Síða 1 af 1

Er að fara versla á ebay

Sent: Fim 12. Maí 2011 20:34
af Páll
http://cgi.ebay.com/New-Factory-Unlocke ... 05e4c#shId" onclick="window.open(this.href);return false;

Ég veit ekkert um hvort að þessu sé treystandi, er þessu treystandi eða er þetta scam? Og hvað er tollurinn á þessu?

Re: Er að fara versla á ebay

Sent: Fim 12. Maí 2011 20:38
af Gummzzi
Top-rated seller

99.6% Positive feedback

-Consistently receives highest buyers' ratings
-Ships items quickly
-Has earned a track record of excellent service
Mér sýnist það ;)

Re: Er að fara versla á ebay

Sent: Fim 12. Maí 2011 20:39
af Páll
Enn tollurinn, hvað er verðið á því? Er að fara panta 2 svona kvikindi.

Re: Er að fara versla á ebay

Sent: Fim 12. Maí 2011 20:42
af Gummzzi
Páll skrifaði:Enn tollurinn, hvað er verðið á því? Er að fara panta 2 svona kvikindi.
ekki viss en síðan má ekki glayma vaskinum #-o

Re: Er að fara versla á ebay

Sent: Fim 12. Maí 2011 20:43
af biturk
Gummzzi skrifaði:
Páll skrifaði:Enn tollurinn, hvað er verðið á því? Er að fara panta 2 svona kvikindi.
ekki viss en síðan má ekki glayma vaskinum #-o
Mynd
:shock:

Re: Er að fara versla á ebay

Sent: Fim 12. Maí 2011 20:43
af coldone
Hér er reiknivél á tollur.is, velur þína vörutegund og þá er þetta komið.
En maður veit aldrei með svona Iphone því hann gerir allt það sama og
Ipod en Ipod er með 7% toll og 25% vörugjald.
Setur upphæðina í íslenskum krónum til að reikna.
Ef þú setur þetta undir síma þá er upphæðin kr.121,667.

http://www.tollur.is/upload/files/calc_ ... 822%29.htm" onclick="window.open(this.href);return false;

Re: Er að fara versla á ebay

Sent: Fim 12. Maí 2011 20:46
af Páll
Ég reiknaði og fékk út 305? Er það 305 þúsund? Það getur bara ekki verið.

Re: Er að fara versla á ebay

Sent: Fim 12. Maí 2011 20:52
af Gummzzi
biturk skrifaði:
Gummzzi skrifaði:
Páll skrifaði:Enn tollurinn, hvað er verðið á því? Er að fara panta 2 svona kvikindi.
ekki viss en síðan má ekki glayma vaskinum #-o
:shock:
haha heitir þetta ekki vaskur #-o :sleezyjoe

Re: Er að fara versla á ebay

Sent: Fim 12. Maí 2011 20:53
af morsi
Öhh, þú ert að borga meira en þú getur fengið nýjan svona hérna heima. 858usd * 115kr (visa gengi)= 98670kr. * 1,255 (vsk)= 123.830kr.

Hér fyrir neðan færðu hann á 115-125þús með tveggja ára ábyrgð.

http://isiminn.is/product.php?id_product=229
http://iphone.is/products/4105-iphone-4-16gb-svartur
http://www.epli.is/iphone/iphone-4.html

Re: Er að fara versla á ebay

Sent: Fim 12. Maí 2011 20:53
af IL2
Þumalputtareglan segir manni að verðið úti tvöfaldist, þannig að eitthvað undir 200.000 væri ekki óeðlilegt.

Re: Er að fara versla á ebay

Sent: Fim 12. Maí 2011 20:55
af Daz
(verð + sendingarkostnaður + tollmeðferðargjald (2000-3000?) ) *1,255 = 140 þúsund ca?

Kostar 129 þúsund hjá Nova.

Re: Er að fara versla á ebay

Sent: Fim 12. Maí 2011 20:56
af vragnar
Ég hef keypt mér síma (Nokia) á ebay og ég man ekki til þess að það hafi verið neitt nema VSK.

En athugaðu að flutningskostnaðurinn leggst ofan á líka áður en VSK er reiknaður út. Tollmeðferðargjald fyrir vörur dýrari en 30 þús er líka hærra.

Re: Er að fara versla á ebay

Sent: Fim 12. Maí 2011 21:17
af FuriousJoe
99.6% Positive feedback

Myndi sjálfur treista þessu, en það er bara ég :)

Re: Er að fara versla á ebay

Sent: Fim 12. Maí 2011 21:19
af Tiger
Tveir símar þarna með fluttning kosta hingað komnir með öllum gjöldum 248.300kr eða 124.150kr stk eða 5000kr dýrari en hjá iphone.is þar sem þú færð 2ja ára ábyrggð og engar áhyggjur.

Re: Er að fara versla á ebay

Sent: Fim 12. Maí 2011 21:35
af Páll
Þá held ég að ég geri það frekar.

Takk.