Síða 1 af 4

vandamál varðandi keylogger

Sent: Sun 16. Jan 2011 20:54
af denzi
Góða kvöldið. Ég hef verið að nota refog keylogger núna er komið upp víst eithvað vandamál með hann fékk hann hérna http://www.refog.com/" onclick="window.open(this.href);return false; getið þið bent mér á einhverja góða keyloggara sem virka vel án vesens.

Re: vandamál varðandi keylogger

Sent: Sun 16. Jan 2011 21:08
af AntiTrust
Iambigbrother er eitt af þeim bestu hvað varðar all'n'one lausnir - en verður að cracka það, ekki freeware.

Re: vandamál varðandi keylogger

Sent: Sun 16. Jan 2011 21:11
af denzi
komdu sæll meistari værir þú til að senda mér einkapóst :-)

Re: vandamál varðandi keylogger

Sent: Sun 16. Jan 2011 21:15
af rapport
Lítið pælt í svona fyrir utan vefvarann hjá Símanum.

Þetta er algjört möst fyrir fólk sem á unglinga, gæti ég trúað.

Uppeldið á heimilinu verður að ná til internetnotkunar

Re: vandamál varðandi keylogger

Sent: Sun 16. Jan 2011 21:39
af denzi
já það er alveg hárrétt ég á einmitt 3 börn á aldrinum 12 til 16 ára er einhver sem gæti sent mér link á öruggan og góðan keylogger,
ég vil þakka ykkur fyrir góð og almennileg svör http://www.vaktin.is" onclick="window.open(this.href);return false; þetta er virkilega flott síða.

Re: vandamál varðandi keylogger

Sent: Sun 16. Jan 2011 21:53
af AntiTrust
rapport skrifaði:Lítið pælt í svona fyrir utan vefvarann hjá Símanum.

Þetta er algjört möst fyrir fólk sem á unglinga, gæti ég trúað.

Uppeldið á heimilinu verður að ná til internetnotkunar
Kidding, right? Keylogga tölvurnar hjá unglingunum?

Get ekki ímyndað mér verri uppeldisaðferð. Mér finnst í góðu lagi að fylgjast með netnotkun, hvaða síður er verið að fara inn á, hvaða forrit er verið að keyra, fylgjast með vinalistum á MSN/Facebook. Restricta aðgang er líka sniðugt. En að monitora svona náið hjá þetta öldruðum unglingum finnst mér ekki við hæfi.

Re: vandamál varðandi keylogger

Sent: Sun 16. Jan 2011 23:21
af denzi
veit einhver hvar ég get nálgast almennilegan keylogger?

Re: vandamál varðandi keylogger

Sent: Mán 17. Jan 2011 00:49
af denzi
veit ekkert hvernig ég á að snúa mér i þessum efnum er engin hérna til að vera svo almennilegur við mig

Re: vandamál varðandi keylogger

Sent: Mán 17. Jan 2011 00:54
af MatroX
AntiTrust skrifaði:
rapport skrifaði:Lítið pælt í svona fyrir utan vefvarann hjá Símanum.

Þetta er algjört möst fyrir fólk sem á unglinga, gæti ég trúað.

Uppeldið á heimilinu verður að ná til internetnotkunar
Kidding, right? Keylogga tölvurnar hjá unglingunum?

Get ekki ímyndað mér verri uppeldisaðferð. Mér finnst í góðu lagi að fylgjast með netnotkun, hvaða síður er verið að fara inn á, hvaða forrit er verið að keyra, fylgjast með vinalistum á MSN/Facebook. Restricta aðgang er líka sniðugt. En að monitora svona náið hjá þetta öldruðum unglingum finnst mér ekki við hæfi.
x2 alltof mikið að gera það.
denzi skrifaði:veit ekkert hvernig ég á að snúa mér i þessum efnum er engin hérna til að vera svo almennilegur við mig


en annars eru reglur hérna:
Reglur skrifaði:4. gr.

Ekki senda inn óþarfa bréf
Ekki senda inn bréf nema þú hafir eitthvað að segja eða spyrja um. Ekki senda inn
2 bréf í röð á sama þráðinn, þú getur notað breyta takkan til að bæta við eldri bréf.

Re: vandamál varðandi keylogger

Sent: Mán 17. Jan 2011 01:15
af Biggzi
Afhverju stenduru ekki bara yfir krökkunum þínum á meðan þau eru í tölvunni, tali við vini sína eða fari þess vegna í bíó? Það sem þú ert að gera er svo rangt á mörgum stigum.

Að fylgjast svona strangt með börnunum sínum, er ekkert ósvipað því og að svipta þeim frelsi. Börnin þín þora ekki að gera neitt í tölvunni, tala við vini osfv. afþví þau vita að foreldrar sínir fylgjast með öllu.

