Síða 1 af 1

Internet samband í Hrísey

Sent: Fim 02. Jún 2011 04:06
af krissi24
Hvernig tenging við internetið er í boði í Hrísey? Er nokkuð Dial up eða ISDN samband einu valkostirnir ennþá?

Re: Internet samband í Hrísey

Sent: Fim 02. Jún 2011 06:10
af Carc
Þeir eru að minnsta kosti með ADSL 8Mb/s.

Re: Internet samband í Hrísey

Sent: Fim 02. Jún 2011 07:02
af krissi24
Carc skrifaði:Þeir eru að minnsta kosti með ADSL 8Mb/s.
Okey :P allavegana skárra en Dial up innhringiþjónustan eða ISDN.

Re: Internet samband í Hrísey

Sent: Fim 02. Jún 2011 07:06
af kubbur
http://www.vodafone.is/internet/adsl/svaedi" onclick="window.open(this.href);return false;

eina sem ég fann um að það væri tenging í hrisey

Re: Internet samband í Hrísey

Sent: Fim 02. Jún 2011 07:09
af krissi24
kubbur skrifaði:http://www.vodafone.is/internet/adsl/svaedi

eina sem ég fann um að það væri tenging í hrisey
Já okey :P Og til hamingju með stelpuna :D Ég og unnustan eigum von á okkar fyrsta barni sem á að fæðast í janúar á næsta ári :P

Re: Internet samband í Hrísey

Sent: Fim 02. Jún 2011 07:38
af kubbur
til hamingju með það :), vitið þið hvort kynið ?

og eruð þið að flytja til hríseyjar ?

Re: Internet samband í Hrísey

Sent: Fim 02. Jún 2011 07:47
af krissi24
kubbur skrifaði:til hamingju með það :), vitið þið hvort kynið ?

og eruð þið að flytja til hríseyjar ?
Takk, nei ekki ennþá hehe, það styttist í það :D En nei við erum ekki að fara flytja þangað :P Við erum hinsvegar að fara flytja til Akureyrar og vera þar yfir sumarið útaf vinnu, búum í Reykjanesbæ. Okkur langaði bara að prófa eitthvað nýtt eins og að leigja kannski orlofsíbúð í Hrísey í viku eða svo þegar við fáum frí :P Hrísey er notla ekkert langt frá Akureyri og algjör náttúruperla, það væri gaman að eyða fríinu sínu þar.

Re: Internet samband í Hrísey

Sent: Fim 02. Jún 2011 10:05
af Zethic
krissi24 skrifaði:
kubbur skrifaði:til hamingju með það :), vitið þið hvort kynið ?

og eruð þið að flytja til hríseyjar ?

Hrísey er notla ekkert langt frá Akureyri og algjör náttúruperla, það væri gaman að eyða fríinu sínu þar.

Eyða fríinu með interneti ? Oh the joy of vacation...

Re: Internet samband í Hrísey

Sent: Fim 02. Jún 2011 10:27
af krissi24
Zethic skrifaði:
krissi24 skrifaði:
kubbur skrifaði:til hamingju með það :), vitið þið hvort kynið ?

og eruð þið að flytja til hríseyjar ?

Hrísey er notla ekkert langt frá Akureyri og algjör náttúruperla, það væri gaman að eyða fríinu sínu þar.

Eyða fríinu með interneti ? Oh the joy of vacation...
Vildi bara vita hvernig ég gæti tengst, Stundum er frítt internet í svona orlofsíbúðum eins í Ölfusborgum. Gleymdi notla 3G tækninni hehe :P Það er ágætt að tékka á tölvupóstinum og Facebook í fríinu :)

Re: Internet samband í Hrísey

Sent: Fim 02. Jún 2011 10:42
af steinarorri
Hrísey er frábær staður. Veit allavega að það er gloppótt 3G samband þar sem næst frá Dalvík.

Re: Internet samband í Hrísey

Sent: Fim 02. Jún 2011 22:52
af krissi24
steinarorri skrifaði:Hrísey er frábær staður. Veit allavega að það er gloppótt 3G samband þar sem næst frá Dalvík.
Já okey, En hvað með Digital Ísland útsendingar? Er það sent út frá sendi á Dalvík líka? Bara svona ef maður tæki afruglarann með :P

Re: Internet samband í Hrísey

Sent: Sun 05. Jún 2011 14:59
af steinarorri
Veit ekki hvort DÍ næst.

Re: Internet samband í Hrísey

Sent: Fim 16. Jún 2011 13:27
af Glókolla
Max Adsl 2 Mb/s í Hrísey ef ég man rétt.