Síða 1 af 2

Aldrei aftur áskrift hjá stöð2.

Sent: Þri 28. Des 2010 14:16
af GGG
Ég tek aldrei aftur áskrift hjá 365.

Ég splæsti í Enska Boltann á stöð2 sport2 yfir jólin, og sökum veðurs var mjög mörgum af leikjunum sem ég ætlaði að horfa á frestað.

Ég hringdi í þjónustuverið hjá þeim og spurði hvort það stæði ekki til að endurgreiða hluta af verðinu eða veita einhvern afslátt, td. af næsta mánuði þar sem þessir leikir yrðu leiknir í honum. Nei, enginn afsláttur, engin endurgreiðsla, og viðbrögðin í þjónustuverinu voru bara pirringur, eins og það væri alveg sjálfsagt að ég borgaði fullt verð fyrir þetta??? :wtf

Ætlaði að kaupa áskrift í nokkra mánuði í viðbót, ekki séns, héðan í frá horfi ég bara á þetta á netinu og nota peninginn í eitthvað annað. :megasmile

Re: Aldrei aftur áskrift hjá stöð2.

Sent: Þri 28. Des 2010 14:39
af AntiTrust
Uhm, ég get nú ekki gert að því að finnast þú frekar barnalegur að telja þig eiga rétt á endurgreiðslu vegna veðurs. Þetta er e-ð sem viðkemur þeim ekki neitt og þeir hafa enga stjórn á. Þeir eru ekki að ábyrgjast neinar ákveðnar útsendingar, enda óraunhæft.

Re: Aldrei aftur áskrift hjá stöð2.

Sent: Þri 28. Des 2010 14:47
af Tesli
Ég verð líka að segja að mér finnst þú ekki eiga inni neina endurgreiðslu eða neitt út á þetta, stöð 2 tekur ekki ábyrgð á veðri...

Re: Aldrei aftur áskrift hjá stöð2.

Sent: Þri 28. Des 2010 14:49
af bulldog
x2

Re: Aldrei aftur áskrift hjá stöð2.

Sent: Þri 28. Des 2010 14:53
af GGG
AntiTrust skrifaði:Uhm, ég get nú ekki gert að því að finnast þú frekar barnalegur að telja þig eiga rétt á endurgreiðslu vegna veðurs. Þetta er e-ð sem viðkemur þeim ekki neitt og þeir hafa enga stjórn á. Þeir eru ekki að ábyrgjast neinar ákveðnar útsendingar, enda óraunhæft.
Fyrir hvað var ég þá eiginlega að borga ef ekki útsendingarnar á enska boltanum?
Geturu sagt mér það?


Fáránlegt að borga fyrir eitthvað sem þú færð svo ekki. Væriru kannski líka sáttur við að borga fullt verð fyrir hamborgara, franskar og kók og fá síðan bara brauð með sósu og vatn?

Það er ekkert skrýtið að mörg fyrirtæki hagi sér svona á Íslandi, þau eru orðin vön því að komast upp með það.

Re: Aldrei aftur áskrift hjá stöð2.

Sent: Þri 28. Des 2010 15:02
af AntiTrust
GGG skrifaði:
AntiTrust skrifaði: Fyrir hvað var ég þá eiginlega að borga ef ekki útsendingarnar á enska boltanum?
Geturu sagt mér það?


Fáránlegt að borga fyrir eitthvað sem þú færð svo ekki. Væriru kannski líka sáttur við að borga fullt verð fyrir hamborgara, franskar og kók og fá síðan bara brauð með sósu og vatn?
Þú ert að bera svo ólíka hluti saman. Þú varst að borga fyrir meðal annars dagskrá sem samkvæmt þeirri náttúru sem við búum í á plánetunni jörð, er ekki nokkur leið að garantera.

Segjum sem svo að ég fari á veitingahús og borgi mig inn á hádegishlaðborð. Ég byrja á því að smakka ýmislegt og ætla svo loks að fá mér fisk, en vegna veðurs þennan daginn var ekki hægt að keyra út fiskinn. Ég fer ekki eftir að hafa fengið mér ýmislegt að éta og heimta afslátt, afþví að einn rétturinn af mörgum var ekki í boði.

