Síða 1 af 2
Sambíóin og gremja.
Sent: Þri 28. Des 2010 17:11
af Pandemic
Góðan dag kæru vaktarar.
Ég ætla að bera undir ykkur furðulega viðskiptahætti Sambíóana uppá síðkastið og þá sérstaklega eftir að þeir drógu sig úr samstarfi við midi.is og fóru sína eigin leið og líka eftir opnun kvikmyndahúss í Egilshöll.
Eftir mikla bið fer ég á myndina Tron: Legacy í gær og passa mig á því að kaupa miðana tímanlega og geri mér fyllilega grein fyrir því að ég er að fara á mynd sem er í stafrænni þrívídd. Við erum 5 sem förum saman á þessa tilteknu mynd og svo vill til að ég á 3x 3D gleraugu hér heima og "kannski" í einhverri einfeldni athuga ég gaumgæfilega á allri sambio.is síðunni hvort að 3d gleraugun fylgi ekki og kemst að þeirri niðurstöðu að fyrst að verðið sé 1350kr og síðan er merkt MEÐ 3D þá hljóti að fylgja 3D gleraugu.
Ég fer í bíó og kemst að því að ég verð að borga 700kr fyrir öll þessi 3D gleraugu sem ég átti hvort sem er heima.
Ég einfaldlega krefst endurgreiðslu á þessum heilu 700kr sem ég eyddi í þessi gleraugu þar sem það stendur HVERGI í öllum þeim skrefum sem leiða að miðakaupunum að ég þurfi að kaupa þau sér og til að auka ánægjuna enn meir þá krefjast þeir þess að þú bíðir í langri röð eftir þessum gleraugum sem tekur allan ávinningin úr því að kaupa þessa miða á netinu.
Ekki er nóg með það þá hafa þeir hækkað miðaverð um 100kr sem maður myndi halda útfrá rökfræðinni að þarna væru þessi gleraugu sem fylgdu og plús það þá er engin afsláttur af því að eyða sínu eigin bleki og kaupa miðana á netinu.
Hvað finnst ykkur um þetta? Hvað segja neytendalögin um það að þú sért þvingaður til að borga aukalega án þess að maður sé látin vita?
Re: Sambíóin og gremja.
Sent: Þri 28. Des 2010 17:21
af GGG
Já þetta er asnalegt hjá þeim, eflaust gert til að "fela" verðið, láta þetta virka ódýrara en það er.
Re: Sambíóin og gremja.
Sent: Þri 28. Des 2010 17:25
af benson
Ég er strax farinn að kvíða fyrir Tron ferð einmitt út af einhverju svona rugli sem kemur alltaf upp.
Re: Sambíóin og gremja.
Sent: Þri 28. Des 2010 17:28
af Revenant
Neytandi.is - Greiðslur og viðbótargreiðslur
Gætir prófað að leita á þessari síðu varðandi rétt þinn.
Re: Sambíóin og gremja.
Sent: Þri 28. Des 2010 17:35
af intenz
Hvar í andskotanum er þessi sundurliðaða kvittun?
Re: Sambíóin og gremja.
Sent: Þri 28. Des 2010 18:49
af SolidFeather
Gleraugun voru alltaf ókeypis gegn því að maður skilaði þeim aftur. En svo er til fólk eins og þú sem tekur þau með sér heim.
Re: Sambíóin og gremja.
Sent: Þri 28. Des 2010 18:52
af BjarkiB
SolidFeather skrifaði:Gleraugun voru alltaf ókeypis gegn því að maður skilaði þeim aftur. En svo er til fólk eins og þú sem tekur þau með sér heim.
Hvaða ásakanir eru þetta.Hvað veist þú um að hann hefur ekki keypt gleraugun?
Alltaf þessi leiðinlegu comment frá þér.
Re: Sambíóin og gremja.
