Síða 1 af 1

Vandamál í W7, mörg furðuleg vandamál.

Sent: Fim 17. Mar 2011 01:50
af Danni V8
Sælir.

Vinur minn hringdi í mig og fékk mig til að kíkja á sig í kvöld þar sem að tölvan hans var eitthvað að bila. Það byrjaði þannig að hljóðið datt út, eða það var að minnsta kosti það fyrsta sem hann tók eftir. Ég kíkti á þetta og sá að samkvæmt Device Manager er allt í lagi með hljóðið í tölvunni, en samt gefur tölvan error þegar ég ýti á test takkann, poppar upp gluggi sem segir Failed to play sound og ekkert meir en það. Svo ég fór að gramsa í tölvunni og komst að því að fyrir utan hljóðið þá virka eftirfarandi fídusar ekki heldur:

Hægri klikk > Properties á Computer gerir ekki neitt.
Ekki hægt að fara í Uninstall a Program í Control Panel.
Network merkið í tray segir að það sé disconnected þrátt fyrir að netið virkar vel í tölvunni.
Ekki hæg að fara í Network and Sharing center.
System restore virkar ekki, kemur unknown error.
Repair af Windows disknum virkar ekki heldur "Windows could not retrieve information about the disks on this computer."

Fyrsta sem mér datt í hug var vírus svo ég spurði hann og komst að því að hann var ekki með vírusvörn í tölvunni. Þá fór ég og downloadaði og ætla að setja inn Microsoft Security Essentials en það var ekki hægt, kom Unknown error á það líka.

Þegar þangað var komið kláraðist tíminn sem ég hafði og ég þurfti að fara.

Talaði við hann áðan og hann setti inn Norton af disk sem hann á og update-aði virus defenitions og gerði bæði Full scan og Quick scan sem bæði enduðu með engum vírus, bara nokkrum harmless cookies.

Eruð þið með einhverjar hugmyndir varðandi hvað ég get prófað næst?

Þetta er Windows 7 Home Premium 64bit Retail (Genuine)

Re: Vandamál í W7, mörg furðuleg vandamál.

Sent: Fim 17. Mar 2011 02:15
af BjarniTS
Mitt næsta skref væri að keyra test á HDD.

Re: Vandamál í W7, mörg furðuleg vandamál.

Sent: Fim 17. Mar 2011 02:20
af Danni V8
BjarniTS skrifaði:Mitt næsta skref væri að keyra test á HDD.


Já, það gæti verið sterkur leikur. Eitthvað sérstakt forrit sem þú mælir með til að prófa HDD? Orðinn það gamall diskur að það kæmi mér ekki á óvart ef að hann væri farinn að klikka.

Re: Vandamál í W7, mörg furðuleg vandamál.

Sent: Fim 17. Mar 2011 04:23
af einarhr
Ég hef notað http://www.ultimatebootcd.com/ fyrir HDD test og minnistest.

Re: Vandamál í W7, mörg furðuleg vandamál.

Sent: Fim 17. Mar 2011 10:00
af Haxdal
Ef diskurinn væri að klikka þá myndi nú fleira en þetta hætta að virka, Virkar t.d. að spila einhverja intensive leiki eða forrit í vélinni ?.

Giska á vírus eða rootkit, myndi keyra Housecall og rootkit-buster.

http://housecall.trendmicro.com/
http://free.antivirus.com/rootkit-buster/

Og betra væri að keyra víruscheck af LiveCD, t.d. UBCD4WIN og splæsa inní imageið einhverja standalone vírusskanners.
http://www.ubcd4win.com/

eða better yet að ná bara í einhverja LiveCD lausn frá einhverju vírusvarnarfyrirtækinu.
t.d. http://www.avg.com/us-en/avg-rescue-cd
http://www.avira.com/en/support-download-avira-antivir-rescue-system

Gæti líka verið möguleiki að einhverjar skrár hafi corruptast í windowsnum, gætir bootað upp af windows disknum og farið í automatic system repair dótið til að verifya integrityið á þeim.

Re: Vandamál í W7, mörg furðuleg vandamál.