Ef þú hefðir hringt í byrjun og sagt "Ég ætla að fá hjá ykkur Stöð 2, gegn því að þið ábyrgist að ég fái að sjá þennan og þennan fótboltaleik". Þeir hefðu að sjálfsögðu svarað neitandi, þar sem það er gefið að þeir geta ekki ábyrgst það að rauntíma sjónvarpsefni skili sér, enda alltof mikið af hlutum, meðal annars veður, sem getur valdið því að ekkert verður úr því. Það féllu ekki allir leikir niður er það? Var það ekki bara brot af því efni sem var sýnt?

Þú ert að heimta afslátt vegna hluta sem þeir geta ekki borið ábyrgð á né stjórnað. Hefðu þetta verið tækjabilanir hjá þeim, væri málinu allt öðruvísi snúið.

Ég stend við fyrri orð, þetta er barnaleg ósk af þinni hálfu.

Re: Aldrei aftur áskrift hjá stöð2.

Sent: Þri 28. Des 2010 15:08
af zdndz
AntiTrust skrifaði:
GGG skrifaði:
AntiTrust skrifaði: Fyrir hvað var ég þá eiginlega að borga ef ekki útsendingarnar á enska boltanum?
Geturu sagt mér það?


Fáránlegt að borga fyrir eitthvað sem þú færð svo ekki. Væriru kannski líka sáttur við að borga fullt verð fyrir hamborgara, franskar og kók og fá síðan bara brauð með sósu og vatn?
Þú ert að bera svo ólíka hluti saman. Þú varst að borga fyrir meðal annars dagskrá sem samkvæmt þeirri náttúru sem við búum í á plánetunni jörð, er ekki nokkur leið að garantera.

Segjum sem svo að ég fari á veitingahús og borgi mig inn á hádegishlaðborð. Ég byrja á því að smakka ýmislegt og ætla svo loks að fá mér fisk, en vegna veðurs þennan daginn var ekki hægt að keyra út fiskinn. Ég fer ekki eftir að hafa fengið mér ýmislegt að éta og heimta afslátt, afþví að einn rétturinn af mörgum var ekki í boði.

Ef þú hefðir hringt í byrjun og sagt "Ég ætla að fá hjá ykkur Stöð 2, gegn því að þið ábyrgist að ég fái að sjá þennan og þennan fótboltaleik". Þeir hefðu að sjálfsögðu svarað neitandi, þar sem það er gefið að þeir geta ekki ábyrgst það að rauntíma sjónvarpsefni skili sér, enda alltof mikið af hlutum, meðal annars veður, sem getur valdið því að ekkert verður úr því. Það féllu ekki allir leikir niður er það? Var það ekki bara brot af því efni sem var sýnt?

Þú ert að heimta afslátt vegna hluta sem þeir geta ekki borið ábyrgð á né stjórnað. Hefðu þetta verið tækjabilanir hjá þeim, væri málinu allt öðruvísi snúið.

Ég stend við fyrri orð, þetta er barnaleg ósk af þinni hálfu.
Og veitingahúsið hafið auglýst að það sé fiskur á hlaðborðinu.
þá er þetta "rétt" samlíking

Re: Aldrei aftur áskrift hjá stöð2.

Sent: Þri 28. Des 2010 15:12
af JReykdal
Þú ert að kaupa áskrift af sjónvarpsstöð, ekki einstaka leiki.

Re: Aldrei aftur áskrift hjá stöð2.

Sent: Þri 28. Des 2010 15:14
af dadik
Þetta er svo heimskulegt á svo mörgum levelum að ég verð að svara þessu ..

1 - Stöð2 getur ekki stjórnað veðrinu, ef það er brjálað veður er ekkert sem þeir geta gert við því.

