Síða 1 af 1

Netvandamál í w7

Sent: Sun 13. Feb 2011 15:35
af binnip
Sælir piltar,
Þannig er mál með vexti að ég var að enda við að installa w7 inn í tölvuna.
Ég var á lani þegar ég formattaði og allt gekk vel, var tengdur með snúru í switchinn og komst á netið og alles.
Núna þegar ég er kominn heim þá virkar netið hjá mér ekki, eða s.s þráðlaus netkorts driverinn.
Kortið heitir Creatix 802.11g. Ég fór hingað inn http://www.creatix.com/support/typ.php?tid=29&gid=13
og downloadaði þar efsta draslinu. Nema hvað að þetta virkar ekki hjá mér í w7, fer i device manager og browsa file-inn og svona en þá kemur bara error .
Veit ekkert hvað ég á að gera og öll hjálp vel þegin :megasmile

Re: Netvandamál í w7

Sent: Sun 13. Feb 2011 15:45
af bulldog
ertu búinn að installa driver disknum fyrir móðurborðið ?

Re: Netvandamál í w7

Sent: Sun 13. Feb 2011 15:50
af binnip
Nei, hélt að þetta hefði bara allt komið um leið og ég installaði 7. Hafði heyrt að allir driverar kæmu með :)

Re: Netvandamál í w7

Sent: Sun 13. Feb 2011 15:53
af Frost
binnip skrifaði:Nei, hélt að þetta hefði bara allt komið um leið og ég installaði 7. Hafði heyrt að allir driverar kæmu með :)


Alveg nauðsynlegt að setja upp móðurborð driver.

Re: Netvandamál í w7

Sent: Sun 13. Feb 2011 15:59
af SteiniP
^^ þetta er pci kort þannig að þetta hefur ekkert með móðurborðsdriverana að gera.

Hvað er hardware ID á þessu korti?
Sérð það í Device manager> properties á kortinu > Details > Hardware Ids.
Spurning um að finna driver fyrir kubbasettið á því. Minnir að það sé conexant.

Getur líka prófað Driver Genius eða eitthvað álíka forrit.

Re: Netvandamál í w7

Sent: Sun 13. Feb 2011 16:00
af binnip
Frost skrifaði:
binnip skrifaði:Nei, hélt að þetta hefði bara allt komið um leið og ég installaði 7. Hafði heyrt að allir driverar kæmu með :)


Alveg nauðsynlegt að setja upp móðurborð driver.

Þegar ég henti disknum í kom upp að ég allir driverar væri þegar í tölvunni.

Re: Netvandamál í w7

Sent: Sun 13. Feb 2011 16:04
af binnip
PCI\VEN_1260&DEV_3886&SUBSYS_200416BE&REV_01
PCI\VEN_1260&DEV_3886&SUBSYS_200416BE
PCI\VEN_1260&DEV_3886&CC_028000
PCI\VEN_1260&DEV_3886&CC_0280

Re: Netvandamál í w7

Sent: Sun 13. Feb 2011 16:07
af Frost
binnip skrifaði:
Frost skrifaði:
binnip skrifaði:Nei, hélt að þetta hefði bara allt komið um leið og ég installaði 7. Hafði heyrt að allir driverar kæmu með :)


Alveg nauðsynlegt að setja upp móðurborð driver.

Þegar ég henti disknum í kom upp að ég allir driverar væri þegar í tölvunni.


Ok las ekki að þetta væri PCI-E kort.

Geturðu komið með nákvæmara nafn á þessu tæki? Það myndi hjálpa mikið.

Re: Netvandamál í w7

Sent: Sun 13. Feb 2011 16:15
af SteiniP
Held þetta kort sé alveg dauðadæmt á Win7. Finn ekkert fyrir Vista eða Win7.
Prófaðu samt Driver Genius. Hann gæti fundið einhvern driver frá öðrum framleiðanda sem virkar á þetta.

Re: Netvandamál í w7

Sent: Sun 13. Feb 2011 16:19
af binnip
SteiniP skrifaði:Held þetta kort sé alveg dauðadæmt á Win7. Finn ekkert fyrir Vista eða Win7.
Prófaðu samt Driver Genius. Hann gæti fundið einhvern driver frá öðrum framleiðanda sem virkar á þetta.

Prófa það, var búinn að gúggla þetta sundur og saman áðan en fann ekki neitt .. ](*,)

Re: Netvandamál í w7

Sent: Sun 13. Feb 2011 16:39
af binnip
Heyrðu þetta er bara vesen, þarf að connecta netið til þess að fá einhvern trial key fyrir þetta forrit, sem ég þarf svo að ná í á netinu. Búinn að downloada af 4 mismunandi síðum núna en alltaf kemur þetta sama.

Re: Netvandamál í w7

Sent: Sun 13. Feb 2011 17:57
af SteiniP
binnip skrifaði:Heyrðu þetta er bara vesen, þarf að connecta netið til þess að fá einhvern trial key fyrir þetta forrit, sem ég þarf svo að ná í á netinu. Búinn að downloada af 4 mismunandi síðum núna en alltaf kemur þetta sama.

Geturðu semsagt ekki tengt vélina með snúru á meðan?
Þarft að vera nettengdur til að nota þetta forrit.

Re: Netvandamál í w7

Sent: Mán 14. Feb 2011 17:57
af binnip
Kominn með netið tengt í gegnum snúru núna. Kominn með forritið og allar græjur, en núna vill downloadið ekki byrja....

Re: Netvandamál í w7

Sent: Mán 14. Feb 2011 18:04
af JohnnyX
Gæti verið að þú þurfir að setja fyrst upp driver-ana fyrir kortið og smella því svo í? Ég lenti einu sinni í því þegar ég var að setja þráðlaust PCI-E kort í vél.

Re: Netvandamál í w7

Sent: Mán 14. Feb 2011 19:44
af binnip
Já kannski, ætla bara að henda þáttunum og myndunum inná flakkara og setja upp xp aftur :)

Re: Netvandamál í w7

Sent: Mán 14. Feb 2011 22:27
af snaeji
En w7 er svo fallegt....

Re: Netvandamál í w7

Sent: Þri 15. Feb 2011 00:16
af binnip
Gjörsamlega hata það að þurfa að skipta aftur yfir... Farinn að elska windows 7 :megasmile

Re: Netvandamál í w7

Sent: Þri 15. Feb 2011 00:19
af JReykdal
Fáðu þér þá bara nýtt netkort. Þau kosta ekki svaðalegar upphæðir.