Síða 1 af 1
Ný ábyrgð?
Sent: Sun 27. Feb 2011 00:59
af stjani11
Ég var að lesa þessa grein
http://www.ruv.is/frettaskyringar/5-ara ... um-taekjum" onclick="window.open(this.href);return false; og tók eftir þessu
Þá þurfa neytendur að vita að þegar skipt er um hlut vegna viðgerðar má ekki stytta ábyrgðartímann á hlutnum. Friðgeir Björnsson, formaður kærunefndarinar, segir að þegar til dæmis nýr tölvuskjár hefur verið settur í fartölvu byrji nýr ábyrðartími á skjánum. Nýr tveggja eða eftir atvikum fimm ára kvörtunarfrestur.
Getur einhver bent mér á það hvar í lögunum þetta stendur. Er þetta alveg pottþétt rétt? Ég er nefnilega með skjákort sem ég fékk eftir að annað skjákort dó og það nýja dó svo í síðasta mánuði. Ég fékk seinna kortið viku áður en ábyrgðin á fyrra rann út og hélt að ég hefði þess vegna bara 1 viku af ábyrgð á því nýja.
Btw. kvörtunarfrestur = ábyrgð
Re: Ný ábyrgð?
Sent: Sun 27. Feb 2011 01:42
af hsm
Þú átt að fá nýja ábyrgð á nýum hlut. Skiftir ekki máli hvort að skjákortið þitt hafi verið 23 mánaða gamalt, ef þú hefur fengið því skift út fyrir nýtt er ný ábyrgð.
Re: Ný ábyrgð?
Sent: Sun 27. Feb 2011 01:51
af Skaribj
Sæll vertu,
Ég er nokkuð viss um að þetta sem þarna kemur fram sé rétt. Ef að skipt er um hlut í tölvunni þinni vegna ábyrgðaskilmála þ.e. lögbundinnar 2 ára ábyrgðar þá endurnýjast ábyrgðin á þessum tiltekna hlut en ekki á tölvunni.
Það er tveggja ára ábyrgð á flestu sem keypt er og fimm ára ábyrgð er á hlutum sem sannanlega eru gerðir til að endast lengur en fimm ár. Ég held að íslendingar hafi orðið að taka upp þessi lög frá Evrópu vegna aðildar sinnar að Evrópska efnahagssvæðinu. Eftir það þessi lög voru sett í Evrópu þá hættu margir framleiðendur ódýrra raftækja sérstaklega að nefna nokkuð um mögulegan líftíma vörunnar í kynningarbæklingum.
Það þarf að hafa í huga að þessi ábyrgð á einungis við þegar hægt ef að rekja bilun tækja til framleiðslugalla. Það má síðan velta því fyrir sér hvaða bilanir það eru. Er það ef að einn harður diskur af 1000 hættir að virka á öðrum degi eftir að þú kaupir hann eða ef að 1000 diskar í sömu sendingu bila allir eins?
Það er ágætt að hafa það í huga þegar maður selur eitthvað hér á Vaktinni að það getur verið að seljandi sé í raun ábyrgur samkvæmt sömu lögum. Jafnvel þó að um endursölu sé að ræða. Þó held ég að það sé nokkuð langsótt þegar tölvuhlutir eiga í hlut.
Kv. Skari
Re: Ný ábyrgð?
Sent: Sun 27. Feb 2011 02:40
af snaeji
Semsagt ef ég ætti fartölvu sem skipt hefði verið um skjákort í vegna ábyrgðar.
Tölvan dottin úr ábyrgð viku seinna, þá ætti að vera ábyrgð á skjákortinu í 2 ár frá skiptingu ?
Veit að það fara ekki öll tölvufyrirtæki eftir þessu en er þetta allveg pottþétt ?
/edit: fartölvu
Re: Ný ábyrgð?
Sent: Sun 27. Feb 2011 09:23
af Hargo
snaeji skrifaði:Semsagt ef ég ætti fartölvu sem skipt hefði verið um skjákort í vegna ábyrgðar.
