Síða 1 af 1
24" skjár, dauðir pixlar
Sent: Þri 01. Feb 2011 19:30
af Nördaklessa
var að kaupa mér nýjan 24" BenQ skjá og er greinilega með 2 Dauða Pixla, ætti ég að skila honum og fá nýjan sem er kanski með 5 dauða pixla, er búinn að google þetta að mér skilst að maður er heppinn að vera bara með 2 dauða. eða hvað finnst ykkur? er ég kanski bara heppinn að vera með 2?
Re: 24" skjár, dauðir pixlar
Sent: Þri 01. Feb 2011 19:33
af sakaxxx
nei skilaðu honum og fáðu skjá með enga dauða pixla þ.e ef búðin er með þannig ábirgð
Re: 24" skjár, dauðir pixlar
Sent: Þri 01. Feb 2011 19:37
af Nördaklessa
aight, held að það sé málið...best að senda kvikindið aftur suður og skella 17" túbunni aftur á borðið
Re: 24" skjár, dauðir pixlar
Sent: Þri 01. Feb 2011 19:45
af bulldog
hvar keyptirðu skjáinn ?
Re: 24" skjár, dauðir pixlar
Sent: Þri 01. Feb 2011 19:59
af Nördaklessa
tölvutek, það er 100% pixlaábyrgð á honum...
Re: 24" skjár, dauðir pixlar
Sent: Þri 01. Feb 2011 20:01
af Dormaster
Nördaklessa skrifaði:tölvutek, það er 100% pixlaábyrgð á honum...
hvað er sú pixla ábyrgð lengi, veit það einhver ?
sorry með off topic.
Re: 24" skjár, dauðir pixlar
Sent: Þri 01. Feb 2011 20:05
af Glazier
Dormaster skrifaði:Nördaklessa skrifaði:tölvutek, það er 100% pixlaábyrgð á honum...
hvað er sú pixla ábyrgð lengi, veit það einhver ?
sorry með off topic.
2 ár hefði ég haldið..
Re: 24" skjár, dauðir pixlar
Sent: Þri 01. Feb 2011 20:07
af bulldog
http://tolvutek.is/data/index.php?optio ... &Itemid=58
Tölvutek er með 100% Pixlaábyrgð á nýjum LCD skjám svo ef gallaður pixell reynist vera í skjá hefur viðskiptavinur 14 daga frá kaupdegi til að gera athugasemd og fá honum skipt út.
Með öðrum orðum you are screwed :-({|=
Ef þú hefðir keypt skjáinn hjá t.d. Tölvutækni þá hefðiru fengið hann bætann út ábyrgðartímann en ekki bara innan 2 vikna.
Re: 24" skjár, dauðir pixlar
Sent: Þri 01. Feb 2011 20:09
af Nördaklessa
ég fékk hann í dag, hef nægan tíma til að skila aftur