2 - Leikirnir voru ekki felldir niður, þeim var frestað. Ef þér hefði verið alvara með því að kaupa nokkurra mánaða áskrift hefði þetta ekki skipt neinu máli, þú hefðir einfaldlega séð leikina aðeins seinna.

3 - Samkvæmt þinni röksemdafærslu hefðirðu átt að borga minna fyrir þá mánuði þar sem leikjum var frestað. Áttu þá ekki að borga meira fyrir þá mánuði þegar þeir eru loksins sýndir?

4 - Hvað voru þessir leiki sem var frestað stór hluti af sýningartíma S2 Sport? 3%? 5%? Ertu semsagt að segja að þú hefðir haldið áskriftinni áfram fyrir 5% afslátt?

Re: Aldrei aftur áskrift hjá stöð2.

Sent: Þri 28. Des 2010 15:25
af GGG
AntiTrust skrifaði: Þú ert að bera svo ólíka hluti saman. Þú varst að borga fyrir meðal annars dagskrá sem samkvæmt þeirri náttúru sem við búum í á plánetunni jörð, er ekki nokkur leið að garantera.

Segjum sem svo að ég fari á veitingahús og borgi mig inn á hádegishlaðborð. Ég byrja á því að smakka ýmislegt og ætla svo loks að fá mér fisk, en vegna veðurs þennan daginn var ekki hægt að keyra út fiskinn. Ég fer ekki eftir að hafa fengið mér ýmislegt að éta og heimta afslátt, afþví að einn rétturinn af mörgum var ekki í boði.

Ef þú hefðir hringt í byrjun og sagt "Ég ætla að fá hjá ykkur Stöð 2, gegn því að þið ábyrgist að ég fái að sjá þennan og þennan fótboltaleik". Þeir hefðu að sjálfsögðu svarað neitandi, þar sem það er gefið að þeir geta ekki ábyrgst það að rauntíma sjónvarpsefni skili sér, enda alltof mikið af hlutum, meðal annars veður, sem getur valdið því að ekkert verður úr því. Það féllu ekki allir leikir niður er það? Var það ekki bara brot af því efni sem var sýnt?

Þú ert að heimta afslátt vegna hluta sem þeir geta ekki borið ábyrgð á né stjórnað. Hefðu þetta verið tækjabilanir hjá þeim, væri málinu allt öðruvísi snúið.

Ég stend við fyrri orð, þetta er barnaleg ósk af þinni hálfu.

Þetta var ansi stór hluti af því sem ég ætlaði að horfa á sem féll niður, held að þetta hafi verið ca. 10 leikir, og þar á meðal stærsti leikurinn í des sem þeir voru með í flestum auglýsingunum hjá sér, Chelsea vs Man UTD.

Mér finnst ekkert að því að búast við einhverskonar afslætti út af þessu.

Skrýtið að gefa ekki einhvern smá afslátt til að halda áskrifendum góðum, en ok, þá horfir maður bara á þetta á netinu.
Ég er bara að reyna að vera virkur neytandi og besta leiðin til þess er að versla ekki þjónustu/vöru sem maður er ekki sáttur við.

Við erum bara greinilega ósammála um þetta, óþarfi að kalla mig barnalegan, ég læt bara ekki vaða yfir mig og vill fá það sem ég borga fyrir, ekkert meira, ekkert minna.

Re: Aldrei aftur áskrift hjá stöð2.

Sent: Þri 28. Des 2010 15:29
af rapport
Mér finnst þetta svolítið rétt.

Ef þjónustan sem maður hefur greitt fyrir er nánast verðlaus þá er bara eðlilegt að vilja endurgreiðslu.

Þetta er svona "tough luck" dæmi en ósköp eðlileg tilfinning að fá eftir að hafa spanderað peningum í þetta.

Ég allavega hefði prófað það sama, veð ekki í peningum...

Re: Aldrei aftur áskrift hjá stöð2.

Sent: Þri 28. Des 2010 15:31
af Danni V8
JReykdal skrifaði:Þú ert að kaupa áskrift af sjónvarpsstöð, ekki einstaka leiki.
Þetta er rétt.