Sent: Fim 17. Mar 2011 11:47
af Danni V8
Haxdal skrifaði:Ef diskurinn væri að klikka þá myndi nú fleira en þetta hætta að virka, Virkar t.d. að spila einhverja intensive leiki eða forrit í vélinni ?.

Giska á vírus eða rootkit, myndi keyra Housecall og rootkit-buster.

http://housecall.trendmicro.com/
http://free.antivirus.com/rootkit-buster/

Og betra væri að keyra víruscheck af LiveCD, t.d. UBCD4WIN og splæsa inní imageið einhverja standalone vírusskanners.
http://www.ubcd4win.com/

eða better yet að ná bara í einhverja LiveCD lausn frá einhverju vírusvarnarfyrirtækinu.
t.d. http://www.avg.com/us-en/avg-rescue-cd
http://www.avira.com/en/support-download-avira-antivir-rescue-system

Gæti líka verið möguleiki að einhverjar skrár hafi corruptast í windowsnum, gætir bootað upp af windows disknum og farið í automatic system repair dótið til að verifya integrityið á þeim.


Takk fyrir þetta. Hef ekki talað við hann síðan í gær en ég gaf honum nokkrar leiðbeiningar til að fara eftir áður en ég sá þetta og það virðist sem þetta er vírus.

Ég lét hann opna msconfig og velja Diagnostic startup mode og keyra síðan víruscheck og þar fann hann miklu meira með scanninu. "Risks in compressed file "Justin_bieber_love_me.rar"" sendi hann mér á Steam í nótt. Hann var ss. að búa til geisladisk fyrir vinnuna og stelpurnar sem vinna með okkur komu með óskalög og þetta var eitt af þeim.

Síðan þegar hann keyrði í diagnostic mode þá gat hann troubleshoot-að vandamálið með hljóðið: "Problems found: Hardware changes might not have been detected. Detected."
En þetta var ekki hægt þar á undan, kom bara no problems found.

Svo það virðist allt vera á réttri leið við að finna lausn á þessu. Ætla að prófa allt þetta sem þú bentir á seinna í dag og læt vita hver árangurinn verður.

Re: Vandamál í W7, mörg furðuleg vandamál.

Sent: Fim 17. Mar 2011 18:20
af Haxdal
Danni V8 skrifaði: "Risks in compressed file "Justin_bieber_love_me.rar"" sendi hann mér á Steam í nótt. Hann var ss. að búa til geisladisk fyrir vinnuna og stelpurnar sem vinna með okkur komu með óskalög og þetta var eitt af þeim.


Protip fyrir félaga þinn, ef hann er að leita að tónlist á netinu þá er regla 1.2.3 og 4 að ná ekki í eitthvað sem er inní pakkaðri skrá (rar, zip, 7z etc.) og ekki snerta neitt sem heitir .exe :)
Myndi giska að í 95% tilvika þá er um að ræða vírus, spyware eða rootkit og það er ekkert lag þess virði að taka sénsinn á þessum 5%

Re: Vandamál í W7, mörg furðuleg vandamál.

Sent: Fim 17. Mar 2011 19:39
af biturk
vírus er það sem er í gangi í þessari tölvu =D>

nú er bara að finna hvaða vírus það er, hvaða gerð og hvernig þú ætlar að eiða honum \:D/

Re: Vandamál í W7, mörg furðuleg vandamál.

Sent: Fim 17. Mar 2011 20:02
af lukkuláki
Strauja bara og voila :)

það er svo einfalt með W7

Re: Vandamál í W7, mörg furðuleg vandamál.

Sent: Fim 17. Mar 2011 20:25
af alu
Format C:\ bro

Re: Vandamál í W7, mörg furðuleg vandamál.

Sent: Fim 17. Mar 2011 22:17
af Daz
Skjótið þið vini ykkar í hausinn þegar þeir fá flensu? (Format + reinstall??)

Afhverju mæla svona rosalega margir með format við minnsta vírus, en fáir benda á Anti-virus boot cds og aðrar eðlilegar meðhöndlanir?