Tölvan dottin úr ábyrgð viku seinna, þá ætti að vera ábyrgð á skjákortinu í 2 ár frá skiptingu ?
Veit að það fara ekki öll tölvufyrirtæki eftir þessu en er þetta allveg pottþétt ?
/edit: fartölvu
Já þetta er alveg pottþétt. Öll tölvufyrirtæki verða að fara eftir þessu, er í lögunum.
Re: Ný ábyrgð?
Sent: Sun 27. Feb 2011 22:09
af snaeji
Takk fyrir upplýsingarnar.
Frekar fáránlegt að ég hafi verið að tala við ónefnt tölvuviðgerðarfyrirtæki sem hefur verið umdeilt hérna undanfarið og þeir þvertóku fyrir að nýtt ábyrgðartímabil tæki við af hlut sem skipt hefði verið um vegna ábyrgðar. Þeir sögðu að ef ég skipti um það núna eftir ábyrgðartíma vélarinnar (en innan 2 ára frá skjákorts skiptingu vegna ábyrgðar) þá fengi ég 2 ára ábyrgð á kortið en þyrfti að borga fyrir það. (70 þúsund+ btw).
Re: Ný ábyrgð?
Sent: Sun 27. Feb 2011 23:13
af braudrist
Held að þér sé alveg óhætt að nefna fyrirtækið, líka gott fyrir aðra að vita hvaða fyrirtæki þetta er svona til að hafa varann á. Svo kannski sjá þeir þennan póst og svara fyrir sig.
Re: Ný ábyrgð?
Sent: Sun 27. Feb 2011 23:17
af Gúrú
Skaribj skrifaði:Það er ágætt að hafa það í huga þegar maður selur eitthvað hér á Vaktinni að það getur verið að seljandi sé í raun ábyrgur samkvæmt sömu lögum. Jafnvel þó að um endursölu sé að ræða. Þó held ég að það sé nokkuð langsótt þegar tölvuhlutir eiga í hlut.
Nefndu hlut þar sem að það er ekki vægast sagt langsótt að endurseljandi beri ábyrgð fyrir lögum að ábyrgjast vöruna í 2/5 ár?
Nefndu hlut þar sem að það væri ekki kjánalegt?
Lausafjárkaup != kaup,
en vissulega eru til atvik þar sem að fólk er t.d. að
flytja inn reyna að okra á
hlutum sem að það flutti inn og er þar með að hafa atvinnu af því = kaup.
Re: Ný ábyrgð?
Sent: Mán 28. Feb 2011 01:08
af rapport
Skaribj skrifaði:Sæll vertu,
Ég er nokkuð viss um að þetta sem þarna kemur fram sé rétt. Ef að skipt er um hlut í tölvunni þinni vegna ábyrgðaskilmála þ.e. lögbundinnar 2 ára ábyrgðar þá endurnýjast ábyrgðin á þessum tiltekna hlut en ekki á tölvunni.
Það er tveggja ára ábyrgð á flestu sem keypt er og fimm ára ábyrgð er á hlutum sem sannanlega eru gerðir til að endast lengur en fimm ár. (sannarlega lengur en tvö ár) Ég held að íslendingar hafi orðið að taka upp þessi lög frá Evrópu vegna aðildar sinnar að Evrópska efnahagssvæðinu. Eftir það þessi lög voru sett í Evrópu þá hættu margir framleiðendur ódýrra raftækja sérstaklega að nefna nokkuð um mögulegan líftíma vörunnar í kynningarbæklingum.
Það þarf að hafa í huga að þessi ábyrgð á einungis við þegar
hægt ef að rekja bilun tækja til framleiðslugalla. Nei, fyrstu 6 mánuðina er það ábyrgð seljanda að sanna að EKKI sé um framleiðslugalla, restina af ábyrgðatímanum er það kaupanda að sýna að það sé tækið sem hafi verið gallað á einhvern hátt Það má síðan velta því fyrir sér hvaða bilanir það eru. Er það ef að einn harður diskur af 1000 hættir að virka á öðrum degi eftir að þú kaupir hann eða ef að 1000 diskar í sömu sendingu bila allir eins?