Þú ert ekki að kaupa áskrift af enska boltanum. Stöð 2 auglýsir ekki áskriftarleið sem heitir "Enski boltinn". Það sem þú kaupir er Stöð 2 Sport 2. Þeir auglýsa hins vegar enska boltann sem efni sem þú sérð meðal annars á þessari stöð.

Að heimta endurgreiðslu/afslátt er algjör vitleysa, væri annað mál ef þeir myndu allt í einu hætta að sýna enska boltann á þessari stöð án fyrirvara. Eins og staðan var þarna eru þeir ennþá að láta þig fá þá þjónustu sem þeir auglýstu, að sýna þá leiki sem spilaðir eru! Þessum leikjum var frestað vegna veðurs og þess vegna fékk enginn neinstaðar að sjá þá á áætluðum tíma. Það er ekkert sem Stöð 2 getur gert í því.

Re: Aldrei aftur áskrift hjá stöð2.

Sent: Þri 28. Des 2010 15:37
af emmi
GuðjónR, opnaðu nýja síðu fyrir þessa aðila sem finnst svona gaman að nöldra. :P

http://noldur.vaktin.is" onclick="window.open(this.href);return false;

Re: Aldrei aftur áskrift hjá stöð2.

Sent: Þri 28. Des 2010 16:11
af rapport
Ég veit ekki hvað Stöð 2 kostar í dag eða þessar íþróttarásir en finnst þetta allt vera fyrir tæknifatlað fólk sem getur ekki athafnað sig á netinu.

:twisted: :twisted: :twisted: :twisted: :twisted: :twisted: :twisted: :twisted: :twisted: :twisted: :twisted: :twisted: :twisted: :twisted: :twisted: :twisted: :twisted: :twisted: :twisted: :twisted: :twisted: :twisted: :twisted: :twisted: :twisted: :twisted: :twisted: :twisted: :twisted: :twisted: :twisted: :twisted: :twisted: :twisted: :twisted: :twisted: :twisted: :twisted: :twisted: :twisted: :twisted: :twisted: :twisted: :twisted: :twisted: :twisted:

Re: Aldrei aftur áskrift hjá stöð2.

Sent: Þri 28. Des 2010 17:46
af biturk
rapport skrifaði:Ég veit ekki hvað Stöð 2 kostar í dag eða þessar íþróttarásir en finnst þetta allt vera fyrir tæknifatlað fólk sem getur ekki athafnað sig á netinu.

:twisted: :twisted: :twisted: :twisted: :twisted: :twisted: :twisted: :twisted: :twisted: :twisted: :twisted: :twisted: :twisted: :twisted: :twisted: :twisted: :twisted: :twisted: :twisted: :twisted: :twisted: :twisted: :twisted: :twisted: :twisted: :twisted: :twisted: :twisted: :twisted: :twisted: :twisted: :twisted: :twisted: :twisted: :twisted: :twisted: :twisted: :twisted: :twisted: :twisted: :twisted: :twisted: :twisted: :twisted: :twisted: :twisted:
margir sem vilja hafa íslenska lýsendur til dæmis....og þar á meðal ég, mér leiðast þessir erlendu yfirleitt


en ég skil vel gremju þína, ég hefði orðið ósáttur því staðreindin er að enski boltin selur nánast allt fyrir þessa stöð eða ef ég myndi giska á 80%
fynnst dáldið kjánalegt hjá þeim eftir að hafa auglýst leikinn áf ullu til að lokka að áskrifendur að gefa ekki afslátt af næsta mánuði til að fá þá allavega áskrifendur lengur, plús góðan orðstýr, og áskrifendur lágmark næsta mánuð.

en stöð2 hafa hingað til verið þekktir fyrir allt annað en góða þjónustu og því kemur þetta mér ekkert við, ég myndi persónulega aldrei skipta við þetta skítabatterí og hef oft spáð í að downloada öllu sem er rippað þaðan þó mér fynnist það leiðinlegt bara til að vera leiðinlegur :mad

Re: Aldrei aftur áskrift hjá stöð2.

