Síða 1 af 1

Tips varðandi nýtt Plasma

Sent: Lau 05. Mar 2011 13:34
af REX
Finnst eins og ég hafi lesið hérna inná einhversstaðar að þú færir betur með glænýja Plasma sjónvarpið þitt ef þú stilltir/spilaðir vissa hluti í því svona fyrst um sinn.

Góð tips varðandi þetta mál væru vel þegin.

Re: Tips varðandi nýtt Plasma

Sent: Sun 06. Mar 2011 10:28
af REX
Contrast í 50% eða neðar fyrstu ca 100 tímana og ekki spila sjónvarpsstöðvar með logo-inu upp í horninu of lengi. Ekki satt? Meira en þetta?

Re: Tips varðandi nýtt Plasma

Sent: Sun 06. Mar 2011 10:39
af AndriKarl
Smá lesning.
http://samsungplasmatvfaq.com/index.php ... reak-in.3F" onclick="window.open(this.href);return false;

Re: Tips varðandi nýtt Plasma

Sent: Sun 06. Mar 2011 11:06
af REX
Break In DVD, eru menn enn að nota þetta í nýlegum tækjum? Spila þetta á nóttinni og svona. Var ekki ráðlagt að nota break in aðferð sem þessa í kringum 2004-2006 eða er aldrei of varlega farið í Plasmanum?

Re: Tips varðandi nýtt Plasma

Sent: Sun 06. Mar 2011 16:00
af Hörde
Ég myndi ekki lesa of mikið úr þessu. Sjálfur henti ég einhverjum break in slideum sem ég fann á AVSforum á USB kubb og keyrði á meðan ég var í vinnunni en ég held að það hafi verið óþarfi. Ég myndi bara keyra einhverja bíómynd á repeat yfir nóttina (passa að hafa hana í fullscreen og án bordera) til að refresha pixlana ef þú hefur t.d. verið að spila tölvuleiki á sjónvarpinu. Fyrstu vikurnar sá ég örlítið image retention í G20 tækinu mínu (og keyrði bíómyndir á næturnar) en það er löngu hætt að gerast.

Þetta veltur þó allt á því hvaða picture mode þú ert með í gangi. Ég myndi forðast að nota þessi björtustu (t.d. 'dynamic') og nota THX a.m.k. fyrstu vikurnar. THX er hvort eð er langbesta stillingin og ég nota hinar ekki neitt.

Re: Tips varðandi nýtt Plasma

Sent: Sun 06. Mar 2011 16:38
af REX
Já ok