Skiptir ekki máli, ef HDD bilar á innan við tveim árum þá er hann í ábyrgð enda raftæki og seljandi getur ekki sýnt fram á ranga notkun á disknum. (2 ár)
Það er ágætt að hafa það í huga þegar maður selur eitthvað hér á Vaktinni að það getur verið að seljandi sé í raun ábyrgur samkvæmt sömu lögum. Jafnvel þó að um endursölu sé að ræða. Þó held ég að það sé nokkuð langsótt þegar tölvuhlutir eiga í hlut.
Nei, til að ábyrgð sé gefin þá verður að selja nýjan eða standsettan hlut í reikningsviðskiptum = VSK + bókhald/nóta/reikningur.
Kv. Skari
Þessi "auka" ábyrgð á íhlutum sem skipt er um er vegna þess að ábyrgðin er a.m.k.
2 ár frá afhendingu...
Það er aðal atriðið, hversu langt er síðan "áhættuskipti" fóru fram.
t.d. ef fólk verslar við buy.is þá gildir ábyrgðin ekki frá deginum sem það var pantað og stendur á reikningnum, heldur gildir dagss. afhendingar s.s. hvenær fólk fékk tækið í hendurnar og yfirtók áhættuna sem að tækinu steðjar = fékk tækið afhent.
Re: Ný ábyrgð?
Sent: Þri 01. Mar 2011 14:46
af Skaribj
Ég þakka þér fyrir rapport að fara yfir þetta hjá mér og leiðrétta þar sem það á við en mér þætti vænt um að þú gerðir það á annan hátt. Ekki skrifa ofan í minn texta.
Það er orðið svo langt síðan ég þurfti að kynna mér sérstaklega umrædd lög en þegar þau voru gerð var í raun verið að uppfæra eldri lög til að samræma þau lögum ESB. Ég sótti nokkra fundi á sínum tíma þar sem farið var yfir áhrif laganna fyrir verslunina í landinu.
Það er mjög gott mál ef að einhver nennir að leggjast yfir umrædd lög og taka út þá punkta sem skipta okkur neytendur og tölvunörda mestu máli. Það má síðan setja þá inn á heimasíðu Vaktarinnar þar sem gott er að nálgast umræddar upplýsingar.
Kv. Skari
Re: Ný ábyrgð?
Sent: Fös 15. Jan 2016 14:06
af BrynjarD
Þetta er því alveg pottþétt? Að ný ábyrgð hefjist? Getur einhver bent mér á þetta í lagatexta?
Er t.d. með iPhone sem var skipt út vegna galla. Fékk nýjan og eru 2 ár síðan núna í maí. Þessi bilaði hinsvegar einnig og segja Nova að ábyrgðin sé runnin út þar sem hún hefjist frá fyrstu kaupum.
Re: Ný ábyrgð?
Sent: Fös 15. Jan 2016 15:59
af DJOli
Ég vil bara benda öllum sem eru í nokkrum vafa, á það að hafa samband við neytendasamtökin. Þau leiða þig í gegnum þetta ferli, og ganga úr skugga um að rétti þínum sem neytanda sé framfylgt.
BrynjarD, það er verið að reyna að ríða þér.
Ef tækið er ekki orðið 2 ára þegar það bilar
þá áttu rétt á nýju tæki, og ábyrgðin endurnýjast (núllstillist).
Re: Ný ábyrgð?
Sent: Fös 15. Jan 2016 17:03
af Steini B
Ég lenti í því að heimabíómagnarinn minn dó rétt áður en ábyrgðin var búin - keyptur í Elko
Fékk nýjan og hann tók það sérstaklega fram að sá nýji væri með 2ára ábyrgð

Re: Ný ábyrgð?
Sent: Mið 20. Jan 2016 16:03
af BrynjarD
DJOli skrifaði:BrynjarD, það er verið að reyna að ríða þér.
