Síða 1 af 1
bestu kaupin
Sent: Þri 19. Apr 2011 10:53
af Sverrirlyds
sæl öll .ég er að leita að tölvu fyrir strákinn sem er 14 ára. fermingargjöfinni:)
er búin að vera að skoða vélar í kringum 160þ ,er bara að leita að turni ekki skjá eða neinu svoleiðis.
en þetta er algjör frumskógur fyrir mér .svo ég er að leita til ykkar hvar fæ ég bestu vélina fyrir þennan pening
er búin að skoða þessar.
http://www.tolvutek.is/product_info.php ... s_id=23725http://www.kisildalur.is/?p=2&id=1587http://tolvutaekni.is/product_info.php?products_id=1996hugmyndin er að hún verður að geta keyrt bf3
Re: bestu kaupin
Sent: Þri 19. Apr 2011 11:00
af mic
Tölvutækni ekki spurning.
Re: bestu kaupin
Sent: Þri 19. Apr 2011 11:01
af Eiiki
Klárlega tölvan frá tölvutækni
Re: bestu kaupin
Sent: Þri 19. Apr 2011 11:07
af krissdadi
Sammála Tölvutækni er með flottustu græjuna
Besti ögjörfinn
o.fl
Re: bestu kaupin
Sent: Þri 19. Apr 2011 11:13
af Sverrirlyds
Aflgjafi: Antec EarthWatts 500W með hljóðlátri viftu
er þessi nóg þarf ekki min 700w, bara spurning.
Re: bestu kaupin
Sent: Þri 19. Apr 2011 11:15
af dori
Aflgjafinn er nóg (þeir myndu nú ekki selja tölvuna svona ef svo væri ekki) en hann er frekar tæpur svo að það er ekki pláss fyrir t.d. marga harða diska í viðbót.
Þessi tölva er sweet fyrir utan aflgjafann (og ég myndi vilja annað móðurborð) svo að aflgjafinn er eitthvað sem væri sniðugt að uppfæra sem fyrst. En það er alveg 20+ þúsund króna dæmi...
Re: bestu kaupin
Sent: Þri 19. Apr 2011 11:23
af ManiO
Væri ekki samt betri kostur að finna smá svigrúm fyrir 460 korti? 4000 krónu munur.
Re: bestu kaupin
Sent: Þri 19. Apr 2011 11:50
af mundivalur
Bara biðja þá um að setja þetta móðurborð
http://tolvutaekni.is/product_info.php? ... ts_id=1969og þennan aflgjafa
http://tolvutaekni.is/product_info.php? ... ts_id=1425Auka 7þ.kr
Getur líka fengið annan ódýrari turn til að jafna verðið -6þkr
http://tolvutaekni.is/product_info.php? ... ts_id=1796Annars eiga þeir að vera frábærir í Tölvutækin
Sjá hérHringja bara og segja fyrir hvað og hvað má kosta
Re: bestu kaupin
Sent: Þri 19. Apr 2011 12:34
af everdark
Vélin hjá Tölvutækni er fín, það væri samt sterkur leikur að bæta við 4þ kr og fá GTX460 í staðinn fyrir GTX550, sbr
http://www.bit-tech.net/hardware/graphi ... b-review/9Ég myndi einnig hafa áhyggjur af PSUinu, 500W eru fljót að fara ef menn eru að bæta við hörðum diskum, orkufrekari skjákortum osfv. Vönduð PSU geta enst mjög lengi og því er oft betra að borga aðeins meira og fá öflugra unit heldur en að þurfa að splæsa í nýtt eftir 1-2 ár.
Re: bestu kaupin
Sent: Þri 19. Apr 2011 13:09
af Sverrirlyds
já það er rétt Nvidia GeForce GTX 550 Ti 1GB er ekki að skora hátt .
og er ekki alveg hægt að treysta þeim að þeir selji manni það sem passar best saman..
en ekki bara dýra pakkan,sem kannski sumir myndu gera.þetta er alveg svakalegur frumskógur
Re: bestu kaupin
Sent: Þri 19. Apr 2011 13:22
af SolidFeather
Ég tæki eflaust tölvutækni vélina, mögulega með 4GB af minni og stærra skjákorti í staðinn ef peningar væru vandamál.
Annars er ekkert að þessum aflgjafa.