Re: Vandamál í W7, mörg furðuleg vandamál.

Sent: Fim 17. Mar 2011 22:25
af Ingi90
Daz skrifaði:Skjótið þið vini ykkar í hausinn þegar þeir fá flensu? (Format + reinstall??)

Afhverju mæla svona rosalega margir með format við minnsta vírus, en fáir benda á Anti-virus boot cds og aðrar eðlilegar meðhöndlanir?


Mögnuð samlýking :happy

Re: Vandamál í W7, mörg furðuleg vandamál.

Sent: Fim 17. Mar 2011 22:27
af biturk
Daz skrifaði:Skjótið þið vini ykkar í hausinn þegar þeir fá flensu? (Format + reinstall??)

Afhverju mæla svona rosalega margir með format við minnsta vírus, en fáir benda á Anti-virus boot cds og aðrar eðlilegar meðhöndlanir?



hjérna.......hvernig reinstallarðu þegar þú ert búinn að skjóta félagann í hausinn....

ég skaut sindra félaga áðan og mér gengur ekkert að installa aftur, er farinn að halda að ég hafi skotið hann vitlaust #-o

Re: Vandamál í W7, mörg furðuleg vandamál.

Sent: Fim 17. Mar 2011 22:31
af Daz
biturk skrifaði:
Daz skrifaði:Skjótið þið vini ykkar í hausinn þegar þeir fá flensu? (Format + reinstall??)

Afhverju mæla svona rosalega margir með format við minnsta vírus, en fáir benda á Anti-virus boot cds og aðrar eðlilegar meðhöndlanir?



hjérna.......hvernig reinstallarðu þegar þú ert búinn að skjóta félagann í hausinn....

ég skaut sindra félaga áðan og mér gengur ekkert að installa aftur, er farinn að halda að ég hafi skotið hann vitlaust #-o


Prófaðu að setja W7 á USB lykil og stinga upp í hann?

Format+Reinstall er augljóslega nákvæmlega það sama og skjóta vin sinn og finna nýjan!

Re: Vandamál í W7, mörg furðuleg vandamál.

Sent: Fim 17. Mar 2011 22:31
af alu
Daz skrifaði:Skjótið þið vini ykkar í hausinn þegar þeir fá flensu? (Format + reinstall??)

Afhverju mæla svona rosalega margir með format við minnsta vírus, en fáir benda á Anti-virus boot cds og aðrar eðlilegar meðhöndlanir?

Það er í tísku.

Re: Vandamál í W7, mörg furðuleg vandamál.

Sent: Fim 17. Mar 2011 22:47
af lukkuláki
Einfalt.
Það er fljótlegasta og einfaldasta leiðin til að losna við alla vírusa á einu bretti og tölvan verður þrælgóð á eftir.
Vírushreinsun tekur oft mikinn tíma og vélin verður jafnvel aldrei almennileg þó þú hendir vírusunum og lagir kerfið eins og þú getur.

Re: Vandamál í W7, mörg furðuleg vandamál.

Sent: Fim 17. Mar 2011 22:53
af AntiTrust
lukkuláki skrifaði:Einfalt.
Það er fljótlegasta og einfaldasta leiðin til að losna við alla vírusa á einu bretti og tölvan verður þrælgóð á eftir.
Vírushreinsun tekur oft mikinn tíma og vélin verður jafnvel aldrei almennileg þó þú hendir vírusunum og lagir kerfið eins og þú getur.


Nákvæmlega. Ég er jafnlengi eða styttri tíma að ghosta image-i aftur á vélina eða keyra clean install með PXE (þæginlegast - í - heimi) heldur en að keyra þessi 1-3 forrit Full Scan sem þarf til að "kannski" ná öllu út.

Re: Vandamál í W7, mörg furðuleg vandamál.

Sent: Fim 17. Mar 2011 22:54
af Daz
lukkuláki skrifaði:Einfalt.
Það er fljótlegasta og einfaldasta leiðin til að losna við alla vírusa á einu bretti og tölvan verður þrælgóð á eftir.
Vírushreinsun tekur oft mikinn tíma og vélin verður jafnvel aldrei almennileg þó þú hendir vírusunum og lagir kerfið eins og þú getur.


