Síða 1 af 1

Skjár á fartölvu svartur

Sent: Fös 17. Jún 2011 16:29
af ViktorS
Sælir vaktarar.

Á tæplega 3. ára fartölvu sem var í fínu lagi í gær en þegar ég kveikti á henni í dag þá var skjárinn alveg svartur en tölvan virðist virka þar sem ég heyri windows hljóðið þegar ég kveikti á henni og sló inn rétt password og heyrði þá "log in hljóðið" en skjárinn var ennþá svartur. Er búinn að prófa að restarta, taka úr sambandi og taka batteríið úr og allt sem mér dettur í hug. Tengdi gamlan túbuskjá við og ekkert sést á honum heldur, en ég prófaði að tengja sama skjáinn við aðra tölvu á heimilinu og það virkaði, þannig skjárinn er í fínu lagi.
Veit einhver snillingur hvernig ég get komið þessu í lag?

Re: Skjár á fartölvu svartur

Sent: Fös 17. Jún 2011 16:53
af Páll
Er ekki bara skjákortið farið?

Re: Skjár á fartölvu svartur

Sent: Fös 17. Jún 2011 17:19
af jakub
Páll skrifaði:Er ekki bara skjákortið farið?

mér sýnist það vera málið

Re: Skjár á fartölvu svartur

Sent: Fös 17. Jún 2011 19:23
af demaNtur
Ekki taka rage á tölvuna þína útaf cs Viktor ](*,)

:megasmile :megasmile

Re: Skjár á fartölvu svartur

Sent: Fös 17. Jún 2011 19:24
af HelgzeN
demaNtur skrifaði:Ekki taka rage á tölvuna þína útaf cs Viktor ](*,)

:megasmile :megasmile

x2

Re: Skjár á fartölvu svartur

Sent: Fös 17. Jún 2011 23:04
af ViktorS
demaNtur skrifaði:Ekki taka rage á tölvuna þína útaf cs Viktor ](*,)

:megasmile :megasmile

Hah þegiðu Jón :D ég gerði henni ekkert :/

En er þetta pottþétt skjákortið eða er eitthvað annað í gangi?

Re: Skjár á fartölvu svartur

Sent: Lau 18. Jún 2011 00:31
af kizi86
smá pæling, veit ekki hvort hafir gert þetta, en er ekki eitthvað key combo sem þarft að ýta á til að virkja aukaskjáinn? á mörgum löppum er það td "Fn"+F8.. svo ein pæling í viðbót, er skjárinn alveg svartur? hefur þú prufað að lýsa á skjáinn með sterku vasaljósi þegar það er kveikt á tölvunni?

Re: Skjár á fartölvu svartur

Sent: Lau 18. Jún 2011 14:32
af ViktorS
kizi86 skrifaði:smá pæling, veit ekki hvort hafir gert þetta, en er ekki eitthvað key combo sem þarft að ýta á til að virkja aukaskjáinn? á mörgum löppum er það td "Fn"+F8.. svo ein pæling í viðbót, er skjárinn alveg svartur? hefur þú prufað að lýsa á skjáinn með sterku vasaljósi þegar það er kveikt á tölvunni?

Já, ég var búinn að prófa alla "F" takkana og FN saman en var ekki búinn að tékka með vasaljósi, geri það þegar ég kíki á þetta á eftir.
EDIT: skjárinn alveg svartur

Re: Skjár á fartölvu svartur

Sent: Lau 18. Jún 2011 17:16
af Hargo
Mjög líklega skjákortið sem er farið.

Hvernig tölva er þetta?

Re: Skjár á fartölvu svartur

Sent: Lau 18. Jún 2011 17:22
af einarhr
Prófaðu að tengja skjá við vga/dvi portið og ef þú færð mynd, þá er það sennilega skjárinn, skjákapall eða inverter sem er bilað. Færðu enga mynd þá er það skjákortið/móðurborðið sem er bilað.

Re: Skjár á fartölvu svartur

Sent: Lau 18. Jún 2011 19:22
af Hargo
einarhr skrifaði:Prófaðu að tengja skjá við vga/dvi portið og ef þú færð mynd, þá er það sennilega skjárinn, skjákapall eða inverter sem er bilað. Færðu enga mynd þá er það skjákortið/móðurborðið sem er bilað.


ViktorS skrifaði:Tengdi gamlan túbuskjá við og ekkert sést á honum heldur, en ég prófaði að tengja sama skjáinn við aðra tölvu á heimilinu og það virkaði, þannig skjárinn er í fínu lagi.

Re: Skjár á fartölvu svartur

Sent: Lau 18. Jún 2011 19:47
af ViktorS
Hargo skrifaði:Mjög líklega skjákortið sem er farið.

Hvernig tölva er þetta?

Í undirskrift ;)

einarhr skrifaði:Prófaðu að tengja skjá við vga/dvi portið og ef þú færð mynd, þá er það sennilega skjárinn, skjákapall eða inverter sem er bilað. Færðu enga mynd þá er það skjákortið/móðurborðið sem er bilað.


ViktorS skrifaði:Tengdi gamlan túbuskjá við og ekkert sést á honum heldur, en ég prófaði að tengja sama skjáinn við aðra tölvu á heimilinu og það virkaði, þannig skjárinn er í fínu lagi.

Re: Skjár á fartölvu svartur

Sent: Lau 18. Jún 2011 19:50
af MatroX
ViktorS skrifaði:
Hargo skrifaði:Mjög líklega skjákortið sem er farið.

Hvernig tölva er þetta?

Í undirskrift ;)

einarhr skrifaði:Prófaðu að tengja skjá við vga/dvi portið og ef þú færð mynd, þá er það sennilega skjárinn, skjákapall eða inverter sem er bilað. Færðu enga mynd þá er það skjákortið/móðurborðið sem er bilað.


ViktorS skrifaði:Tengdi gamlan túbuskjá við og ekkert sést á honum heldur, en ég prófaði að tengja sama skjáinn við aðra tölvu á heimilinu og það virkaði, þannig skjárinn er í fínu lagi.


ef þú tekur bakhliðina af vélinni eða hlifarnar og tekur mynd þá gæti ég reddað þér skjákorti í hana.

Re: Skjár á fartölvu svartur

Sent: Lau 18. Jún 2011 21:39
af ViktorS
MatroX skrifaði:
ViktorS skrifaði:
Hargo skrifaði:Mjög líklega skjákortið sem er farið.

Hvernig tölva er þetta?

Í undirskrift ;)

einarhr skrifaði:Prófaðu að tengja skjá við vga/dvi portið og ef þú færð mynd, þá er það sennilega skjárinn, skjákapall eða inverter sem er bilað. Færðu enga mynd þá er það skjákortið/móðurborðið sem er bilað.


ViktorS skrifaði:Tengdi gamlan túbuskjá við og ekkert sést á honum heldur, en ég prófaði að tengja sama skjáinn við aðra tölvu á heimilinu og það virkaði, þannig skjárinn er í fínu lagi.


ef þú tekur bakhliðina af vélinni eða hlifarnar og tekur mynd þá gæti ég reddað þér skjákorti í hana.

http://myndahysing.net/upload/121308433420.JPG
http://myndahysing.net/upload/261308433471.JPG

Skjákortið í vélinni er nVidia GeForce 9500M.

Re: Skjár á fartölvu svartur

Sent: Mán 20. Jún 2011 22:18
af ViktorS
bump

Re: Skjár á fartölvu svartur

Sent: Fös 24. Jún 2011 16:56
af ViktorS
upp