Ef tækið er ekki orðið 2 ára þegar það bilar
þá áttu rétt á nýju tæki, og ábyrgðin endurnýjast (núllstillist).
Þau eru ekki sammála þessu

Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Hún tók dæmi um ef tækið bilar þegar 3 dagar eru eftir af ábyrgð, þá færðu nýjan síma með 3 mánaða ábyrgð (+3 dagar), en ábyrgðin nústillist aldrei. Sem mér finnst alveg rökrétt...
Ég hreinlega finn voða lítið um þetta þannig ég ákvað að senda fyrirspurn á Neytandastofu og bíð núna eftir svari.
Re: Ný ábyrgð?
Sent: Mið 20. Jan 2016 20:19
af bigggan
Held að nánast öll raftæki nema rafhlöður eiga að vera með 5 ára ábyrgð. I Noregi með sömu reglurnar og hérna (með þetta loðna orðtak " ef hlutur á að endast lengur en 2 ár" þá for þetta i dómskerfinu og þar var úrskurðað að öll raftæki eiga að endast lengur en 2 ár. simar, eldhústæki, sjónvörp og svo framvegis.
Re: Ný ábyrgð?
Sent: Mið 20. Jan 2016 20:51
af chaplin
@ByrnjarD: Það er bara rangt. Ef það er skipt um íhlut er ný ábyrgð á hlutnum sem var skipt um. Ef það þarf að skipta vörunni út (t.d. iPhone) að þá er ný 2 ára lögbundin ábyrgð á símanum.
@biggan: Á hvítum raftækjum eru oftast +5 ára ábyrgð. Á öðrum raftækjum er eingöngu 2 ára lögbundin ábyrgð. Sum fyrirtæki bjóða upp á lengri ábyrgðartíma, t.d. er oftast lífstíðarábyrggð á vinnsluminnum. Rafhlöður eru með 1 árs ábyrgð.
Re: Ný ábyrgð?
Sent: Fim 21. Jan 2016 00:15
af mercury
Hvad attu vid med hvitum raftækjum ?
Re: Ný ábyrgð?
Sent: Fim 21. Jan 2016 07:34
af audiophile
mercury skrifaði:Hvad attu vid med hvitum raftækjum ?
Þvottavélar, þurrkarar, ísskápar osfv.
Re: Ný ábyrgð?
Sent: Fim 21. Jan 2016 09:20
af KermitTheFrog
Það er náttúrulega engan veginn rökrétt að verslun sem lætur nýtt eintak af vöru í útskiptum fyrir gallaða skerði ábyrgðina á nýju vörunni. Því verslunin hefði jú getað selt vöruna og þá með 2ja ára ábyrgð.
En í mörgum tilfellum reyna verslanir að komast upp með að láta refurbished tæki í útskiptum og þá er þeirra kvörtunarréttur til birgja/framleiðanda oft minni eða enginn.
Steini B skrifaði:Ég lenti í því að heimabíómagnarinn minn dó rétt áður en ábyrgðin var búin - keyptur í Elko
Fékk nýjan og hann tók það sérstaklega fram að sá nýji væri með 2ára ábyrgð

Ég hef lítið verslað við Elko, en af því sem mér sýnist þá eru þeir virkilega on top hvað varðar sanngirni við neytendur.
Re: Ný ábyrgð?
Sent: Fim 21. Jan 2016 10:52
af BrynjarD
Fékk þetta svar frá Neytendastofu.
Neytandastofa skrifaði:Við nýja afhendingu vegna galla þá byrjar ábyrgðarfresturinn að líða upp á nýtt. Síminn ætti því að vera í ábyrgð.
Um kaupin gilda lög um neytendakaup nr. 48/2003 og þú getur farið fyrir kærunefnd lausafjár og þjónustukaupa með ágreininginn.
http://www.neytendastofa.is/um-okkur/ka ... g-thjonus/
Þá getur verið ráð að leita til Neytendasamtakanna en þau annast milligöngu við fyrirtæki vegna einkaréttarlegs ágreinings af þessu tagi.