Sent: Þri 28. Des 2010 17:49
af BjarkiB
biturk skrifaði:
rapport skrifaði:Ég veit ekki hvað Stöð 2 kostar í dag eða þessar íþróttarásir en finnst þetta allt vera fyrir tæknifatlað fólk sem getur ekki athafnað sig á netinu.

:twisted: :twisted: :twisted: :twisted: :twisted: :twisted: :twisted: :twisted: :twisted: :twisted: :twisted: :twisted: :twisted: :twisted: :twisted: :twisted: :twisted: :twisted: :twisted: :twisted: :twisted: :twisted: :twisted: :twisted: :twisted: :twisted: :twisted: :twisted: :twisted: :twisted: :twisted: :twisted: :twisted: :twisted: :twisted: :twisted: :twisted: :twisted: :twisted: :twisted: :twisted: :twisted: :twisted: :twisted: :twisted: :twisted:
margir sem vilja hafa íslenska lýsendur til dæmis....og þar á meðal ég, mér leiðast þessir erlendu yfirleitt


en ég skil vel gremju þína, ég hefði orðið ósáttur því staðreindin er að enski boltin selur nánast allt fyrir þessa stöð eða ef ég myndi giska á 80%
fynnst dáldið kjánalegt hjá þeim eftir að hafa auglýst leikinn áf ullu til að lokka að áskrifendur að gefa ekki afslátt af næsta mánuði til að fá þá allavega áskrifendur lengur, plús góðan orðstýr, og áskrifendur lágmark næsta mánuð.

en stöð2 hafa hingað til verið þekktir fyrir allt annað en góða þjónustu og því kemur þetta mér ekkert við, ég myndi persónulega aldrei skipta við þetta skítabatterí og hef oft spáð í að downloada öllu sem er rippað þaðan þó mér fynnist það leiðinlegt bara til að vera leiðinlegur :mad
Úff virkilega íslenska lýsara? þoli ekki yfir 80% af þessum lýsurum hjá Stöð 2.

Re: Aldrei aftur áskrift hjá stöð2.

Sent: Þri 28. Des 2010 18:24
af Raidmax
X2 Höddi Magg er eini sem kann þetta ! :D

Re: Aldrei aftur áskrift hjá stöð2.

Sent: Þri 28. Des 2010 18:29
af BjarniTS
Munt þú byðja leigubílstjórann um afslátt sem keyrði þig í glatað áramótaparty ?

Rúv um afslátt fyrir að sýna ömurlegt sjónvarpsefni ?

Sambíó um afslátt af því að þér finnst of mikið af auglýsingum ?

Tal um afslátt því die hard.divx.swe.sum reyndist vera fake útgáfa ?

Bónus um afslátt af mjólk því að þér finnst hún ekki bragðgóð

Lífið snýst ekki um hvað þér finnst og menn gera plön og pakkatilboð án þess endilega að búa sig undir slæmt veður , gæti vissulega komið fyrir en að ætla að ábyrgjast veðrið fyrir þig og alla hina er barnaleg ósk.
S.m.b Móðir sem heldur regnhlíf yfir
barni sínu.

Re: Aldrei aftur áskrift hjá stöð2.

Sent: Þri 28. Des 2010 18:35
af fallen
Sjitt, íslenskir lýsendur eru skelfing. Gummi Ben er sá eini fíni þarna og Hjörvar Hafliða mætti líka alveg fara koma sér úr Sunnudagsmessunni yfir í að lýsa leikjunum sjálfur.
Finnst Arnar Björns, Höddi Magg og Gaupi vera bara virkilega þreyttir gaurar. Endalaust þvaður um ekki neitt og eiginlega bara lélegar lýsingar sem samanstanda af handahófskenndum öskrum.. svo ættu lýsendur náttúrulega ekki að vera kæki á borð við að ræskja sig endalaust.

Re: Aldrei aftur áskrift hjá stöð2.

