Síða 1 af 1

[Android] Vantar app til að fylgjast með download / upload

Sent: Mán 10. Jan 2011 20:06
af Daz
Ég er búinn að setja upp 3G watchdog,, PhoneUseage, BatteryLeft. Öll voða fín forrit, svona þannig en ekkert þeirra getur birt mér netnotkun niður á forrit (og tíma). PhoneUseage getur birt kökurit með notkun skipt niður á forrit, en engar tölur sem fylgja.

Einhver sem getur bent mér á forrit/stillingu sem sýnir mér gagnasamskiptin betur niðurbrotin?

Re: [Android] Vantar app til að fylgjast með download / upload

Sent: Mán 10. Jan 2011 20:34
af wicket
Trafficstats Lite getur þetta minnir mig.

Re: [Android] Vantar app til að fylgjast með download / upload

Sent: Mán 10. Jan 2011 20:51
af intenz
wicket skrifaði:Trafficstats Lite getur þetta minnir mig.
Hárrétt, snilldar forrit.

Re: [Android] Vantar app til að fylgjast með download / upload

Sent: Þri 11. Jan 2011 11:35
af Daz
Trafficstats lite birtir heildar tölur fyrir dag og heildartölur fyrir forrit. Ég setti upp NetworkCounter, hann birtir mér heildartöluna niður á klukkutíma (sem er gott) og svo heildartöluna fyrir forrit, eins og TsL. Er ekki enþá búinn að finna frítt forrit sem getur verið nákvæmara en þetta.
Svo virðast samtölurnar niður á forrit (og total) ekki alltaf stemma. TsL segir t.d. að forrit sem ég sótti eftir miðnætti í gær og hef ekki opnað enþá (Mutliremote) sé búið að sækja 75 mb frá upphafi, en ekkert í dag.

Re: [Android] Vantar app til að fylgjast með download / upload

Sent: Þri 11. Jan 2011 13:17
af hvilberg
3g Watchdog er þægilegt og einfalt forrit til að fylgjast með notkun - varar þig við þegar notkun hefur náð x% af einhverri heild sem þú stillir sjálfur inn

Re: [Android] Vantar app til að fylgjast með download / upload

Sent: Þri 11. Jan 2011 13:29
af Daz
hvilberg skrifaði:3g Watchdog er þægilegt og einfalt forrit til að fylgjast með notkun - varar þig við þegar notkun hefur náð x% af einhverri heild sem þú stillir sjálfur inn
En það sýnir ekki notkun niður á stök forrit.