Sent: Þri 28. Des 2010 18:59
af SolidFeather
Ef að hann hefur farið í 3D bíó og þurft að kaupa 3D gleraugu áður þá hefði hann líklegast kvartað fyrr.
Re: Sambíóin og gremja.
Sent: Þri 28. Des 2010 19:14
af Pandemic
SolidFeather skrifaði:Gleraugun voru alltaf ókeypis gegn því að maður skilaði þeim aftur. En svo er til fólk eins og þú sem tekur þau með sér heim.
Ég skil ekki alveg þennan dónaskap en þessi gleraugu voru keypt á sínum tíma í gegnum midi.is fyrir smárabíó og geymd til að spara okkur krónurnar næst þegar farið væri í 3D bíó. Þráðurinn er um það hvort það sé ekki rétt hjá fyrirtækjum að láta fólk vita af því að það þurfi að koma með sín eigin gleraugu.
Svo er önnur pæling hvernig á maður að vita hvort sín gleraugu virki í þessu ákveðna bíói? t.d er Háskólabíó með allt annað kerfi heldur en Sambíóin
Re: Sambíóin og gremja.
Sent: Þri 28. Des 2010 19:18
af SolidFeather
Pandemic skrifaði:SolidFeather skrifaði:Gleraugun voru alltaf ókeypis gegn því að maður skilaði þeim aftur. En svo er til fólk eins og þú sem tekur þau með sér heim.
Ég skil ekki alveg þennan dónaskap en þessi gleraugu voru keypt á sínum tíma í gegnum midi.is fyrir smárabíó og geymd til að spara okkur krónurnar næst þegar farið væri í 3D bíó. Þráðurinn er um það hvort það sé ekki rétt hjá fyrirtækjum að láta fólk vita af því að það þurfi að koma með sín eigin gleraugu.
Nú skil ég ekki alveg. Seinast þegar ég fór í 3D bíó borgaði ég eitthvað um 1250 fyrir miðann (
eitthvað svoleiðis) og inní því verði fékk maður gleraugu sem maður átti svo að skila eftir myndina.
Keyptir þú semsagt gleraugu af midi.is til þess að spara þér krónur næst? Hvaða krónur áttirðu að spara þegar þú gekkst útfrá því að gleraugun fylgdu með til að byrja með?
Re: Sambíóin og gremja.
Sent: Þri 28. Des 2010 19:26
af Pandemic
SolidFeather skrifaði:Pandemic skrifaði:SolidFeather skrifaði:Gleraugun voru alltaf ókeypis gegn því að maður skilaði þeim aftur. En svo er til fólk eins og þú sem tekur þau með sér heim.
Ég skil ekki alveg þennan dónaskap en þessi gleraugu voru keypt á sínum tíma í gegnum midi.is fyrir smárabíó og geymd til að spara okkur krónurnar næst þegar farið væri í 3D bíó. Þráðurinn er um það hvort það sé ekki rétt hjá fyrirtækjum að láta fólk vita af því að það þurfi að koma með sín eigin gleraugu.
Nú skil ég ekki alveg. Seinast þegar ég fór í 3D bíó borgaði ég eitthvað um 1250 fyrir miðann (
eitthvað svoleiðis) og inní því verði fékk maður gleraugu sem maður átti svo að skila eftir myndina.
Keyptir þú semsagt gleraugu af midi.is til þess að spara þér krónur næst? Hvaða krónur áttirðu að spara þegar þú gekkst útfrá því að gleraugun fylgdu með til að byrja með?
Þú hefur greinilega verið að misskilja tilgangin í að kaupa gleraugun sér. Þú kaupir gleraugun til að geta átt þau og afhakað þann möguleika við miðasöluna á netinu alveg eins og þú gerir í hini venjulegu miðasölu þá er spurt hvort þú viljir gleraugu eða ekki og ef þú vilt þau þá borgaru 150kr.
