Síða 1 af 1
HDMI vesen með hljóð
Sent: Sun 29. Maí 2011 13:00
af littli-Jake
Ég er með 5750 skjákort með HDMI tengi og var að plugga því við sjónvarpið mitt en ég fæ ekkert hljóð

.
Er þetta eitthvað stillingar vesen?
***Edit. Þurfti bara að taka tölvuhátalarana úr sambandi. Væri samt fínt að geta haft það í sambandi og samt verið með hljóð á sjónvarpinu. Er það hægt?
Re: HDMI vesen með hljóð
Sent: Sun 29. Maí 2011 13:02
af Eiiki
Ef þú ert bara að tengja HDMI tengið í skjákortið og enga aðra snúru á milli er eðlilegt að þú sért ekki að fá neitt hljóð. Skjákort eru einungis byggð til þess að flytja mynd
Re: HDMI vesen með hljóð
Sent: Sun 29. Maí 2011 13:24
af MatroX
Eiiki skrifaði:Ef þú ert bara að tengja HDMI tengið í skjákortið og enga aðra snúru á milli er eðlilegt að þú sért ekki að fá neitt hljóð. Skjákort eru einungis byggð til þess að flytja mynd
ekki hjá mér, 480gtx kortið flytur bæði mynd og hljóð í gegnum hdmi. án allra auka snúra
Re: HDMI vesen með hljóð
Sent: Sun 29. Maí 2011 13:32
af Bioeight
Í Windows 7 ferðu bara í Sound - Playback Devices og velur hljóðkortið sem þú vilt hafa í gangi þar sem Default. Þannig geturðu skipt á milli með hátalarana í gangi. Skjákortið er með sér hljóðkort til að meðhöndla þetta og þess vegna gerist þetta ekki sjálfkrafa. Í sumum forritum geturðu líka stillt hvaða hljóðkort það notar og þá geturðu valið HDMI hljóðkortið fyrir bara það forrit(Media Player Classic t.d.).
Re: HDMI vesen með hljóð
Sent: Sun 29. Maí 2011 13:35
af AntiTrust
Eiiki skrifaði:Ef þú ert bara að tengja HDMI tengið í skjákortið og enga aðra snúru á milli er eðlilegt að þú sért ekki að fá neitt hljóð. Skjákort eru einungis byggð til þess að flytja mynd
Úreld 'staðreynd'. HDMI og sum DVI port flytja einnig hljóð.