Síða 1 af 3

Hvar er ódýrast að smyrja bílinn?

Sent: Fös 06. Maí 2011 10:09
af GuðjónR
Ég þarf að fara með tvo bíla í smurningu, í fyrra fór ég á Shell á Laugaveginum og borgaði 15-16k fyrir hvorn bílinn fyrir sig.
Rúm 30k. fyrir olíu og smursíu á 2 bíla er doldið mikið finnst mér, þannig að ég var að spá hvort þið vissuð um hagstæðara verkstæði?
Já og ég notaði Helix 5w40 ... kannski óþarflega dýr olía....en á móti kemur að ég hika ekki við að keyra 15k kílómetra á henni.

Re: Hvar er ódýrast að smyrja bílinn?

Sent: Fös 06. Maí 2011 10:10
af blitz
kvikkfix :happy

Re: Hvar er ódýrast að smyrja bílinn?

Sent: Fös 06. Maí 2011 10:12
af GullMoli
http://kvikkfix.is/" onclick="window.open(this.href);return false;

Lang ódýrrastir og með góð þjónusta, nota líka topp olíur.

Re: Hvar er ódýrast að smyrja bílinn?

Sent: Fös 06. Maí 2011 10:25
af lukkuláki
Það mæla allir með Kvikkfix og ég líka ef fenginni reynslu og ég á eftir að fara þangað oftar

Re: Hvar er ódýrast að smyrja bílinn?

Sent: Fös 06. Maí 2011 10:31
af Kobbmeister
Vélaverstæði Hjalta Einarssonar(VHE) í hafnarfirði.
Kostaði mig svona 5-6þ. :D

Re: Hvar er ódýrast að smyrja bílinn?

Sent: Fös 06. Maí 2011 10:42
af mercury
lang ódýrast að gera þetta sjálfur ;)

Re: Hvar er ódýrast að smyrja bílinn?

Sent: Fös 06. Maí 2011 10:54
af dodzy
mercury skrifaði:lang ódýrast að gera þetta sjálfur ;)
:happy

Re: Hvar er ódýrast að smyrja bílinn?

Sent: Fös 06. Maí 2011 11:10
af mercury
eeen held það sé nr 1-2 og 3 að forðast þessar stóru smurstöðvar.

Re: Hvar er ódýrast að smyrja bílinn?

Sent: Fös 06. Maí 2011 13:02
af Frost
Hef bara heyrt góða hluti um Kvikkfix.

Re: Hvar er ódýrast að smyrja bílinn?

Sent: Fös 06. Maí 2011 13:19
af pattzi
http://ja.is/u/smurstod-akraness/fs/" onclick="window.open(this.href);return false;


förum alltaf þangað annars svoldið langt í burtu frá bænum

Re: Hvar er ódýrast að smyrja bílinn?

Sent: Fös 06. Maí 2011 13:53
af rapport
Ég fer alltaf á Shell í Öskjuhlíð eða á Laugarvegi.

Það er bara fílingurinn að fara þangað sem dregur mig þangað.

Reyndar fór ég líka á N1 í Engihjalla um tíma.


Þessar stöðvar finnst mér einhvernveginn "retró" og gaman að fara á og spjalla við karlana á staðnum og fá kaffi o.s.frv.

Re: Hvar er ódýrast að smyrja bílinn?

Sent: Fös 06. Maí 2011 14:10
af gardar
rapport skrifaði:Ég fer alltaf á Shell í Öskjuhlíð eða á Laugarvegi.

Það er bara fílingurinn að fara þangað sem dregur mig þangað.

Reyndar fór ég líka á N1 í Engihjalla um tíma.


Þessar stöðvar finnst mér einhvernveginn "retró" og gaman að fara á og spjalla við karlana á staðnum og fá kaffi o.s.frv.

Verð að vera sammála þessu, fór alltaf með pabba á shell í öskjuhlíð þegar ég var yngri. Fæ alltaf nostalgíu þegar ég kem þangað inn.

Verst hvað það er sjaldan núorðið, þar sem ég smyr mína bíla sjálfur.

Re: Hvar er ódýrast að smyrja bílinn?

Sent: Fös 06. Maí 2011 14:16
af astro
Ég fór með konu-bílnn (yAriZ) í smurningu í fyrsta sinn uppí kvikkfix.

Það sem var gert;
Smurolía 4L
Ný Olíusía
Ný Loftsía
Skipt um rúðuþurkur að faram og aftan.
Sett 1.5L rúðuvökva.
1stk. ilm-jarðaber inní bíl :sleezyjoe
+ vinnan í þetta.

