Síða 1 af 1

Útvært PSU

Sent: Sun 21. Mar 2004 16:50
af KashGarinn
Hvað heitir aftur svona batterípakki fyrir tölvuna til að fyrirbyggja vandamál ef rafmagnið fer?

Gefur nóg rafmagn í nokkrar mínútur.

Er þetta selt einhversstaðar hér á landi?

K.

Sent: Sun 21. Mar 2004 16:58
af gumol
Það var hægt að fá svona í tölvulistanum, ég bara finn það ekki núna á þessum ömurlega vörulista :evil:

Sent: Sun 21. Mar 2004 18:34
af dabb
hvað græðiru á því?

Sent: Sun 21. Mar 2004 18:53
af kiddi
Þetta heitir UPS - Uninterruptible Power Supply (Varaaflgjafi)

Og eru ekki beint ódýr =) Batteríin deyja með tímanum og þetta er frekar dýrt spaug að eiga svona apparat...

http://www.computer.is/flokkar/150

Hér eru nokkur dæmi..

Sent: Mán 22. Mar 2004 22:06
af Hlynzi
Settu bara auto save niður í 5 mínútna fresti, þá reddast þetta vonandi.