Síða 1 af 1
Nýjasta uppfærslan mín ....
Sent: Fös 15. Apr 2011 23:36
af bulldog
Jibbbíííí ..... þá get ég farið að uppfæra fleira en tölvuna mína. Skrapp í heyrnarmælingu í dag hjá
http://www.heyrn.is og það kom í ljós að ég þarf á heyrnartækjum að halda og fékk lánuð Alera heyrnartæki yfir páskanna. Þau eru reyndar rosalega nett en svona sett kostar 360 þús .... ( svipað og tölvan mín er komin í ) Hvað segiði er ekki spurning að gera unboxing þráð þegar þar að kemur

Re: Nýjasta uppfærslan mín ....
Sent: Fös 15. Apr 2011 23:43
af vidirz

vá!
Ertu farinn að missa heyrnina eitthvað mikið? Ég myndi prófa öll ráð um hvernig er hægt að bæta heyrnina, t.d. hvíla eyrun (ekki hlusta á tónlist sem dæmi) borða hollan mat

(veit annars ekkert hvort það hafi áhrif á heyrn en það hefur áhrif á heilsu), nema að þú sért orðinn 70ára+
áður en þú ferð að fjárfesta í 360þús króna stykki

Re: Nýjasta uppfærslan mín ....
Sent: Fös 15. Apr 2011 23:46
af bulldog
..... Ég varð 35 ára í fyrrdag .....

Re: Nýjasta uppfærslan mín ....
Sent: Lau 16. Apr 2011 00:12
af vidirz
hehe meinar

, þekki einn reyndar 46 ára sem er búinn að þurfa heyrnatæki síðan hann var 38-40 ára af því að það var einhver
fáviti sem gargaði í eyrað á honum þannig að hann er bara með 25% heyrn í því eyra í dag

.
Hann er líka búinn að vera að spá í svona heyrnatæki en hann vonast til þess að þau fari að lækka í verði á næstu árum.
Re: Nýjasta uppfærslan mín ....
Sent: Lau 16. Apr 2011 00:18
af bulldog
eina í þessu er hvað þetta er dýrt en það er rosalegur munur á lífsgæðum. Flott og góð þjónusta hjá þeim á Heyrn.is í Hlíðarsmáranum mæli með þeim ef þið þurfið að láta athuga í ykkur heyrnina.