Þú missir líka öll gögn, stillingar og uppsett forrit. Reynum ekki að halda því fram að format+reinstall sé 10 mínútna verk. Þessvegna er sá tími sem fer í að setja upp backup lausnir og vírusvarnir aldrei tími illa nýttur.

AntiTrust skrifaði:Nákvæmlega. Ég er jafnlengi eða styttri tíma að ghosta image-i aftur á vélina eða keyra clean install með PXE (þæginlegast - í - heimi) heldur en að keyra þessi 1-3 forrit Full Scan sem þarf til að "kannski" ná öllu út.


Fólk sem getur framkvæmt svona er nú venjulega ekki fólkið sem fær vírusa, það er svolítið málið. (S.s. þeir sem fá vírusa eru venjulega ekki með almennilega backup/yfirleitt með stýrikerfisdiska við höndina).

Re: Vandamál í W7, mörg furðuleg vandamál.

Sent: Fim 17. Mar 2011 22:59
af Kölski
Haxdal skrifaði:
Danni V8 skrifaði: "Risks in compressed file "Justin_bieber_love_me.rar"" sendi hann mér á Steam í nótt. Hann var ss. að búa til geisladisk fyrir vinnuna og stelpurnar sem vinna með okkur komu með óskalög og þetta var eitt af þeim.


Protip fyrir félaga þinn, ef hann er að leita að tónlist á netinu þá er regla 1.2.3 og 4 að ná ekki í eitthvað sem er inní pakkaðri skrá (rar, zip, 7z etc.) og ekki snerta neitt sem heitir .exe :)
Myndi giska að í 95% tilvika þá er um að ræða vírus, spyware eða rootkit og það er ekkert lag þess virði að taka sénsinn á þessum 5%


Ég er vinurinn sem minnst er á í þessum pósti og já, ég veit ég á ekki að downloada lögum á .rar, .zip eða, god forbid, .exe formöttum. Ég veit ekki alveg hvernig mér tókst að ná í þennan file, ætli áhuginn og einbeitingin hafi nokkuð verið til staðar þegar ég var að sækja lögin fyrir þennan disk fyrir stelpurnar. En ég opnaði samt aldrei fileinn eða gerði nokkuð með hann, skiptir það kannski engu máli?
Annars er ég farinn að hallast að því að formatta bara og setja upp vírusvörn áður en allt fer í hundana. Ég klikkaði víst á því í þetta skiptið. =(

Ég þakka samt kærlega fyrir allar uppástungurnar, þó þær hafi ekki borið þann árangur sem vonast var eftir.

Re: Vandamál í W7, mörg furðuleg vandamál.

Sent: Fim 17. Mar 2011 23:03
af Black
Daz skrifaði:
lukkuláki skrifaði:Einfalt.
Það er fljótlegasta og einfaldasta leiðin til að losna við alla vírusa á einu bretti og tölvan verður þrælgóð á eftir.
Vírushreinsun tekur oft mikinn tíma og vélin verður jafnvel aldrei almennileg þó þú hendir vírusunum og lagir kerfið eins og þú getur.


Þú missir líka öll gögn, stillingar og uppsett forrit. Reynum ekki að halda því fram að format+reinstall sé 10 mínútna verk. Þessvegna er sá tími sem fer í að setja upp backup lausnir og vírusvarnir aldrei tími illa nýttur.

AntiTrust skrifaði:Nákvæmlega. Ég er jafnlengi eða styttri tíma að ghosta image-i aftur á vélina eða keyra clean install með PXE (þæginlegast - í - heimi) heldur en að keyra þessi 1-3 forrit Full Scan sem þarf til að "kannski" ná öllu út.


Fólk sem getur framkvæmt svona er nú venjulega ekki fólkið sem fær vírusa, það er svolítið málið. (S.s. þeir sem fá vírusa eru venjulega ekki með almennilega backup/yfirleitt með stýrikerfisdiska við höndina).