.. Ég missti andlitið þegar hann sagði mér verðið.. 7.500Kr.-

Re: Hvar er ódýrast að smyrja bílinn?

Sent: Fös 06. Maí 2011 14:17
af GuðjónR
Já ætli maður skoði ekki þetta kvikkfix, nú eða renni upp á skaga er ekkert lengur að renna þangað :)
Er ekki með aðstöðu til að gera þetta sjálfur.

Re: Hvar er ódýrast að smyrja bílinn?

Sent: Fös 06. Maí 2011 14:21
af gardar
Þarft nú engar gífurlega aðstöðu til þess að smyrja bíl sjálfur, getur gert þetta úti á bílastæði.

Það sem þarf er
  • Tjakkur (eða ekki ef þú ert á jeppa)
  • Bali eða annað ílát til að grípa olíuna.
  • Basic verkfæri (sem allir ættu að eiga)
  • Bjór

Re: Hvar er ódýrast að smyrja bílinn?

Sent: Fös 06. Maí 2011 14:22
af blitz
gardar skrifaði:Þarft nú engar gífurlega aðstöðu til þess að smyrja bíl sjálfur, getur gert þetta úti á bílastæði.

Það sem þarf er
  • Tjakkur (eða ekki ef þú ert á jeppa)
  • Bali eða annað ílát til að grípa olíuna.
  • Basic verkfæri (sem allir ættu að eiga)
  • Bjór
Ekki gleyma að reikna þér sjálfum tímagjald við vinnuna.

Re: Hvar er ódýrast að smyrja bílinn?

Sent: Fös 06. Maí 2011 14:25
af gardar
blitz skrifaði:
gardar skrifaði:Þarft nú engar gífurlega aðstöðu til þess að smyrja bíl sjálfur, getur gert þetta úti á bílastæði.

Það sem þarf er
  • Tjakkur (eða ekki ef þú ert á jeppa)
  • Bali eða annað ílát til að grípa olíuna.
  • Basic verkfæri (sem allir ættu að eiga)
  • Bjór
Ekki gleyma að reikna þér sjálfum tímagjald við vinnuna.

Jú getur tekið lengri tíma að gera þetta sjálfur en á smurverkstæði.
En það tekur alveg þokkalegan tíma að draina allri olíunni af vélinni, ekki séns að þeir séu að ná henni allri úr bílnum á þessum stutta tíma á smurverkstæðinu.... Og það getur ekki verið gott fyrir vélina að blanda saman nýrri og gamalli olíu. :?

Re: Hvar er ódýrast að smyrja bílinn?

Sent: Fös 06. Maí 2011 14:31
af biturk
gardar skrifaði:
blitz skrifaði:
gardar skrifaði:Þarft nú engar gífurlega aðstöðu til þess að smyrja bíl sjálfur, getur gert þetta úti á bílastæði.

Það sem þarf er
  • Tjakkur (eða ekki ef þú ert á jeppa)
  • Bali eða annað ílát til að grípa olíuna.
  • Basic verkfæri (sem allir ættu að eiga)
  • Bjór
Ekki gleyma að reikna þér sjálfum tímagjald við vinnuna.

Jú getur tekið lengri tíma að gera þetta sjálfur en á smurverkstæði.
En það tekur alveg þokkalegan tíma að draina allri olíunni af vélinni, ekki séns að þeir séu að ná henni allri úr bílnum á þessum stutta tíma á smurverkstæðinu.... Og það getur ekki verið gott fyrir vélina að blanda saman nýrri og gamalli olíu. :?

opna tappann á ventlalokinu ;)

Re: Hvar er ódýrast að smyrja bílinn?

Sent: Fös 06. Maí 2011 14:33
af dori
astro skrifaði:Ég fór með konu-bílnn (yAriZ) í smurningu í fyrsta sinn uppí kvikkfix.

Það sem var gert;
Smurolía 4L
Ný Olíusía
Ný Loftsía
Skipt um rúðuþurkur að faram og aftan.
Sett 1.5L rúðuvökva.
1stk. ilm-jarðaber inní bíl :sleezyjoe
+ vinnan í þetta.

.. Ég missti andlitið þegar hann sagði mér verðið.. 7.500Kr.-
Síðast þegar ég keypti mér rúðuþurrkur var það sirka svona mikið.

Re: Hvar er ódýrast að smyrja bílinn?