Gangi þér illa með þetta, vona að þú finnir engan "keylogger".

Re: vandamál varðandi keylogger

Sent: Mán 17. Jan 2011 01:18
af Gúrú
Rétt að vona að þið séuð ekki að hugsa um að nota þetta við uppeldið.

Re: vandamál varðandi keylogger

Sent: Mán 17. Jan 2011 02:06
af denzi
það hlýtur að vera einhver hérna sem getur hjálpað mér með þetta :) :droolboy

Re: vandamál varðandi keylogger

Sent: Mán 17. Jan 2011 07:04
af GuðjónR
denzi skrifaði:Góða kvöldið. Ég hef verið að nota refog keylogger núna er komið upp víst eithvað vandamál með hann fékk hann hérna http://www.refog.com/" onclick="window.open(this.href);return false; getið þið bent mér á einhverja góða keyloggara sem virka vel án vesens.
Hvaða vandamál kom upp?

Re: vandamál varðandi keylogger

Sent: Mán 17. Jan 2011 08:09
af snaeji
GuðjónR skrifaði: Hvaða vandamál kom upp?
Krakkarnir hans fundu hann :lol:

Re: vandamál varðandi keylogger

Sent: Mán 17. Jan 2011 08:38
af elv
Hérna er annar þráður um keyloggers http://spjall.vaktin.is/viewtopic.php?f ... B0#p275651" onclick="window.open(this.href);return false;
Greinilegt á hvaða aldri menn eru hérna sem eru að svara :-({|=

Re: vandamál varðandi keylogger

Sent: Mán 17. Jan 2011 10:29
af zedro
Mynd
.....is wrong :crazy

Hver skoðaði ekki bílfarmana af skrítnu draslið á þessum aldri. Man að rotten.com var vinsælt í grunnskóla. [ATH MJÖG GRAPHIC SÍÐA, ENTER AT OWN RISK]
Verður bara að mynda samband við krakkana þar sem þau treysta sér að segja þér frá því sem þau eru að
hugsa og upplifa. Það er jú ekkert að því að vera forvitinn og fullkomlega eðlilegt að vilja skoða nýja hluti.

Með því að fylgjast með þeim án þeirrar vitundar gera bara illt verr. Því þegar það kemst upp þá ert þú
beinlínis að segja þeim að þeim sé ekki treystandi og meiri líkur á því að þau feli hluti fyrir þér í framtíðinni.

Re: vandamál varðandi keylogger

Sent: Mán 17. Jan 2011 10:48
af rapport
Krakkar bera enga ábyrgð og átta sig enganvegin á afleiðingum gjörða sinna.

Þau eru á ábyrgð foreldra sinna og foreldri sem hleypir barni á netið eftirlitslaust gæti þurft að sæta ábyrgð.

Dæmi: Foreldrar stúlkunnar sem skellti hurð á kennararann sinn = milljóna bótakrafa féll á foreldrana.

Dæmi: 17 ára strákar á ótryggðum bíl í slysi = krafa gerð á foreldrana.

Þetta er svo ekki bara spurning um hvað barnið er að gera heldur hvaða áreiti er það að verða fyrir.

Tökum sem dæmi stelpuna sem tjúllaðist í USA og pabbi hennar for að blanda sér í málið í Youtube video-um.

Var það ekki aðeins of seint í rassinn gripið? Hefði ekki verið betra ef hann hefði haft eftirlit með stelpunni og sagt henni frá því?

Þá hefði hann strax vitað af vandamálunum sem orsökuðu þessa vanlíðan hja henni og getað aðstoðað hana í gegnum þetta á farsælari máta.


Frelsi barna yngri en 18ára er og á að vera undir eftirliti foreldra.

Re: vandamál varðandi keylogger

Sent: Mán 17. Jan 2011 10:57
af DabbiGj
Notið http://www1.k9webprotection.com/" onclick="window.open(this.href);return false; frekar en keylogger, það er siðlaust að nota keylogger þarsem að þú ert farinn að fylgjast með öllum samskiptum barnsins og það er ekkert traust o.s.f.

Re: vandamál varðandi keylogger

Sent: Mán 17. Jan 2011 11:07
af tdog
denzi skrifaði:já það er alveg hárrétt ég á einmitt 3 börn á aldrinum 12 til 16 ára er einhver sem gæti sent mér link á öruggan og góðan keylogger,
ég vil þakka ykkur fyrir góð og almennileg svör http://www.vaktin.is" onclick="window.open(this.href);return false; þetta er virkilega flott síða.
Er ekki gróft brot á persónuverndarlögum að hnýstast í persónuleg málefni annara? T.d tölvupóst og IM-samskipti? Það er allavega siðlaust.

