Síða 1 af 1

harði diskurinn hruninn ?

Sent: Fös 04. Mar 2011 13:57
af Fallout
Sælir félagar,

skóla fartölvan mín : 4 ára Acer Aspire 5630 http://computershopper.com/laptops/reviews/acer-aspire-5630

hafði þann ósið að blue screena (af og til) þegar ég hef verið að nota hin ýmsu forrit (t.d power point, visual studio) en ég hef ekkert pælt mikið í því ég hélt hún væri bara gömul og ekki að höndla þessi forrit, ræsti hana bara aftur og allt í góðu.

Svo fyrir stuttu byrjaði hún að krassa þegar ég ræsti windows'ið (eftir að hafa lent í blue screen) semsag þegar ég ræsti hana (líka í safe mode) kom bara annar blue screen!

En þarsem ég var líka með linux ubuntu stýrikerfi á henni þá gat ég ræst hana með því og linuxinn hreinsaði allt windows "ruslið" úr cache og þannig gat ég komist aftur inní windows'ið... þangaðtil í gær þegar linuxinn krassaði við að ræsa sig :catgotmyballs

ég reif úr henni harða diskinn og náði að færa öll gögnin mín yfir á borðtölvuna, en hvað haldið þið ? er þetta bara harðidiskurinn eða jafnvel eitthvað meira ?

Re: harði diskurinn hruninn ?

Sent: Fös 04. Mar 2011 14:00
af beggi90
Harði diskurinn eða vinnsluminnið myndi ég giska á.
Náðu þér í "Hirens boot cd" og keyrðu hard disk test og memtest.

Re: harði diskurinn hruninn ?

Sent: Fös 04. Mar 2011 14:36
af Fallout
ég er að ná í Hirens Boot CD 10.2 en hvað gerir það náhvæmlega ? :megasmile lagar hann ónýta fila í stýrikerfinu ?

og eru vinnslu minni að eyðileggjast ? hélt þaug væru með lífstíma ábyrð :?:

Re: harði diskurinn hruninn ?

Sent: Fös 04. Mar 2011 14:57
af beggi90
Fallout skrifaði:ég er að ná í Hirens Boot CD 10.2 en hvað gerir það náhvæmlega ? :megasmile lagar hann ónýta fila í stýrikerfinu ?

og eru vinnslu minni að eyðileggjast ? hélt þaug væru með lífstíma ábyrð :?:


Bootar upp af þessum disk, hann er með allskonar þægileg forrit sem hjálpa við ýmislegt.
Velur Dos programs og testing tools ef ég man rétt til að komast í memtest.

Vinnsluminni bila eins og allt annað því miður.
Mér finnst ólíklegt að þetta sé beint stýrikerfisfail þar sem bæði linux og windows frusu.
Til að laga ónýta file-a í stýrikerfinu notarðu windows diskinn.

Re: harði diskurinn hruninn ?

Sent: Fös 04. Mar 2011 15:46
af Fallout
ahh okey, þá prófa ég þennan boot disk - takk fyrir :D

Re: harði diskurinn hruninn ?

Sent: Fös 18. Mar 2011 10:57
af Fallout
beggi90 skrifaði:Harði diskurinn eða vinnsluminnið myndi ég giska á.
Náðu þér í "Hirens boot cd" og keyrðu hard disk test og memtest.


10 stig handa þér beggi90! Tölvan virkar fínt núna (aðeins hægari en ræsir sig allavegna) án þess að hafa notað Hirens, en hinsvegar þá er annar minniskubburinn dauður :thumbsd

er einhver hér sem á 1gb ddr2 (ekki meira en 667 mhz) í fartölvu og er til í að selja ? :megasmile

Re: harði diskurinn hruninn ?

Sent: Fös 18. Mar 2011 11:05
af AntiTrust
Fallout skrifaði:er einhver hér sem á 1gb ddr2 (ekki meira en 667 mhz) í fartölvu og er til í að selja ? :megasmile


Líklega allt í góðu þótt að kubburinn sé 800, hann klukkar sig bara niður í sama hraða og lægra minnið.

Re: harði diskurinn hruninn ?

Sent: Fös 18. Mar 2011 11:53
af Fallout
var að skoða hana með pc wizard 2010 og sá þar að móðurborðið stiðji ekki meira en 667mhz :D

Chipset : Intel i945GM/GME

RAM max. Support : DDR2 (667MHz)

Re: harði diskurinn hruninn ?

Sent: Fös 18. Mar 2011 12:44
af Nekeroz
Fallout skrifaði:var að skoða hana með pc wizard 2010 og sá þar að móðurborðið stiðji ekki meira en 667mhz :D

Chipset : Intel i945GM/GME

RAM max. Support : DDR2 (667MHz)


eins og AntiTrust sagði þá mun móðurborði keyra 800mhz minnið á 667mhz og allt verður í góðu