Síða 1 af 1

Umsögn um Microlab C7. Með mínu nefi...

Sent: Mið 08. Des 2010 01:33
af Narco
Smá umsögn um
Microlab Solo 7C
Umsagnaraðili: Narco. Já, borgaði fyrir hátalarana : )

Innflytjandi og söluaðili: Kísildalur,síðumúla 15.

Microlab Electronics Co. Ltd er fyrirtæki sem síðan árið 1998 þegar tvö stór fyrirtæki -American International Microlab og Shenzen Microlab Technology- sameinuðust hefur verið að framleiða allt frá litlum ferðaháturum og ipod dokkum til stærri surround kerfa sem tilheyra 9 mismunandi vörulínum sem ættu að eiga upp pallborðið hjá flestum þeim sem leita eftir hátölurum eða kerfum sem henta þeirra aðstæðum og núverandi hryggskekkju (sem fer eftir þykkt veskjanna).

Microlab Solo 7C hátalarnir sem hafa verið í minni eigu núna í um 2-3 vikur hafa nú verið keyrðr um 100 klukkustundir sem á að vera nægur tími fyrir burn in áður en komið er að alvarlegri hlustun.
Það sem ég er að reyna að gera er að skrifa þessa grein án þess að vera með of mikið af einhverjum copy paste æfingum og vil ég þá taka fram að ég get ekki einu sinni talist til amateur flokks hlustenda en er engu að síður áhugasamur um hátalara sem gera mikið þegar kemur að tónlistarflutningi og leikjaspilun.

Hér sjást hátalarnir á myndum sem ég stal alveg skammlaust af heimasíðu framleiðanda.
Solo7C.jpg
Solo7C.jpg (71.25 KiB) Skoðað 4004 sinnum
1.


Hér sést aftan á hátalarann sem hýsir magnarann og 2 rca stereo input, en einnig skrúfuðu tengin sem tilheyra tengingum milli hægri og vinstri eininga.
þarna sést einnig hljóðstyrks hnappur sem einnig er mótorstýrður og hreyfist til þegar notuð er þráðlausa fjarstýringin sem fylgir með. Að síðustu er input power og on/off hnappur.
SOLO7C1.jpg
SOLO7C1.jpg (67.63 KiB) Skoðað 4005 sinnum
2.

Framan á hátalaranum er 2x seven segment display sem sýnir hljóðstyrk auk þess að sýna hvort verið er að nota pc input eða aux input, sem hægt er að velja með fjarstýringunni.
SOLO7C2.jpg
SOLO7C2.jpg (63.6 KiB) Skoðað 4004 sinnum
3.

þessi litla fjarstýring stýrir hljóðstyrk, mutar, velur input source og stillir bassa og treble.
SOLO7C3.jpg
SOLO7C3.jpg (42.81 KiB) Skoðað 4004 sinnum
4.


Eins og myndirnar bera með sér þá eru þessir hátalarar sæmilega stórir og ef þú hefur þá uppá borði sitthvoru megin eins og ég geri þá gnæfa þeir yfir mann, og þótt einhver hafi þaninn haus þá eru hátalarnir alltaf það sem dregur athyglina. Eins og sést hér. Og þetta er 17” lappi.
100_1298.jpg
100_1298.jpg (119.55 KiB) Skoðað 4011 sinnum
5.


Eiginleikar:

- Output power, RMS110 Watt
- Power distribution, Watt55 Watt x 2
- Harmonic distortion< 0.3% 1W 1kHz
- Frequency response 55Hz -20kHz
- Signal/Noise ratio, dB> 85dB
- Separation, dB> 55dB
- Input sensitivity, mV440mV
- Nominal impedance, ohm4 ohm
- Tweeter driver type 1"
- Tweeter rated power 10 Watt 6 ohm
- Bass driver type 6.5"
- Bass rated power 30 Watt 4 ohm
- Frequency range 55Hz -20kHz
- OutputTerminals
- Input 2RCA
- Auxilliary 2RCA
- AC power 220 - 240V, 50Hz
- Others Includes remote control
- Product dimensions mm 220 x 325 x 558
- Product Net weight kg 22,40
Nei ég nenni ekki að þýða þetta :-]

Upphaflega ástæðan fyrir áuga mínum á þessum hátölurum er sá að ég vildi gott 2.0 sett með innbyggðum magnara (active) svo ég gæti losnað við allt leiðslufarganið og bassakeiluna en haldið sem bestum hljómgæðum fyrir sem minnst fjárútlát.
Eins og sést á myndunum þá eru hátalarnir með einn 1” tweeter fyrir hærri tíðnir og tvo 6.5” drivera fyrir midrange og bassa.
Og fyrir þá sem halda að 2x55W sé ekki nóg þá get ég sagt ykkur að meðan á prófunum stóð var bankað uppá hjá mér af nágranna til að láta mig vita að þótt ég hafi ágætis tónlistarsmekk þá mætti ég alveg lækka svo talandi sé saman þarna hinum megin.....
En allavegana þá er hýsingin úr mdf með viðarútliti sem sómir sér vel hvar sem er og ekki sér misfellu neinstaðar.

