Síða 1 af 1

[Hjálp]Vandamál með vinnsluminni

Sent: Lau 09. Júl 2011 14:02
af gibri
Sælir. Ég er í vandræðum með vinnsluminni í tölvunni minni.

Móðurborð: Asus P5QL-E
Örgjörvi: Intel Core 2 Duo e8400

Fyrir var ég með OCZ 2x 2gB 1066 ddr2 minni.
Ég ætlaði að kaupa 2x 2gB í viðbót og hafa samtals 8gB í minni í tölvunni. Keypti svo þetta: Kingston KHX8500D2K2/4G DDR2-1066 4GB HyperX Memory Kit

Það virkaði fyrstu vikuna að hafa bæði í, enn nú er farið að koma bsod. Ég keyrði innbygða Windows Memory Diagnostic í windows 7 pro, það froznar alltaf þegar ég keyri það.
Ég hef prófað að hafa einungis gamla ocz minnið í og keyra testið, tölvan flýgur í alltaf gegnum það. Svo set ég kingston minnið í og keyri memory diagnostic, tölvan frýs alltaf.

Svo spurningin mín er hvort að minnið sé gallað, hvort það eigi ekki að passa í móðurborðið eða eitthvað annað sé að og hvort það sé eitthvað sem ég get gert?
Ég sé að kingston minnið er með 2.30v á sér, enn ocz með 2.10v , getur það skipt máli?

með von um smá hjálp, Eyþór

Re: [Hjálp]Vandamál með vinnsluminni

Sent: Lau 09. Júl 2011 18:14
af mundivalur
Ertu búinn að uppfæra bios og hvað eru voltin á minnunum núna?