Síða 1 af 1
Vantar hjálp með viftur
Sent: Mið 09. Feb 2011 17:48
af niCky-
Sælir, mig vantar hjálp með 2 viftur það er annars vegar örgjörvaviftan mín, Zalman 9700 og hins vegar Hliðaraviftan í kassanum. Ég er að spá ég las á netinu að Zalman viftan á að ná 2800RPM en mín dólar alltaf í 1300-1500 og hitastigið er á svona 35-40 á Idle og svona 42-45 í BIOS. hávaði böggar mig ekki neitt svo ég væri frekar til í að hafa viftuna á full throttle og kaldara system heldur en vice versa en ég kann ekkert að stilla hraðann á þessu. Hins vegar er það kassaviftan, það eru 6 cooler master viftur í kassanum en ein þeirra gengur ekki, hún byrjar að ganga þegar ég kveiki á tölvuni svo eftir svona 5 sec þá hættir hún, any ideas? Já og svo var ég að velta því fyrir mér hvort einhver gæti selt/gefið mér smá thermal paste á örran.
Fyrirfram þakkir
Re: Vantar hjálp með viftur
Sent: Mið 09. Feb 2011 19:41
af Vaski
Hæ
Eru þessar tvær viftur sem þú ert í vandræðum með tengdar við móðurborðið? Eða beint í power? Ef þær eru tengdar í móðurborðið eru þetta hugsanlega stillingar í BIOS sem þú getur breytt til þess að láta þær keyra á fullu gasi.
Re: Vantar hjálp með viftur
Sent: Mið 09. Feb 2011 20:10
af klerx
örgjörvaviftan snýst hraðar ef hitinn á örranum hækkar.. t.d. þegar ég fer í black ops þá fer viftan í botn
Re: Vantar hjálp með viftur
Sent: Mið 09. Feb 2011 21:08
af Daz
35-40 í idle er ekkert merkilegt. Hvað er hámarks hitinn? Keyra langt superPi eða Prime95+ eða Orthos (eða bara leik).
En ef þú vilt hafa örgjörvaviftuna í botni þá er oftast option í BIOSinum sem stilla einhverskonar "CPU Smart Fan"
Re: Vantar hjálp með viftur
Sent: Fim 10. Feb 2011 01:08
af niCky-
kassaviftan og örraviftan eru báðar tengdar beint i moðurborðið og sama hvort cpu usage sé í 100% hækkar RPM ekki..
Re: Vantar hjálp með viftur
Sent: Fim 10. Feb 2011 01:13
af zdndz
hjá mér var það stillt í default í BIOS-num að viftan færi bara á 37,5% hraða nema hitinn færi yfir mjög hátt hitastig, checkaðu á því hvort það sé nokkuð eitthvað svona stillt í BIOS-num ef þú hefur ekki gert það nú þegar
Re: Vantar hjálp með viftur
Sent: Fim 10. Feb 2011 02:05
af niCky-
Búin að athuga, það eru engir viftustýringamöguleikar í biosnum :/
Re: Vantar hjálp með viftur
Sent: Fim 10. Feb 2011 02:43
af niCky-
Getur engin sagt mér hvernig ég set CPU fanið á full throttle?
Re: Vantar hjálp með viftur
Sent: Fim 10. Feb 2011 09:08
af Vaski
Þar sem viftan er tengd við móðurborið og þú finnur engar stillingar um viftustjórn í BIOS að þá er auðvita lang auðveldasta og augljósasta leiðin að hætta að tengja viftuna við móðurborið og tengja hana bara beint í power, þá ætti hún að keyra á fullu allan tíman.
Re: Vantar hjálp með viftur
Sent: Fim 10. Feb 2011 09:18
af fogs1
http://www.almico.com/speedfan.php" onclick="window.open(this.href);return false;
Re: Vantar hjálp með viftur
Sent: Fim 10. Feb 2011 16:43
af niCky-
Vaski skrifaði:Þar sem viftan er tengd við móðurborið og þú finnur engar stillingar um viftustjórn í BIOS að þá er auðvita lang auðveldasta og augljósasta leiðin að hætta að tengja viftuna við móðurborið og tengja hana bara beint í power, þá ætti hún að keyra á fullu allan tíman.
já skil en þetta er 4-pin vifta og það eru engin 4-pin tengi ur PSU-inu..
Re: Vantar hjálp með viftur
Sent: Fim 10. Feb 2011 16:50
af biturk
niCky- skrifaði:Vaski skrifaði:Þar sem viftan er tengd við móðurborið og þú finnur engar stillingar um viftustjórn í BIOS að þá er auðvita lang auðveldasta og augljósasta leiðin að hætta að tengja viftuna við móðurborið og tengja hana bara beint í power, þá ætti hún að keyra á fullu allan tíman.
já skil en þetta er 4-pin vifta og það eru engin 4-pin tengi ur PSU-inu..
komdu nú með info um móðurborðið
Re: Vantar hjálp með viftur
Sent: Fim 10. Feb 2011 17:53
af niCky-
biturk skrifaði:niCky- skrifaði:Vaski skrifaði:Þar sem viftan er tengd við móðurborið og þú finnur engar stillingar um viftustjórn í BIOS að þá er auðvita lang auðveldasta og augljósasta leiðin að hætta að tengja viftuna við móðurborið og tengja hana bara beint í power, þá ætti hún að keyra á fullu allan tíman.
já skil en þetta er 4-pin vifta og það eru engin 4-pin tengi ur PSU-inu..
komdu nú með info um móðurborðið
Það er af gerðinni EVGA 122-CK-NF68.
Re: Vantar hjálp með viftur
Sent: Fim 10. Feb 2011 18:05
af mundivalur
bios disable cpu smartfan það er örugglega enable og leitaðu svo
power options pc health eitthvað svoleiðis