: Þri 09. Ágú 2011 11:30
af PepsiMaxIsti
intenz skrifaði:+1 á TeamViewer
Er þetta allveg frítt, eða bara í einhvern tíma?

Re: remote desktop

Sent: Þri 09. Ágú 2011 11:34
af kubbur
alveg frítt

Re: remote desktop

Sent: Mið 10. Ágú 2011 13:19
af gardar
kubbur skrifaði:alveg frítt

Frítt til einkanota :)

Re: remote desktop

Sent: Mið 10. Ágú 2011 13:21
af PepsiMaxIsti
Takk, prufaði þetta í gær, og fanst grafíkin ekki vera góð,

Re: remote desktop

Sent: Mið 10. Ágú 2011 13:22
af gardar
PepsiMaxIsti skrifaði:Takk, prufaði þetta í gær, og fanst grafíkin ekki vera góð,

Prófaðu að velja "Optimize quality" En ekki "optimize speed"