Síða 1 af 1

Nokkrar spurningar varðandi PayPal..

Sent: Þri 31. Maí 2011 16:44
af Glazier
Er með paypal account og var að selja vöru á ebay fyrir $350
Gæinn er búinn að borga og allt það.

En er möguleiki fyrir mig að fá þessa peningaupphæð inná íslenskan bankareikning, eða er þetta bara fast þarna og eina leiðin til að nota þetta er að kaupa eitthvað sem er borgað með paypal ?

Ef það er möguleiki að koma þessu inná íslenskan bankareikning, hvernig er það þá gert ? :)

Re: Nokkrar spurningar varðandi PayPal..

Sent: Þri 31. Maí 2011 17:37
af ElbaRado
Þú getur lagt inn á íslenskt kredit kort. Ég veit ekki til þess að það sé hægt að leggja inn á íslenskan bankareikning

Re: Nokkrar spurningar varðandi PayPal..

Sent: Þri 31. Maí 2011 17:41
af Glazier
ElbaRado skrifaði:Þú getur lagt inn á íslenskt kredit kort. Ég veit ekki til þess að það sé hægt að leggja inn á íslenskan bankareikning
Hvernig er það gert ?

Re: Nokkrar spurningar varðandi PayPal..

Sent: Þri 31. Maí 2011 18:23
af Gúrú
Er búinn að taka þónokkuð oft út $0.6-1k af PayPal balanci með Visa úttekt, get hjálpað þér með vafaatriði í PM.

Ekki gleyma því samt að PayPal er einhver óöruggasti greiðslumáti í heimi fyrir seljandur vara, skráðu niður allar upplýsingar og öll sönnungargögn sem að þú hefur
um að þú hafir sent honum/afhent vöruna og hvert sem fyrst, bara til vonar og vara. :happy

1) Ef að notandinn þinn er góður og gildur (T.d. ekki skráður á Richard Feynman, Location: Heaven :dissed ) þá mæli ég með því að bæta bara við
kreditkorti undir My Account -> Profile -> Add/Edit Credit Card sem að einhver á heimili þínu á (eða þínu eigin ef að þú ert >18 ára),
fara í gegnum það ferli,
2) fá eiganda kortsins til að skoða færslurnar á kreditkortinu (sumir hafa aðgang að þessu í heimabankanum, aðrir ekki) ~2 dögum seinna
til að sjá og fá númer sem að PayPal lét þig fá í færslu sem að tekur ~100 krónur af kortinu.
3) Eftir að þú slærð inn þetta númer á PayPAl til að staðfesta kortið þá færðu ~100 krónurnar í inneign á PayPal og getur svo tekið alla $351 upphæðina út fyrir $5 gjald,
þetta tók oftast 4-6 daga að koma inn í heimabanka (Kom líka alltaf inn sem 'Inneign', ekki láta það rugla þig)

Re: Nokkrar spurningar varðandi PayPal..

Sent: Þri 31. Maí 2011 18:24
af Tiger
Glazier skrifaði:
ElbaRado skrifaði:Þú getur lagt inn á íslenskt kredit kort. Ég veit ekki til þess að það sé hægt að leggja inn á íslenskan bankareikning
Hvernig er það gert ?
Velur Withdraw undir MyAcount og velur þar creditkortið, kostar 5$ og tekur 5-7 daga.

Re: Nokkrar spurningar varðandi PayPal..

Sent: Þri 31. Maí 2011 19:00
af Glazier
Takk fyrir hjálpina.. ætti að geta reddað þessu í kvöld :)

En önnur pæling, í þau 2 skipti sem ég hef notað paypal til að selja þá hefur upphæðin komið inn, t.d. núna komu inn $350 en svo stendur "paypal balance" $336 afhverju hverfa þarna nokkrir dollarar án nokkurra skýringa ?

Gerðist líka síðast þegar ég seldi fyrir töluvert hærri upphæð.

Hver er skýringin á því að það hverfa þarna nokkrir dollarar?
Er paypal að taka til sín einhverja peninga fyrir notkun á aðganginum eða hvað? :-k

Re: Nokkrar spurningar varðandi PayPal..

Sent: Þri 31. Maí 2011 19:01
af ElbaRado
Paypal tekur þóknun fyrir hverja færslu.