Síða 1 af 1

windows 7 64 bit

Sent: Mið 29. Des 2010 21:20
af Robin
sælir, ég var að prufa setja inn 64 bita kerfi í stað 32, en við það snarhægði allt draslið á sér, tölvan var fyrir það fyrsta heila eilífð að setja kerfið upp og svo þegar það var loks komið upp tók hver framkvæmd 27 mínútur. ég hélt að allt ætti að vera betra og hraðar í þessu. hefur einhver lent í þessu eða kann ráð við svona hegðun?

kv.robert

Re: windows 7 64 bit

Sent: Mið 29. Des 2010 21:24
af svanur08
hvað ertu með mikið vinnsluminni ? 64 bit þarf meira minni en 32 bit

Re: windows 7 64 bit

Sent: Mið 29. Des 2010 21:50
af Robin
ég er með 6 GB

Re: windows 7 64 bit

Sent: Mið 29. Des 2010 21:59
af kobbi keppz
Robin skrifaði:ég er með 6 GB

það ætti að vera allveg nóg :twisted:

Re: windows 7 64 bit

Sent: Mið 29. Des 2010 22:51
af rapport
Crack eða löglegt?

Re: windows 7 64 bit

Sent: Fim 30. Des 2010 00:21
af kjarribesti
alveg sama hjá mér, skipti í 32x

Re: windows 7 64 bit

Sent: Fim 30. Des 2010 01:13
af Bioeight
Líklega styður vélbúnaðurinn þinn eða reklar fyrir hann ekki 64-bita stýrikerfi, 64-bita stýrikerfi ætti að flýta fyrir vinnslu en ekki hægja á henni. Ég er með Windows 7 64-bit á báðum mínum vélum, það virkar mjög vel og ég er mjög ánægður.

Re: windows 7 64 bit

Sent: Fim 30. Des 2010 01:16
af Benzmann
getur prófað að uppfæra biosinn hjá þér

þarft oft að gera það ef þú ert að fara eitthvað yfir 4gb í vinnsluminni,

myndi checka á því

Re: windows 7 64 bit

Sent: Fim 30. Des 2010 01:35
af BjarkiB
Komdu með lista yfir íhlutina i tölvunni.
Gæti verið að vélbúnaðurinn styðji ekki 64 bit, en er það crackað eða löglegt?

Re: windows 7 64 bit

Sent: Fim 30. Des 2010 10:40
af Robin
já takk fyrir svörin, ég er með intel core duo 2 E6600
mobo er ASUS P5B-vm
minni er 6 GB sem skiptist þannig slot 1 og 3 er dual 1gb kingston pc2-5300(333 MHz) í sloti 2 og 4 eru dual 2GB kingston pc2-6400(400 MHz)
og svo er það Nvidia Geforce 8800GTS XFX
og jú jú ég er að prufa setja upp crackaða útgáfu

Re: windows 7 64 bit

Sent: Fim 30. Des 2010 16:37
af littli-Jake
Smá hliðarspurning

Get ég sett w7 á tvær vélar. Er bæði með turn og lappa og langar að vera með kerfið á báðum. Augljóslega er ég að tala um að kaupa 1 eintak

Re: windows 7 64 bit

Sent: Fim 30. Des 2010 16:57
af Danni V8
littli-Jake skrifaði:Smá hliðarspurning

Get ég sett w7 á tvær vélar. Er bæði með turn og lappa og langar að vera með kerfið á báðum. Augljóslega er ég að tala um að kaupa 1 eintak


Þú getur það ef að önnur tölvan verður aldrei nettengd og þú ferð símleiðina til þess að activate-a hana.

Re: windows 7 64 bit

Sent: Fim 30. Des 2010 21:52
af Pandemic
svanur08 skrifaði:hvað ertu með mikið vinnsluminni ? 64 bit þarf meira minni en 32 bit


Hvaðan færðu þá hugmynd?

Re: windows 7 64 bit

Sent: Fim 30. Des 2010 21:57
af B.Ingimarsson
Pandemic skrifaði:
svanur08 skrifaði:hvað ertu með mikið vinnsluminni ? 64 bit þarf meira minni en 32 bit


Hvaðan færðu þá hugmynd?

64 styður 4gb+, 32 styður 4gb-

Re: windows 7 64 bit

Sent: Fim 30. Des 2010 23:14
af rapport
B.Ingimarsson skrifaði:
Pandemic skrifaði:
svanur08 skrifaði:hvað ertu með mikið vinnsluminni ? 64 bit þarf meira minni en 32 bit


Hvaðan færðu þá hugmynd?

64 styður 4gb+, 32 styður 4gb-


Hvernig tengist það þörfinni fyrir minni?

64bit virkar líka á vélum með 1,5Gb minni...

Re: windows 7 64 bit

Sent: Fös 31. Des 2010 00:23
af dodzy
rapport skrifaði:
B.Ingimarsson skrifaði:
Pandemic skrifaði:
svanur08 skrifaði:hvað ertu með mikið vinnsluminni ? 64 bit þarf meira minni en 32 bit


Hvaðan færðu þá hugmynd?

64 styður 4gb+, 32 styður 4gb-


Hvernig tengist það þörfinni fyrir minni?

64bit virkar líka á vélum með 1,5Gb minni...

64bit notar einfaldlega meira minni, allavega í linux...

Re: windows 7 64 bit

Sent: Fös 31. Des 2010 04:23
af Nariur
dodzy skrifaði:
rapport skrifaði:
B.Ingimarsson skrifaði:
Pandemic skrifaði:
svanur08 skrifaði:hvað ertu með mikið vinnsluminni ? 64 bit þarf meira minni en 32 bit


Hvaðan færðu þá hugmynd?

64 styður 4gb+, 32 styður 4gb-


Hvernig tengist það þörfinni fyrir minni?

64bit virkar líka á vélum með 1,5Gb minni...

64bit notar einfaldlega meira minni, allavega í linux...


getur notað meira minni

Re: windows 7 64 bit

Sent: Fös 31. Des 2010 04:50
af Haxdal
Microsoft recommends a minimum of 1 GB of RAM for 32-bit versions of the operating system and a minimum of 2 GB for 64-bit versions.


64bita Windows notar meira minni en 32bita Windows, Hversu mikið er ég ekki viss en það er ástæða af hverju MS mælir með 2GB fyrir 64 bita kerfi (þó ég stórlega efast um að það sé að nota 100% meira minni :D )

Svo er memory limit allt annað mál.
Windows 7 Home Premium x32 : 4GB
Windows 7 Home Premium x64 : 16GB

Windows 7 Professional, Enterprise, Ultimate x32 : 4GB
Windows 7 Professional, Enterprise, Ultimate x64 : 192GB

Hjá mér er allt mjög snappý á 64bita Windows 7 Professional með 6GB í minni.

Re: windows 7 64 bit

Sent: Fös 31. Des 2010 16:21
af Robin
haldið þið að það sé til gáfuleg lausn á mínu vandamáli, þ.e.a.s. afhverju allt er svona hægt og hver aðgerð tekur eilífð?

Re: windows 7 64 bit

Sent: Fös 31. Des 2010 17:10
af B.Ingimarsson
Robin skrifaði:haldið þið að það sé til gáfuleg lausn á mínu vandamáli, þ.e.a.s. afhverju allt er svona hægt og hver aðgerð tekur eilífð?

prófaðu ubuntu 64bit og gáðu hvort það sé hægt