Síða 1 af 2

4 Tölvur í mismunandi ástandi.

Sent: Mið 10. Nóv 2010 22:34
af mattalingur
Sælir vaktarar!
Long time reader en pósta lítið.

En þar sem mig fer að langa í nýja tölvu þá setti konan þær kröfur um að ég myndi henda "ruslinu" út, enda alveg nóg að hafa 6 tölvur í mismunandi ástandi í 60fm íbúð (ha ha ha!)
Svo hér koma þær 4 sem fara.
Voðalega ódýrt og aldrei að vita en að einhver geti notað þetta.

Tek það fram að ég tek enga ábyrgð á þessum vörum, enda aldrei ræst 1. tölvuna, notaði tölvu 2 síðast 2008, og skjákortið hætti að virka í 3. tölvunni í síðasta mánuði, hef ekki notað 4. tölvuna í einhverja mánuði útaf neðangreindum ástæðum tek það fram hérna líka uppi að enginn harður diskur fylgir með neinum af tölvunum.

ég er á Reykjavíkursvæðinu, nánar tiltekið BRH, ég mun ekki bjóðast til að sendast með þetta. Ef þú ert úti á landi þá búhú?

:Kassi 1:

Compaq Turnkassi,
Ekkert Power Supply
Enginn Harður diskur
Móðurborð Gigabyte 8IPE1000 Rev1.0
http://www.soft32download.com/software/ ... tails.html <- Smá info um Móðurborðið ásamt Driverum.
Örgjörvi - Óþekktur Intel (kem ekki helv.. viftunni/Álsökklinum af)
CD Drif
Disklingadrif
2x 256mb DDR Samsung, (sennilegast 400mhz)

Fékk þennan turn upp í hendurnar fyrir stuttu en hef ekkert að gera við hann.. byrja boð í 2.þúsund ?

Mynd

Mynd

:Kassi 2:

Medion
Intel Pentium 4HT 2.? Ghz (man ekki stærðina)
Móðurborð Medion MD8088/ MSI MS-7048
Skjákort NX6200
http://www.newegg.com/Product/Product.a ... 6814127290
(Veit ekki hvort mig vanti samt snúru í skjákortið til að það virki því það kom ekki mynd á skjáinn en skjárinn var/er þekktur fyrir að vera bilaður og koma ekki með mynd)
350W Power Supply FSP360-60mdn
2x 256mb Kingston DDR 400mhz
DVD Skrifari
DVD lesari
Media bay
Enginn Harður Diskur fylgir með.
spurning hvort ég sé með lausu hliðina einhverstaðar á heimilinu.
Löglegt Windows XP og Serial key á bakhliðinni.

Mynd

Mynd


Keypti þessa tölvu í kringum 2004/2005 frá BT *rolleyes* en hún virkaði alltaf fínt. hætti svo að nota hana 2008 þegar ég flutti, og hef ekkert notað síðan. keypti NX6200 í hana um 2007
og gerði lítið annað í tölvunni en að spila Eve Online og World of Warcraft, og hún dugaði alveg í það.
Ræsti hana um daginn og hún fór í gang og alles en annaðhvort skjárinn eða skjákortið ákvaðu að virka ekki (sennilegast skjárinn) svo ég gat ekki séð neitt meira en það.

Boð byrja í 5.þúsund ?

:Tölva 3:

Fujitsu Siemens Amilo Xi2528 ferðatölva

http://www.itreviews.co.uk/hardware/h1413.htm hérna er Review um tölvuna.

Batteríið er eiginlega ónýtt og fylgir ekki hleðslutæki með.
Hörðu diskarnir fylgja heldur ekki með.
Löglegt Windows Vista
Skjákortið er einnig ónýtt. Þannig ég veit ekkert hver væri til í svona tölvu.
keypt janúar 2008 í BT (maður bara fastakúnni þarna um tíma!)

Mynd

Boð byrja í 5.þúsund ?

:Tölva 4:

Acer Aspire 5920G

http://www.notebookcheck.net/Review-Ace ... 217.0.html <- Flott review um þessa ágætis tölvu

Fékk þessa tölvu í vöruskiptum á síðasta ári en fékk ekki hleðslutæki með henni. Þegar ég fékk loks hleðslutækið þá hitnaði víst svo svaðalega í kringum þar sem "typpið" fer í innstunguna að plastið bráðnaði. Þegar ég leit betur á þetta þá hafði vír losnað, vír sem átti að fara í "píkuna". Vírinn losnaði við eitthvað lítið stykki (resistor?) sem olli því að allur hitinn kom og þetta vesen. ég náði að tengja þetta aftur og tölvan virkaði þá á meðan, svo losnaði þetta litla stykki ásamt vír og týnist og hef ég ekkert getað notað tölvuna síðan (vá ritgerð!)

Annars virkaði tölvan þrusuvel á meðan maður gat notað hana. fínt að spila World of Warcraft (ekkert brjáluðustu gæði samt) Veit ekki hversu mikið mál væri að finna svona stykki og tengja vírana saman við "píkuna" en það er ekki mitt mál.
Löglegt Windows Vista
Hleðslutæki fylgir!

Skjákortið virkar fínt
Batteríið er gott
Harður diskur fylgir ekki með.

boð byrja í 5.þúsund ?

Mynd

Mynd

Ég áskil mér þann rétt að hætta við sölu á sérhverjum hlut þóknast það mér.
Hlutirnir seljast As-is, engin ábyrgð tekin á þeim.

