Síða 1 af 1

Acer 5920G Svartur Skjár Vandamál

Sent: Lau 23. Júl 2011 14:46
af Tumi23
Systir mín fékk gömlu fartölvuna mína lánað semsagt Acer 5920G en einn daginn eftir að slökkt var á vélinni og kveikt aftur þá kom aðeins svartur skjár ekkert annað harði diskurinn fer í gang og það blikkar á ljósinu sem segir að vélinna þrisvar kannski og kemur svo aldrei aftur og ekkert gerist tölvan ræsir sig ekki eða neitt bara svartur skjár og því fór ég að leita á netinu eftir hjálp en fann eigilega ekkert sem virkaði þannig að ákvað að leita hjálpar þannig að spurningin er hefur eitthver lent í þessu? og veit þá aðilinn kannski um leið til að laga þetta?

Re: Acer 5920G Svartur Skjár Vandamál

Sent: Lau 23. Júl 2011 14:57
af AntiTrust
Þessi blikk geta yfirleitt sagt þér hvað er að vélinni, oft eru þetta bara morse kóðar með ljósamerkjum.

Fyrstu atriði til að athuga eru hvort vinnsluminniskubbar séu í lagi, athuga hvort þú getir ræst vélina með rafhlöðuna úr. Annars gæti þetta einfaldlega verið skjástýringin eða móðurborðið.

Re: Acer 5920G Svartur Skjár Vandamál

Sent: Lau 23. Júl 2011 14:57
af AncientGod
Prófaðu að klikka á F8 og gerðu boot from last good boot up, þetta heitir eithvað þannig.

Re: Acer 5920G Svartur Skjár Vandamál

Sent: Lau 23. Júl 2011 15:11
af ViktorS
Lenti í því sama og er frekar viss um að það sé skjákortið.

viewtopic.php?f=26&t=39301

Re: Acer 5920G Svartur Skjár Vandamál

Sent: Lau 23. Júl 2011 15:30
af Tumi23
ViktorS skrifaði:Lenti í því sama og er frekar viss um að það sé skjákortið.

viewtopic.php?f=26&t=39301


veistu þá eitthverstaðar um stað til að finna skjákort fyrir þessa vél?

Re: Acer 5920G Svartur Skjár Vandamál

Sent: Lau 23. Júl 2011 16:52
af raRaRa
Til öryggis, prufaðu að tengja skjá við tölvuna til að athuga hvort þetta sé skjárinn eða skjákortið.

Re: Acer 5920G Svartur Skjár Vandamál

Sent: Lau 23. Júl 2011 17:45
af Tumi23
raRaRa skrifaði:Til öryggis, prufaðu að tengja skjá við tölvuna til að athuga hvort þetta sé skjárinn eða skjákortið.


hef reynt að tengja skjá við tölvuna og það gerir ekkert

Re: Acer 5920G Svartur Skjár Vandamál

Sent: Lau 23. Júl 2011 20:11
af raRaRa
Veistu hvort hún bootar Windows? Ef ekki þá gæti þetta verið minnið eða móðurborðið. Hef líka heyrt um svona issue með hibernation á Windows, þ.e. tölvan festist í einhverju state.

Re: Acer 5920G Svartur Skjár Vandamál

Sent: Lau 23. Júl 2011 20:24
af Tumi23
raRaRa skrifaði:Veistu hvort hún bootar Windows? Ef ekki þá gæti þetta verið minnið eða móðurborðið. Hef líka heyrt um svona issue með hibernation á Windows, þ.e. tölvan festist í einhverju state.


Hún bootar ekkert, ekkert gerist aðeins svartur skjár ekkert ljós né neitt ákvað að prufa að taka skjákortið úr og
þá náttúrulega augljóslega kom ekkert á skjáinn nema í þetta sinn kom ljós og skjárinn varð hvítur gæti þetta
þýtt að skjákortið er bilað eða er ég bara eitthvað að bulla

Re: Acer 5920G Svartur Skjár Vandamál

Sent: Lau 23. Júl 2011 20:33
af Sphinx
Tumi23 skrifaði:
raRaRa skrifaði:Veistu hvort hún bootar Windows? Ef ekki þá gæti þetta verið minnið eða móðurborðið. Hef líka heyrt um svona issue með hibernation á Windows, þ.e. tölvan festist í einhverju state.


Hún bootar ekkert, ekkert gerist aðeins svartur skjár ekkert ljós né neitt ákvað að prufa að taka skjákortið úr og
þá náttúrulega augljóslega kom ekkert á skjáinn nema í þetta sinn kom ljós og skjárinn varð hvítur gæti þetta
þýtt að skjákortið er bilað eða er ég bara eitthvað að bulla



prófa baka skjákortið :)