Það tekur bara 10min, :)

Re: Vandamál í W7, mörg furðuleg vandamál.

Sent: Fim 17. Mar 2011 23:05
af dori
Black skrifaði:
Daz skrifaði:Þú missir líka öll gögn, stillingar og uppsett forrit. Reynum ekki að halda því fram að format+reinstall sé 10 mínútna verk. Þessvegna er sá tími sem fer í að setja upp backup lausnir og vírusvarnir aldrei tími illa nýttur.

Það tekur bara 10min, :)
Það fer algjörlega eftir því hvað þú ert með uppsett. Sum þróunarumhverfi getur verið ferlegt pain að setja upp og stilla "rétt".

Re: Vandamál í W7, mörg furðuleg vandamál.

Sent: Fim 17. Mar 2011 23:11
af lukkuláki
Daz skrifaði:
lukkuláki skrifaði:Einfalt.
Það er fljótlegasta og einfaldasta leiðin til að losna við alla vírusa á einu bretti og tölvan verður þrælgóð á eftir.
Vírushreinsun tekur oft mikinn tíma og vélin verður jafnvel aldrei almennileg þó þú hendir vírusunum og lagir kerfið eins og þú getur.


Þú missir líka öll gögn, stillingar og uppsett forrit. Reynum ekki að halda því fram að format+reinstall sé 10 mínútna verk. Þessvegna er sá tími sem fer í að setja upp backup lausnir og vírusvarnir aldrei tími illa nýttur.

AntiTrust skrifaði:Nákvæmlega. Ég er jafnlengi eða styttri tíma að ghosta image-i aftur á vélina eða keyra clean install með PXE (þæginlegast - í - heimi) heldur en að keyra þessi 1-3 forrit Full Scan sem þarf til að "kannski" ná öllu út.


Fólk sem getur framkvæmt svona er nú venjulega ekki fólkið sem fær vírusa, það er svolítið málið. (S.s. þeir sem fá vírusa eru venjulega ekki með almennilega backup/yfirleitt með stýrikerfisdiska við höndina).



Daz ... Þú gerir allt of mikið úr þessu ertu ennþá að nota XP ?
Ertu virkilega ekki búinn að prófa Windows Easy Transfer í Windows 7
Algjör snilld.
Auðvitað þarf að setja upp forritin aftur en come on honum var nær :)

Re: Vandamál í W7, mörg furðuleg vandamál.

Sent: Fim 17. Mar 2011 23:14
af lukkuláki
dori skrifaði:
Black skrifaði:
Daz skrifaði:Þú missir líka öll gögn, stillingar og uppsett forrit. Reynum ekki að halda því fram að format+reinstall sé 10 mínútna verk. Þessvegna er sá tími sem fer í að setja upp backup lausnir og vírusvarnir aldrei tími illa nýttur.

Það tekur bara 10min, :)
Það fer algjörlega eftir því hvað þú ert með uppsett. Sum þróunarumhverfi getur verið ferlegt pain að setja upp og stilla "rétt".



Já já við skulum gera ráð fyrir því að notandinn sé að nota "þróunarumhverfi"
Í einstaka tilfellum þá er nauðsynlegt að hreinsa vísusa úr tölvum.
Ég lendi alveg í því í minni vinnu en ég geri ekki ráð fyrir því að þetta sé þannig tilfelli hérna á vaktinni.

Re: Vandamál í W7, mörg furðuleg vandamál.

Sent: Fös 18. Mar 2011 00:51
af Danni V8
Jæja það er komin lausn. Það dugaði að boota af Windows disknum og gera System restore þar til 15. mars þaðan. Ef það var vírus, sem ég geri fastlega ráð fyrir, þá hefur hann ekki verið kominn í gang þegar maður bootar af disknum enda stýrikerfið ekki búið að ræsa sig. Enginn vírus í tölvunni núna (eða allavega engin ummerki) og hann setti upp vírusvörn til að koma í veg fyrir endurtekin atvik í framtíðinni.

En ég veit ekki hvað hann var að spá að ná í lag í .rar skrá. Ég hafði meiri trú á honum en þetta :face