Svo þegar maður á sjálf gleraugun þá getur maður sparað sér 150kr í bíó næst með því að geyma þau sem maður keypti síðast. Þetta er möguleiki hjá öllum hinum bíóunum og mér fannst eins og það væri inn í verðinu hjá Sambíóunum og að möguleikin til að sleppa því að taka gleraugun væri ekki til staðar. En auðvitað hugsar maður að gleraugun fylgi þegar miðaverðið er orðið svona hátt og manni er hvergi sagt að það þurfi að kaupa þau sér.
Re: Sambíóin og gremja.
Sent: Þri 28. Des 2010 19:27
af Orri
Hvernig gleraugu fékkstu svo fyrir þennan 700 kall ?
Bara svona venjuleg RealD eða Dolby3D gleraugu eins og í Háskólabíó ?
Re: Sambíóin og gremja.
Sent: Þri 28. Des 2010 19:28
af Pandemic
Orri skrifaði:Hvernig gleraugu fékkstu svo fyrir þennan 700 kall ?
Bara svona venjuleg RealD eða Dolby3D gleraugu eins og í Háskólabíó ?
Venjuleg RealD
Re: Sambíóin og gremja.
Sent: Þri 28. Des 2010 19:41
af intenz
intenz skrifaði:Hvar í andskotanum er þessi sundurliðaða kvittun?
Ég meina sko frá Sambíóunum, þar sem maður sér HVAÐ maður var að borga fyrir.
Re: Sambíóin og gremja.
Sent: Þri 28. Des 2010 19:49
af GuðjónR
Ég er ekki frá því að eftir hrun hafi felugjöld og skíta markaðssetningar færst í aukana.
Re: Sambíóin og gremja.
Sent: Þri 28. Des 2010 20:24
af lukkuláki
Ég er nú nokkuð viss um að þetta sé ólöglegt það kemur hvergi fram að þú þurfir 3D gleraugu á myndina
það kemur hvergi fram að þau kosti sérstaklega þá myndi maður ætla að þau séu innifalin í miðaverði.
Ef þú ert ekki þegar búinn að því þá skaltu senda þetta til neytendasamtakana þetta verða þeir að laga
ég býst ekki við að þú hafir neitt upp úr því nema þá það að láta þá ekki komast upp með að gera þetta við fleira fólk.
Þú hefur sennilega hrist eitthvað upp í þeim núna kemur fram þessi testi
"(Gleraugu ekki innifalin þau má versla í sjoppu) "
Re: Sambíóin og gremja.
Sent: Þri 28. Des 2010 20:33
af Pandemic
lukkuláki skrifaði:Ég er nú nokkuð viss um að þetta sé ólöglegt það kemur hvergi fram að þú þurfir 3D gleraugu á myndina
það kemur hvergi fram að þau kosti sérstaklega þá myndi maður ætla að þau séu innifalin í miðaverði.
Ef þú ert ekki þegar búinn að því þá skaltu senda þetta til neytendasamtakana þetta verða þeir að laga
ég býst ekki við að þú hafir neitt upp úr því nema þá það að láta þá ekki komast upp með að gera þetta við fleira fólk.
Þú hefur sennilega hrist eitthvað upp í þeim núna kemur fram þessi testi
"(Gleraugu ekki innifalin þau má versla í sjoppu) "
Ég er svosem ekkert að naga á mér handabakið yfir þessum 700kr en finnst þetta bara mjög óheiðarlegt og vona að breyting verði þarna á. Svo er efni í annan þráð hverskonar okur þessi sjoppa er hjá þeim verðið hækkað úr öllu valdi.
Re: Sambíóin og gremja.
Sent: Þri 28. Des 2010 20:45
af Frussi
http://sambio.is/Websales/Movie/1290/#p ... %2F1916%2F" onclick="window.open(this.href);return false;
Þarna kemur nokkuð skýrt fram að gleraugu fylgja ekki...
Re: Sambíóin og gremja.