Sent: Þri 28. Des 2010 18:51
af frikki1974
GGG

Farðu bara á http://atdhe.net/" onclick="window.open(this.href);return false; en þar eru allir leikirnir í ensku sýndir og líka leikirnir á meginlandi Evrópu.

Hef notað þessa síðu í 3 ár og aldrei klikkað.

Re: Aldrei aftur áskrift hjá stöð2.

Sent: Þri 28. Des 2010 18:54
af rapport
BjarniTS skrifaði:Munt þú byðja leigubílstjórann um afslátt sem keyrði þig í glatað áramótaparty ?

Rúv um afslátt fyrir að sýna ömurlegt sjónvarpsefni ?

Sambíó um afslátt af því að þér finnst of mikið af auglýsingum ?

Tal um afslátt því die hard.divx.swe.sum reyndist vera fake útgáfa ?

Bónus um afslátt af mjólk því að þér finnst hún ekki bragðgóð

Lífið snýst ekki um hvað þér finnst og menn gera plön og pakkatilboð án þess endilega að búa sig undir slæmt veður , gæti vissulega komið fyrir en að ætla að ábyrgjast veðrið fyrir þig og alla hina er barnaleg ósk.
S.m.b Móðir sem heldur regnhlíf yfir
barni sínu.
Leigubíll = hann fór frá A-B og áramótagleðin er ekki og á ekki að vera innifalin í gjaldinu...

RÚV = If I could I would (margir sem slepptu því þegar þeir gátu)

Sambíó = Ef myndin byrjar 10 min of seint þá, já (margir kvartað í blöðunum í gegnum tíðina)

Tal = þu gast DL í því felst þjónustan, hitt er þitt choice.

Bónus = Þú getur sleppt því að kaupa það sem þer þykir vont.

En ef maður er einn af þessum sem endilega þarf að kaupa hluti sem maður veit fyrirfram að maður verður óánægður með þá er maður a.m.k. að kaupa sér þá þjónustu að geta kvartað án þess að mæta dónalegu viðmóti :twisted:

Re: Aldrei aftur áskrift hjá stöð2.

Sent: Þri 28. Des 2010 19:03
af ZiRiuS
frikki1974 skrifaði:GGG

Farðu bara á http://atdhe.net/" onclick="window.open(this.href);return false; en þar eru allir leikirnir í ensku sýndir og líka leikirnir á meginlandi Evrópu.

Hef notað þessa síðu í 3 ár og aldrei klikkað.
Thumbs up fyrir þessari síðu!

Re: Aldrei aftur áskrift hjá stöð2.

Sent: Þri 28. Des 2010 20:20
af beatmaster
Í mínum huga keyptir þú þér áskrift til að sjá þá leiki sem að eru sýndir í desember sem og þú gerðir, málið dautt, þráður óþarfur.

Re: Aldrei aftur áskrift hjá stöð2.

Sent: Þri 28. Des 2010 20:41
af halldorjonz
Mér finnst þessar lýsingar vera allt bara eitthvað bull, ég er alveg semi sammála GGGG um þetta.. Ég meina

Þú skoðar dagskránna fyrir þennan mánuð, og sérð Man utd - liverpool (NAUUU) Man utd - Arsenal .. Man utd - Chelse.. Chelse - Arsneal bara fullt að eitthverju
svakalegum leikjum sem þér langar geðveikt að sjá, ferð og kaupir áskrift, og það er sýnt 1 af þessum leikjum... Auðvitað langar þér að fá 30% afslátt af þessum mánuði :?

Re: Aldrei aftur áskrift hjá stöð2.

Sent: Þri 28. Des 2010 21:22
af Klaufi
Aflýsingar vegna veðurs fella undir "Cataclysmic events".

Á Íslensku, náttúruhamfarir.

Enginn er ábyrgur fyrir neinu sem orsakast vegna veðurs eða náttúruhamfara, að undanskildum tryggingafélögum sem bjóða sérstaklega upp á tryggingu gegn náttúruhamförum (Heads up, skoðið vel skilmála á tryggingunum hjá ykkur).

/Thread