Re: vandamál varðandi keylogger

Sent: Mán 17. Jan 2011 11:18
af chaplin
Að fylgjast lauslega með vefsíðum sem krakkarnir eru að kíkja á finnst mér svona allt í lagi, en að fylgjast með hverjum einasta staf sem krakkarnir eru að slá inn finnst mér of langt gengið.

Re: vandamál varðandi keylogger

Sent: Mán 17. Jan 2011 11:28
af hvilberg
Svona til að taka allan vafa af þá er ólöglegt að fylgjast með bréfaskriftum og samkiptum barna sinna (já jafnvel sinna eigin)

sjá hér í 16gr.

http://www.barn.is/barn/adalsida/barnas ... n_i_heild/

Re: vandamál varðandi keylogger

Sent: Mán 17. Jan 2011 12:48
af rapport
hvilberg skrifaði:Svona til að taka allan vafa af þá er ólöglegt að fylgjast með bréfaskriftum og samkiptum barna sinna (já jafnvel sinna eigin)

sjá hér í 16gr.

http://www.barn.is/barn/adalsida/barnas ... n_i_heild/
Þú fullyrðir að "ólögleg afskipti" = "eftirlit", það er ekki sami hluturinn.

Barnið fær fullkomið frelsi til athafna en eins og venjulega hefur foreldrið eftirlit með barninu og leiðbeinir því ef þörf er á. (þannig virkar uppeldi)


Eru ekki meiri afskipti að ritskoða netið fyrir barni með því að kveikja á netvaranum?

Hvað er ólöglegt við þetta eftirlit inn á eigin heimili?

Reglur um rafræna vöktun (personuvernd/persónuupplysingar á ekki við) eru hér: http://www.personuvernd.is/log-og-reglu ... dir/nr/531" onclick="window.open(this.href);return false;

3.gr vöktun með leynd er óheimil.

Svo má lika benda á 40.gr barnasáttmálans, klausu 4 þar sem kemur fram:
4. Séð skal til þess að grípa megi til ýmiss konar ráðstafana, svo sem umsjónar, leiðsagnar, eftirlits, ráðgjafar, skilorðs, fósturs, fræðslu- og starfsnámsáætlana og annarra valkosta í stað vistunar á stofnunum, til að tryggja að með börn sé farið á þann hátt sem velferð þeirra hæfir og samræmist bæði aðstæðum þeirra og brotinu
Foreldrar eiga að hafa eftirlit með börnum... að halda öðru fram er stupid.

Re: vandamál varðandi keylogger

Sent: Mán 17. Jan 2011 13:48
af hvilberg
40. gr fjallar um rétt barna þegar þau eru grunuð um ólöglegt athæfi og á ekki við um eftirlit inni á heimili undir eðlilegum kringumstæðum.

Annars er líklega best að hafa samband við umboðsmann barna til þess að fá úr þessu skorið ub@barn.is

Re: vandamál varðandi keylogger

Sent: Mán 17. Jan 2011 13:55
af AntiTrust
Ég veit allavega svo mikið að 16 ára unglingur er fullfær um að komast að því að það sé keylogger á tölvu ef grunur um slíkt er fyrir hendi, og ég get ekki ímyndað mér verra brot á trausti frá foreldri til barns, að gera þetta í leynd.

Re: vandamál varðandi keylogger

Sent: Mán 17. Jan 2011 14:17
af Haxdal
Ég sé ekki að 16gr eigi við. Það er ekki verið að sýna gerræðislegan hátt að fylgjast með barninu á netinu (það er ekki verið að reyna að stjórna hegðun þess með því að beita eftirliti), og það er ekki ólöglegt fyrir foreldra að fylgjast með hvað barnið gerir meðan það er undir lögaldri.

Meðan barnið er ekki lögaðili er það á ábyrgð foreldra og foreldrar hafa rétt til að fylgjast með hvað það gerir. Ef foreldrið treystir ekki barninu til að hafa eðlileg, lögleg eða siðsamleg samskipti á internetinu þá getur það fylgst með hvað það er að gera (sbr notkun keyloggera eða öðrum öryggistólum), stjórnað notkun þess (Netvörðurinn eða annar parental control hugbúnaður sem dæmi) eða hreinlega bannað því að nota internetið.

Það má rífast endalaust um hvort þetta sé siðlegt eða ekki en það bara kemur okkur nákvæmlega ekkert við hvernig samskipti foreldra eru við sín börn svo fremur sem það brýtur ekki almenn hegningarlög.