Sent: Þri 28. Des 2010 20:47
af GullMoli
Greinilega búið að breyta þessu núna, ef þú skoðar myndirnar í upphafspóstinum þá stóð þetta ekki.
Re: Sambíóin og gremja.
Sent: Mið 29. Des 2010 23:01
af Hörður Valgarðsson
Sælir
ég starfa hjá Sambíóunum og vill endilega koma með eftirfarandi punkta.
Þetta var upprunalega sett inn með þessum hætti þar sem þrívíddarverð er ekki sama og verð á tvívíddarmyndir þar sem stúdíóin sem framleiða myndirnar krefjast hærra miðaverðs vegna aukins framleiðslukostnaðar, það var ekkert við þetta með ráðum gert til að vera með villandi verð eða til að blekkja viðskiptavini okkar, heldur mætti frekar segja að ekki hafi verið nægilega hugsað út í orðalagið.
Ég get tekið undir það að nafnið almennt miðaverð með 3D geti valdið misskilningi enda fengum við ábendingu um það og því hefur verið breytt í "almennt miðaverð í 3D" ásamt því sem nú er skýrt tekið fram fyrir aftan verðflokkana að gleraugu fylgi ekki með.
gleraugun má annaðhvort taka með sér eða kaupa í sjoppu bíósins á kostnaðarverði.
Varðandi sundurliðuðu kvittunina yfir hvað var keypt þá er hún fyrir ofan hjá þeim sem byrjaði með þennan þráð og kallast 7.jpg.
Vonandi skýrir þetta málið og takk fyrir ábendingarnar.
Re: Sambíóin og gremja.
Sent: Mið 29. Des 2010 23:14
af kubbur
Hörður Valgarðsson skrifaði:Sælir
ég starfa hjá Sambíóunum og ...r.
þetta kann ég að meta
Re: Sambíóin og gremja.
Sent: Mið 29. Des 2010 23:18
af Hvati
kubbur skrifaði:Hörður Valgarðsson skrifaði:Sælir
ég starfa hjá Sambíóunum og ...r.
þetta kann ég að meta
x2, flott að sjá svona
Re: Sambíóin og gremja.
Sent: Fim 30. Des 2010 01:40
af wicket
Hvati skrifaði:kubbur skrifaði:Hörður Valgarðsson skrifaði:Sælir
ég starfa hjá Sambíóunum og ...r.
þetta kann ég að meta
x2, flott að sjá svona
x3. Alltaf gaman að sjá fyrirtæki taka þátt í umræðunni. Fyrirtæki sem gera það, bæði hér á Vaktinni, Twitter,Facebook og bara á netinu almennt fá plús í kladdann hjá mér.
Það er eitt að hlusta en að taka þátt í umræðunni er annað og meira, vel gert Sambíó.
Re: Sambíóin og gremja.
Sent: Fim 30. Des 2010 02:16
af GGG
Frábært en alltof sjaldgæft þegar fyrirtæki bregðast svona við, bravó SAM
Re: Sambíóin og gremja.
Sent: Fim 30. Des 2010 05:06
af hallihg
Það væri samt áhugavert til að fá þennan Sambíóarmann til að útskýra hækkaða verðlagningu þeirra á gosi og sælgæti, hvort þeir geri sér grein fyrir því að þeir eru í samkeppni og hvort þeim sé ljóst að stærðir þeirra á gosi og poppkorni, sem eru minni en hjá samkeppnisaðilanum, kosta samt töluvert meira en stærri skammtar í öðrum kvikmyndahúsum. Eru Sambíóin með svona einstaklega slæman samning við Vífilfell, eða er salan á 3d gleraugunum ekki að skila nóg í kassann og markið því sett á heimsmet í álagningu á sælgæti, vélargosi og poppkorni? Kannski smámunalegar spurningar í samanburði við þessa undarlegu viðskiptahætti við miðakaupin, en þess verðlagning í sjoppunum er útúr kortinu.