Síða 1 af 1
Tollur á farsímum
Sent: Sun 01. Maí 2011 14:12
af Leviathan
Var að spá í að panta síma að utan en tollarnir hræða mig pínu, eru "snjallsímar" eins og iPhone, Nexus S eða Desire HD flokkaðir sem hljómflutningsvörur eins og iPod eða sem "myndavélar, úr, símar"? Munar ca. 25.000 krónum á Desire HD eftir hvernig hann er tollaður.

Re: Tollur á farsímum
Sent: Sun 01. Maí 2011 14:27
af intenz
Allir snjallsímar þar sem megintilgangur þess er "sími" eru flokkaðir sem venjulegir símar, þ.e.a.s. 0% tollur og 25,5% VSK.
https://vefafgreidsla.tollur.is/tollali ... T=85171200" onclick="window.open(this.href);return false; (flettu niður að 8517.1200)
Re: Tollur á farsímum
Sent: Sun 01. Maí 2011 15:06
af Leviathan
Takk kærlega, rosalega finnst mér fyrirtæki leggja mikið á þessi tæki miðað við það samt.

Re: Tollur á farsímum
Sent: Sun 01. Maí 2011 16:49
af einarhr
Fellur ekki Iphone undir þennan sérstaka Ipod toll því það er Ipod í honum?? eða er búið að afnema það?
Re: Tollur á farsímum
Sent: Sun 01. Maí 2011 16:52
af Oak
iphone hefur alltaf verið flokkaður sem sími...