Síða 1 af 1
Taka online leikir mikla bandvídd?
Sent: Sun 12. Des 2010 19:10
af Gunnar
eins og topic segir, taka online leikir mikla bandvídd.
þegar ég tengist íslenskum eða erlendum server fara þau að væla hérna á heimilinu um að netið sé svo hægt.(Í counter strike: source.(NEI þetta er ekki þráður um hvort source eða 1,6 sé betri, öll þannig comments verða tilkynnt sem spam.))
erum með 12MB hraða hjá tal.
á ekki að vera hægt að vera að vafra netið og spila tölvuleiki á sama tímanum?
eða verður netið svaðlega hægt þegar maður fer í smá leik?
þurfum btw að endurræsa routernum þegar ný tenging(kveikt er á tölvu) kemur á routerinn. og svo nokkru sinnum yfir daginn.
allveg VEL pirrandi.
Re: Taka online leikir mikla bandvídd?
Sent: Sun 12. Des 2010 19:15
af Predator
Á ekki að vera neitt vandamál, hef allavega gert þetta síðan ég var með 2Mb tengingu. Að þú þurfir að endurræsa routerinn í hvert skipti sem það kemur ný tenging inn á hann er alveg óásættanlegt, mundi hafa samband við Tal útaf þessu vandamáli.
Re: Taka online leikir mikla bandvídd?
Sent: Sun 12. Des 2010 19:16
af Gunnar
Predator skrifaði:Á ekki að vera neitt vandamál, hef allavega gert þetta síðan ég var með 2Mb tengingu. Að þú þurfir að endurræsa routerinn í hvert skipti sem það kemur ný tenging inn á hann er alveg óásættanlegt, mundi hafa samband við Tal útaf þessu vandamáli.
gerði það hann sagði að það væri allt í góðu hjá honum. sagði að ég þyrfti að skipta um snúru frá veggnum í routerinn, búinn að því og að hann gæti lækkað hraðann niður í 8 MB sem ég er ekki allveg að fíla.
Re: Taka online leikir mikla bandvídd?
Sent: Sun 12. Des 2010 20:11
af VonDasky
Ég hætti hjá Tal, eftir að hafa fengið ekkert nema staðlað bull.
Vandamálið var rofnun á tengingu og var alltaf svarað.... smásía, snúra, vírus og lagnir í húsi.
Tækninaður frá þeim sá að vandamálið var ekki hjá mér eða í húsinu ( m.ö.o. lína ).
Það breytti engu og áfram var svarið... smásía, snúra, vírus og lagnir í húsi.... og vildu þeir ekkert gera.
Eftir 4 mánuði gafst ég upp.
Fór til Símanns og þeir fundu truflun á línunni, vegna gamalla lagna í hverfinu.
Settur úr 12Mb tengingu í 9Mb og allt er stöðugt og mun hraðara en hjá Tal.
Ég var mjög ánægður hjá Hive en Tal er allt annað kvikindi.
Re: Taka online leikir mikla bandvídd?
Sent: Sun 12. Des 2010 20:38
af Gunnar
ætti ég að prufa að fara í 8MB á gá hvort netið verðið stöðugra? eða er þetta routerinn?
og ss. það ætti ekki að hafa nein áhrif á netið að spila tölvuleiki?
Re: Taka online leikir mikla bandvídd?
Sent: Sun 12. Des 2010 21:56
af nonesenze
síminn suckar á sumum svæðum, en miðað við allar netþjónustur hér á landi eru þeir lang bestir (þá tala ég bara um adsl) ekki ljós eða vdsl, veit ekkert um það, en ég hef prufað netsamskipti, vodafone, hive og símann
hraðinn var jafn góður hjá öllum fannst mér, en latency var mikill munur á símanum og restinni og t.d. í css fékk ég bara upp svona 60 servers í internet list en með símanum langt yfir 2000 (skil ekki af hverju eða hverju það gæti tengst)