Til hlustunar nota ég Winamp á fartölvunni sem svo aftur er tengd við utanáliggjandi hljóðkort frá Creative sem heitir Soundblaster X-Fi Surround 5.1 og ræður það við stereo 24bita 96kHz auk þess að styðja og uppsampla uppí 5.1 hljóð.

Lítilsháttar útlistun á hlustun

Þegar ég hlusta á System of a Down (sad statue) eru raddir skýrar og miðjan kemur sterk fram meðan bassinn víbrar í lungunum sem tjörufyllt vita ekkert hvaðan á sig stendur veðrið.
Nú skal tekið fram að ég nota custom Equalizer settings sem mér finnst best henta þessari hlustun, og nota gjarna mismunandi settings eftir því hvernig tónlist hlustað er á.

Byrjunin á Kanye west (Hell of a Life) er einhverskonar víbrandi synth sem fær mig bara til að glotta útí annað og velta því fyrir mér hvað það er gaman að heyra hvernig tweeterinn kemur skemmtilega inní soundið í bland við bassann.
Soundið sem kemur inn á 4 mín. er einhver special effect sem er alveg frábær.

þar sem þetta er farin að vera hálfgerð lofræða þá má minnast á það að stundum finnst mér miðjan koma frekar sterkt inn, í sumum lögum allavegana en það gæti verið vegna þess að ég hef fram að þessu notað hátalarasett sem notast við litla miðju/tweeter drivera, og svo risa bassakeilur ; ]

Geislinn vatninu með Hljómum hlýjar manni vel og pikk fyrir geira með Bubba
gefur frábæran presence sem ég upplifði ekki með gamla settinu mínu.
I belong to you með Lenny kallinum Kravitz kýlir mann kannski ekki jafn mikið í kviðinn með bassanum og í fyrra settinu mínu en hljóðfærin fá betri presentation sem ég er alveg sáttur við.
Decode með Paramore er rosalega þétt músik sem Mætti þola aðeins betri aðgreiningu bassans frá miðjunni en þar koma kannski inn stillingarnar mínar á equalizer til sögunnar sem er eitthvað sem slípast til.....vonandi.
En Mysery Buissness með sama bandi framkallar automatic woody reflex, úff!

Gamall blues með Elmore James flytur mig að krossgötunum með djöfulinn sjálfan starandi á Elmore kallinn, og er reyndar blúsinn og acoustic tónlist algjör snilld í þessum hátölurum.

Sem sagt það er vart hægt að leyna því að ég er mjög ánægður með Microlab Solo 7C hátalarana í heildina talið.
þar sem mætti koma fram betri aðskiljum bassa og miðju er ekki eitthvað sem háir þessum gripum mikið í hlustun og getur verið að meiri fínstillingar sé þörf, og ef einhver sem er meiri audiophile les þetta og er reiðubúinn að taka mig í smá kennslustund í hlustun þá er ég til.

Þetta er fyrsti pistillinn minn og er hann keyrður eingöngu á áhuganum svo ekki skíta yfir mig af of miklu offorsi :-] Takk fyrir mig.

Re: Umsögn um Microlab C7. Með mínu nefi...

Sent: Mið 08. Des 2010 01:43
af coldcut
Meinarðu ekki "...Með mínu eyra..." ?

Re: Umsögn um Microlab C7. Með mínu nefi...

Sent: Mið 08. Des 2010 01:45
af Black
ertu að nota 17" fartölvu við þessa hátalara.. og hverning hljóðkort er í henni ef þu ert með það tengt þannif :catgotmyballs

Re: Umsögn um Microlab C7. Með mínu nefi...

Sent: Mið 08. Des 2010 01:48
af Narco
coldcut skrifaði:Meinarðu ekki "...Með mínu eyra..." ?


Þetta var tilvísun í íslenskt orðatiltæki. Smá djók svona...

Re: Umsögn um Microlab C7. Með mínu nefi...

Sent: Mið 08. Des 2010 01:50
af zedro
Black skrifaði:ertu að nota 17" fartölvu við þessa hátalara.. og hverning hljóðkort er í henni ef þu ert með það tengt þannif :catgotmyballs

Lestu greinina áður en þú spyrð spurninga og nei ég ætla ekki að quota hvað hann er að nota þú matt finna það sjálfur. :mad

Annars þrusu flott grein og skemmtileg lesning =D>

Re: Umsögn um Microlab C7. Með mínu nefi...

Sent: Mið 08. Des 2010 01:52
af Narco
Já, mange tak :-({|=

Re: Umsögn um Microlab C7. Með mínu nefi...

Sent: Mið 08. Des 2010 06:56
af ZoRzEr
Flott grein. Myndirnar gera gæfumun.

