Síða 1 af 1

Hvar er best að láta laga LCD tölvuskjái?

Sent: Mið 17. Nóv 2010 18:44
af jonrh
Er með einn 5 ára Xerox xap-192i 19" LCD tölvuskjá sem kveikir ekki á sér. Skjárinn er alveg svartur en power takkinn lýsir stöðugt með blikki á sirka 1-2 sek fresti. Google leit skilaði því að ljósið tákni að skjárinn sé í 'protected mode' og því líklegast að inverterinn sé ónýtur en ekki panelinn.

Spurningarnar eru:
  • 1. Hvar er best að láta laga LCD tölvuskjái?
    2. Mun það svara kostnaði að skipta um inverter?

Re: Hvar er best að láta laga LCD tölvuskjái?

Sent: Mið 17. Nóv 2010 18:48
af SteiniP
Borgar sig örugglega ef þú gerir þetta sjálfur. Inverterinn getur varla kostað meira en 5000 kall en þetta færi örugglega langt yfir andvirði skjásins á verkstæði.