Síða 1 af 4

Stafasettsvandamál á vaktin.is

Sent: Mið 16. Feb 2011 12:31
af Revenant
Íslenskir stafir renderast ekki rétt á http://www.vaktin.is þ.e. það birtast "Harðir diskar 3.5 sata2" í stað "Harðir diskar 3.5 sata2". Sama á við um "Móðurborð", "Örgjörvar" og fleirra.

Virkar hinsvegar rétt ef ég force-a UTF-8 stafasett á síðuna en þá hætta hnapparnir efst að renderast rétt (þ.e. rangt stafasett).

Re: Stafasettsvandamál á vaktin.is

Sent: Mið 16. Feb 2011 12:43
af ManiO
Stýrikerfi og browser?

Er sjálfur með Win 7 og Chrome, og allt eins og það á að vera.

Chrome: 9.0.597.98
Win 7 Home Premium.

Virkar líka í IE (8.0.7600.16385)

Re: Stafasettsvandamál á vaktin.is

Sent: Mið 16. Feb 2011 12:47
af beatmaster
Þetta kemur hjá mér svona gallað

Windows 7
FireFox 3.6.9

Re: Stafasettsvandamál á vaktin.is

Sent: Mið 16. Feb 2011 12:48
af tdog
Það vantar metatagg sem skilgreinir UTF-8 stafasettið.

Hví er síðan ekki XHTML valid?

Re: Stafasettsvandamál á vaktin.is

Sent: Mið 16. Feb 2011 12:49
af ManiO
Einhver með Opera og Safari uppsett?

Re: Stafasettsvandamál á vaktin.is

Sent: Mið 16. Feb 2011 12:53
af Daz
Það var búið að ræða þetta hér , þá var Depill búinn að laga þetta (og síðan er ég í tómum vandræðum með allara vaktar síður því Opera virðist gleyma að ég er með "automatic selection" á encoding, svissar yfir í ISO-8859-1 , vandamál hjá mér samt held ég).

Núna eru síðurnar einmitt að birtast undarlega í Operu hjá mér.

Re: Stafasettsvandamál á vaktin.is

Sent: Mið 16. Feb 2011 13:14
af Revenant
Getur verið að skjalið sjálft (þ.e. index.php) sé vistað með vitlausu encoding?

Re: Stafasettsvandamál á vaktin.is

Sent: Mið 16. Feb 2011 13:16
af coldcut
Er líka svona hjá mér í Chromium á Ubuntu 10.10.
Í gær var sama vandamál í Chrome á Snow Leopard (nenni ekki að tjékka núna).

Re: Stafasettsvandamál á vaktin.is

Sent: Mið 16. Feb 2011 13:24
af vesley
Kemur líka ruglaðir stafir hjá mér í Chrome á windows 7

Re: Stafasettsvandamál á vaktin.is

Sent: Mið 16. Feb 2011 15:19
af SIKk
vesley skrifaði:Kemur líka ruglaðir stafir hjá mér í Chrome á windows 7

Re: Stafasettsvandamál á vaktin.is

Sent: Mið 16. Feb 2011 15:29
af dodzy
vesley skrifaði:Kemur líka ruglaðir stafir hjá mér í Chrome á windows 7

x2, ég gæti lagað þetta á 5 mínútum satt að segja :-"

Re: Stafasettsvandamál á vaktin.is

Sent: Mið 16. Feb 2011 15:33
af s0rrow
þetta er alveg eðlilegt, flott og fint í Safari 5.0.3 (nyjasta)

Re: Stafasettsvandamál á vaktin.is

Sent: Mið 16. Feb 2011 15:40
af GuðjónR
Eðlilegt hjá mér, Chrome / MacOsX

Re: Stafasettsvandamál á vaktin.is

Sent: Mið 16. Feb 2011 15:41
af Daz
Sama villan hjá mér í Chrome og IE 8. (Windows XP).

Re: Stafasettsvandamál á vaktin.is

Sent: Mið 16. Feb 2011 15:43
af FuriousJoe
Þetta kemur líka svona hjá mér.

http://www.vaktin.is/index.php?action=p ... lay&cid=10


Harðir diskar 3.5 sata2 - t.d

Re: Stafasettsvandamál á vaktin.is

Sent: Mið 16. Feb 2011 15:43
af HemmiR
Það kemur sama villa hjá mér í Chrome á linux. :-k

Re: Stafasettsvandamál á vaktin.is

Sent: Mið 16. Feb 2011 15:48
af urban
Firefox 3.6.13
Win xp pro sp3

gerist hjá mér

Re: Stafasettsvandamál á vaktin.is

Sent: Mið 16. Feb 2011 15:53
af GuðjónR
Mér dettur eitt í hug, gefið mér 30 mín til að fixa :)

Re: Stafasettsvandamál á vaktin.is

Sent: Mið 16. Feb 2011 15:55
af Daz
ALLIR Í SKJÓL!!!

Re: Stafasettsvandamál á vaktin.is

Sent: Mið 16. Feb 2011 15:55
af beatmaster
Ég sé allsherjar krass á Vaktinni skyndilega hérna í spákúlunni hérna hjá mér af einhverjum ástæðum :-k

Re: Stafasettsvandamál á vaktin.is

Sent: Mið 16. Feb 2011 16:00
af GuðjónR
Daz skrifaði:ALLIR Í SKJÓL!!!


hahahaha :D

Hvernig er þetta núna?

Re: Stafasettsvandamál á vaktin.is

Sent: Mið 16. Feb 2011 16:06
af Daz
Eins og þeir myndu segja á flickmylife "vel gert gert".

Núna eru síðurnar í lagi, en headerinn bilaður.

Re: Stafasettsvandamál á vaktin.is

Sent: Mið 16. Feb 2011 16:07
af GuðjónR
Daz skrifaði:Eins og þeir myndu segja á flickmylife "vel gert gert".

Núna eru síðurnar í lagi, en headerinn bilaður.



Aight...nennirðu að taka snapshot af header þannig að ég sjái hvernig hann birtist þér.

Prófaðu líka að hægri smella á headerinn og gera Reload Frame.

Re: Stafasettsvandamál á vaktin.is

Sent: Mið 16. Feb 2011 16:15
af coldcut
ekki að þetta skipti mig neinu máli sko...en ef það hjálpar e-ð þá er þetta ennþá brenglað í Chromium (Ubuntu) og Chrome (SL) hjá mér a.m.k.

Re: Stafasettsvandamál á vaktin.is

Sent: Mið 16. Feb 2011 16:18
af GuðjónR
Prófiði að "empty cache" á browser.
Sko, mig grunar án þess að vita það 100% að depill hafi editað headerinn á vaktinni með "mac" tölvu ..."hósthóst"
En ég hef lent í veseni þegar ég hef gert það, þ.e. ef ég tek html skjal og edita í TextEdit eða einhverju öðru forriti þá vill stafasettið fara í klessu.
Eina sem mér finnst vera skothelt er að nota Transmit (ftp-client) og edita skrána þar, þá uplodar Transmit breyttum fæl án þess að skemma stafasettið.

Ég átti backup af header síðan fyrir flutning sem ég var að uploda, þannig að þetta ætti að vera komið í lag.