Sent: Fös 06. Maí 2011 14:34
af gardar
biturk skrifaði:
gardar skrifaði:
blitz skrifaði:
gardar skrifaði:Þarft nú engar gífurlega aðstöðu til þess að smyrja bíl sjálfur, getur gert þetta úti á bílastæði.

Það sem þarf er
  • Tjakkur (eða ekki ef þú ert á jeppa)
  • Bali eða annað ílát til að grípa olíuna.
  • Basic verkfæri (sem allir ættu að eiga)
  • Bjór
Ekki gleyma að reikna þér sjálfum tímagjald við vinnuna.

Jú getur tekið lengri tíma að gera þetta sjálfur en á smurverkstæði.
En það tekur alveg þokkalegan tíma að draina allri olíunni af vélinni, ekki séns að þeir séu að ná henni allri úr bílnum á þessum stutta tíma á smurverkstæðinu.... Og það getur ekki verið gott fyrir vélina að blanda saman nýrri og gamalli olíu. :?

opna tappann á ventlalokinu ;)
No shit sherlock :)

Það var samt ennþá að leka eftir 2 tíma, seinast þegar ég drainaði bíl.

Re: Hvar er ódýrast að smyrja bílinn?

Sent: Fös 06. Maí 2011 14:44
af Marmarinn
gardar skrifaði:Þarft nú engar gífurlega aðstöðu til þess að smyrja bíl sjálfur, getur gert þetta úti á bílastæði.

Það sem þarf er
  • Tjakkur (eða ekki ef þú ert á jeppa)
  • Bali eða annað ílát til að grípa olíuna.
  • Basic verkfæri (sem allir ættu að eiga)
  • Bjór
fyrst þarftu að fara í n1 eða álíka sjoppu, kaupa síu og nýja skinnu á pönnuboltann.
svo þarftu að losa olíuna í sorpu.
þú þarft að eiga olíusíutöng, ekki alveg basic verkfæri, gætir þurft 2 mismunandi stærðir eftir bílum.

það er mun minna maus að fara bara í kvikkfix, ég tala af reynslu. það er hreinlegra, ódýrara og auðveldara en að gera þetta sjálfur.

Re: Hvar er ódýrast að smyrja bílinn?

Sent: Fös 06. Maí 2011 14:50
af gardar
Marmarinn skrifaði:
gardar skrifaði:Þarft nú engar gífurlega aðstöðu til þess að smyrja bíl sjálfur, getur gert þetta úti á bílastæði.

Það sem þarf er
  • Tjakkur (eða ekki ef þú ert á jeppa)
  • Bali eða annað ílát til að grípa olíuna.
  • Basic verkfæri (sem allir ættu að eiga)
  • Bjór
fyrst þarftu að fara í n1 eða álíka sjoppu, kaupa síu og nýja skinnu á pönnuboltann.
svo þarftu að losa olíuna í sorpu.
þú þarft að eiga olíusíutöng, ekki alveg basic verkfæri, gætir þurft 2 mismunandi stærðir eftir bílum.

það er mun minna maus að fara bara í kvikkfix, ég tala af reynslu. það er hreinlegra, ódýrara og auðveldara en að gera þetta sjálfur.

Auðvitað þarftu nýja síu og olíu, hélt það myndi segja sig sjálft.

Þú þarft ekkert nýja skinnu og það eru ekki allir bílar sem krefjast olíusíutöng.

Re: Hvar er ódýrast að smyrja bílinn?

Sent: Fös 06. Maí 2011 15:00
af GuðjónR
Ég ætla að fara með annan bílinn á kvikkfix...og ef ég verð ánægður þá fer ég með hinn líka :)

Re: Hvar er ódýrast að smyrja bílinn?

Sent: Fös 06. Maí 2011 15:05
af blitz
GuðjónR skrifaði:Ég ætla að fara með annan bílinn á kvikkfix...og ef ég verð ánægður þá fer ég með hinn líka :)
Þeir eru(voru) ekki með loftsíur á lager, þannig að ef þú vilt að þeir skipti um hana þarftu að koma með hana.

Re: Hvar er ódýrast að smyrja bílinn?

Sent: Fös 06. Maí 2011 15:29
af audiophile
Ég hef tvisvar farið til Kvikkfix og systir mín einu sinni. Ekkert nema gott að segja. Gott verð, gott verð, gott verð, gott verð, gott verð, þjónusta og biðstofan er fín. Já verðið er bara ÞAÐ gott miðað við N1, Olís og þá. En þeir nota reyndar dýrari "merkja" olíur meðan Kvikkfix er með tiltölulega óþekkta olíu, allavega hérlendis.