Re: bestu kaupin
Sent: Þri 19. Apr 2011 13:22
af everdark
Sverrirlyds skrifaði:já það er rétt Nvidia GeForce GTX 550 Ti 1GB er ekki að skora hátt .
og er ekki alveg hægt að treysta þeim að þeir selji manni það sem passar best saman..
en ekki bara dýra pakkan,sem kannski sumir myndu gera.þetta er alveg svakalegur frumskógur
Já, þetta er mikið vesen og margar breytur sem þarf að skoða. Svona pakkar eru eflaust settir saman með það í huga að hámarka framlegð seljanda, get t.d. ímyndað mér að Tölvutækni sé með háa framlegð á GTX550.
Re: bestu kaupin
Sent: Þri 19. Apr 2011 13:49
af Klemmi
everdark skrifaði:Sverrirlyds skrifaði:já það er rétt Nvidia GeForce GTX 550 Ti 1GB er ekki að skora hátt .
og er ekki alveg hægt að treysta þeim að þeir selji manni það sem passar best saman..
en ekki bara dýra pakkan,sem kannski sumir myndu gera.þetta er alveg svakalegur frumskógur
Já, þetta er mikið vesen og margar breytur sem þarf að skoða. Svona pakkar eru eflaust settir saman með það í huga að hámarka framlegð seljanda, get t.d. ímyndað mér að Tölvutækni sé með háa framlegð á GTX550.
Neimm því miður er ekki há framlegð á GTX550. Ástæðan fyrir því að við notum ekki GTX460 er sú að það er hætt í framleiðslu. Leiðindi þar sem það var meira spennandi kort en GTX550, viðurkenni það fúslega
Skrítið útspil hjá nVidia.
Varðandi móðurborðið að þá tekur þessi kassi bara við MicroATX móðurborðum svo það er minna úrval og er þetta helvíti skemmtilegt P67 MicroATX borð. En þetta er frábær kassi (samanber að ég er sjálfur með mína vél í svona kassa
)
Varðandi aflgjafann að þá er 500W aflgjafi og 500W aflgjafi ekki það sama.... Þessir gefa mjög mikið út á 12V spennunni sem er það sem skjákortinu og örgjörvarnir nota, sem eru orkufrekustu hlutirnir í tölvunni. Einnig eru þessir aflgjafar með "gamla" viftusysteminu, þ.e.a.s. lítilli en hljóðlátri viftu aftan í aflgjafanum, ekki stórri neðan á, en það viftusystem hentar betur í þessa kassa þar sem pláss fyrir ofan og neðan aflgjafann er lítið.
Þessi aflgjafi er því fullkominn fyrir ÞETTA system
Ef fólk vill gera breytingar á pakkanum þá að sjálfsögðu mælum við með réttum aflgjafa fyrir þann búnað, en eins og tilboðið er sett saman þá er þetta hentugasti aflgjafinn
Re: bestu kaupin
Sent: Þri 19. Apr 2011 14:11
af mundivalur
gott svar
Re: bestu kaupin
Sent: Þri 19. Apr 2011 14:39
af J1nX
Klemmi klikkar líka seint
Re: bestu kaupin
Sent: Þri 19. Apr 2011 14:46
af Sverrirlyds
en stóra spurningin er mig langar að gefa stráknum góða vél sem ræður við nýja leiki.
ekki gaman af gefa honum vél sem er að rembast við þetta nýjasta
Re: bestu kaupin
Sent: Þri 19. Apr 2011 15:00
af Klemmi
Sverrirlyds skrifaði:en stóra spurningin er mig langar að gefa stráknum góða vél sem ræður við nýja leiki.
ekki gaman af gefa honum vél sem er að rembast við þetta nýjasta
Þá myndi ég splæsa 17þús kalli aukalega í GTX 560
Aflgjafinn mun alveg standa undir því, sbr.
http://www.anandtech.com/show/4135/nvid ... -market/16Total system power consumption under load ~320...
Þá ertu kominn í alvöru leikjakort.
Re: bestu kaupin
Sent: Þri 19. Apr 2011 15:12
af Sverrirlyds
ok flott og takk fyrir það.ég kem svo til ykkar og fæ tilboð
hann ætlar að kaupa sér skjá 22" eða 24" ,lyklaborð og mús líka.