Re: Umsögn um Microlab C7. Með mínu nefi...

Sent: Mið 08. Des 2010 10:43
af atlih
er ég að bulla eða er þetta þannig að ekki er hægt að skipta um input án þess að hafa fjarstýringu + það þarf að stilla þá inná inputið í hvert sinn sem þeir eru ræstir. Myndi segja að það væri aðal tæknigallinn. En mér finnst þetta svo heimskulegt að ég vil frekar trúa því að ég finni bara ekki takkan á þeim.

Re: Umsögn um Microlab C7. Með mínu nefi...

Sent: Mið 08. Des 2010 10:51
af atlih
Mér fannst líka soundið ekki næstum jafn tilkomumikið og búið var að skrifa. Ég trúi varla að tweeterinn sé að fara í 20kHz. allavega fanst mér þeir ekki nægilega skýrir. tók strax eftir því að maður þurfti að hækka meira en venjulega til að heyra almennilega hvað sagt var þegar horft var á kvikmyndir. En ég er samt ekkert að rakka þá niður, þeir eru sennilega peningana virði, en alls ekki meira.. 4 X 6,5" er nátla snilldar quality sem ég myndi segja væri erfitt að finna í tölvuhátölurum. Bassinn þéttur en fer aldrei dýpra en 6,5" höndlar , stendur þarna 55Hz. Maður er aldrei alveg viss um þessar tölur sem gefnar eru.

Re: Umsögn um Microlab C7. Með mínu nefi...

Sent: Mið 08. Des 2010 15:53
af Narco
atlih skrifaði:er ég að bulla eða er þetta þannig að ekki er hægt að skipta um input án þess að hafa fjarstýringu + það þarf að stilla þá inná inputið í hvert sinn sem þeir eru ræstir. Myndi segja að það væri aðal tæknigallinn. En mér finnst þetta svo heimskulegt að ég vil frekar trúa því að ég finni bara ekki takkan á þeim.


Jú jú, maður þarf að nota fjarstýringuna, en ekki truflar það mig mikið. Snýst um það að þegar öll tengi eru á hátölurunum þá sé hægt að skipta á milli on the fly. Skil samt þá sem fíla þetta ekki.

Re: Umsögn um Microlab C7. Með mínu nefi...

Sent: Fim 09. Des 2010 21:44
af atlih
já þeir hefðu betur átt að hafa líka input styllinguna á hátölurun sjálfum svona ef enhver lendir í því að týna þessari litlu fjarstýringu, eða vill bara geyma hana í hilluni því að maður er yfirleitt bara með á svona 20-30 og væri bara fínt að maður gæti on/off að

Re: Umsögn um Microlab C7. Með mínu nefi...

Sent: Fim 09. Des 2010 21:56
af GuðjónR
Flott grein =D>
Svakalegir hátarlarar, ég ætla rétt að vona að þú búir í einbýli :-$

Re: Umsögn um Microlab C7. Með mínu nefi...

Sent: Fim 09. Des 2010 23:25
af Black
flott grein að öllu leiti, en já tek undir með guðjóni eins gott þú búir í einbýli :megasmile

Re: Umsögn um Microlab C7. Með mínu nefi...

Sent: Fös 10. Des 2010 00:51
af Narco
GuðjónR skrifaði:Flott grein =D>
Svakalegir hátarlarar, ég ætla rétt að vona að þú búir í einbýli :-$

Ónei, einbýli er það ekki strákar. Er samt að hugsa með mér að láta þessar elskur bara um miðlægar tíðnir og fá mér standalona actívan bassa sem myndi auka tónsviðið enn frekar. Ef einhver hefur einhverjar hugmyndir um það hvar er hægt að fá einn slíkan (ekki undir 10") bassa án þess að hann kosti handlegg og fótlegg þá endilega látið vita.

Re: Umsögn um Microlab C7. Með mínu nefi...

Sent: Fös 10. Des 2010 03:25
af Glazier
Ef þú hefur enga tónlist á (allveg silent bara) og setur hátalarana allveg í botn, heyrist þá mikið/eitthvað suð ?

Re: Umsögn um Microlab C7. Með mínu nefi...

Sent: Lau 11. Des 2010 01:52
af Narco
Glazier skrifaði:Ef þú hefur enga tónlist á (allveg silent bara) og setur hátalarana allveg í botn, heyrist þá mikið/eitthvað suð ?


Nei, það er nánast ekki neitt. Og þegar ég segi nánast þá meina ég nánast ekki neitt, og það er eitt af því sem ég skrifaði ekki í umsögnina mína eftir á að hyggja því vanalega tekur maður eftir þessu strax. Sem sagt það gleymdist vegna þess að ég heyrði ekki neitt fyrr en ég setti eyrað að þeim :oops:

Re: Umsögn um Microlab C7. Með mínu nefi...

Sent: Lau 31. Mar 2012 01:26
af Yawnk
Hvernig eru þessir í leikjaspilun? :)