Allt skítkast og vesen "vel" þegið inn í þennan þráð.

Annars bara happy bidding

Re: 4 Tölvur í mismunandi ástandi.

Sent: Mið 10. Nóv 2010 22:43
af Godriel
Bara byrjunarboðið 5K í tölvu nr.4 acerinn :) hérna

Re: 4 Tölvur í mismunandi ástandi.

Sent: Mið 10. Nóv 2010 22:55
af Cikster
3 þúsund í tölvu 3 ... amilo

Re: 4 Tölvur í mismunandi ástandi.

Sent: Mið 10. Nóv 2010 22:55
af Gets
Og ég er með byrjunarboðið 5000 í :Tölvu 3:

Re: 4 Tölvur í mismunandi ástandi.

Sent: Mið 10. Nóv 2010 22:56
af hannesthor
skal taka báða lappana á 12þús

Re: 4 Tölvur í mismunandi ástandi.

Sent: Mið 10. Nóv 2010 23:55
af beatmaster
Ég skal taka báða kassana (Tölva 1 og Tölva 2) saman á 6000 kr.

Re: 4 Tölvur í mismunandi ástandi.

Sent: Fim 11. Nóv 2010 10:32
af Godriel
7K í tölvu nr 4

Re: 4 Tölvur í mismunandi ástandi.

Sent: Fim 11. Nóv 2010 12:41
af mattalingur
Já Sæll!. Átti ekki von á svona miklum viðbrögðum á 12 tímum.

Hæstu boð eru:

Beatmaster, tölva 1 og 2 saman á 6k.
Hannesthor með tölvur 3 og 4 saman á 12k

Godriel er með næsta hæsta boðið í Acer með 7.þúsund,
Þannig ef einhver býður hærra í Fujitso Amilo tölvuna en 5k þá breytist staðan.

Ég tek fram að ég svara EKKI í PM

(er ekki annars löglegt að svara póstum innan 24 tíma frá fyrsta pósti?)

Re: 4 Tölvur í mismunandi ástandi.

Sent: Fim 11. Nóv 2010 16:39
af beatmaster
Er skelin á Acer vélinni skemmd þarsem straumtengið á að vera?

Re: 4 Tölvur í mismunandi ástandi.

Sent: Fim 11. Nóv 2010 16:44
af mattalingur
Skelin er ekki heil, Þú getur skoðað neðstu myndina og þar ætti að sjást ða ég hef klippt við "píkuna" til að koma snúrunum "út" úr skelinni.

Re: 4 Tölvur í mismunandi ástandi.

Sent: Fim 11. Nóv 2010 16:47
af coldcut
mattalingur skrifaði:(er ekki annars löglegt að svara póstum innan 24 tíma frá fyrsta pósti?)


Jú...svo lengi sem þú ert að svara fyrirspurnum eða öðrum innleggjum. Það er ekki löglegt ef þú ert að "bumpa" þráðinn ;)

Re: 4 Tölvur í mismunandi ástandi.

Sent: Fös 12. Nóv 2010 01:02
af arontaktur
býð 4 þúsund í tölvu 2

Re: 4 Tölvur í mismunandi ástandi.

Sent: Fös 12. Nóv 2010 02:55
af urban
mattalingur skrifaði:Já Sæll!. Átti ekki von á svona miklum viðbrögðum á 12 tímum.

Hæstu boð eru:

Beatmaster, tölva 1 og 2 saman á 6k.
Hannesthor með tölvur 3 og 4 saman á 12k

Godriel er með næsta hæsta boðið í Acer með 7.þúsund,
Þannig ef einhver býður hærra í Fujitso Amilo tölvuna en 5k þá breytist staðan.

Ég tek fram að ég svara EKKI í PM


(er ekki annars löglegt að svara póstum innan 24 tíma frá fyrsta pósti?)


jú það er vel í góðu lagi að þú svarir spurningum innan 24 tíma
og mátt gera það þess vegna á 5 mín fresti ef að þú ert alltaf að svara spurningum

en þú átt heiður skilið.
þetta er eitthvað sem að alltof fáir gera.
ertu með alvöru opið uppboð á vörum hérna.

semsagt það sjá allir hvað er í gangi, ekkert pm rugl, heldur bara uppboð og þú sérð það boð sem að þú þarft að yfirbjóða

Re: 4 Tölvur í mismunandi ástandi.

Sent: Fös 12. Nóv 2010 10:03
af beatmaster
Hvenær endar svo uppboðið?

Re: 4 Tölvur í mismunandi ástandi.

Sent: Fös 12. Nóv 2010 10:13
af mattalingur
Takk fyrir það.

Sömu boð standa enn

þ.e Beatmaster og Hannesthor

Boði lýkur kl 16. í dag.

Re: 4 Tölvur í mismunandi ástandi.

Sent: Fös 12. Nóv 2010 14:27
af arontaktur
ég býð 6500 í tölvu 1 og 2

Re: 4 Tölvur í mismunandi ástandi.

Sent: Fös 12. Nóv 2010 14:55
af mattalingur
Arontaktur með hæsta boð í tölvu 1 og 2.

ATH! Það er ekki hlið á kassa nr 2... bara veit ekkert hvert hún hefur farið! :shock:

Re: 4 Tölvur í mismunandi ástandi.

Sent: Fös 12. Nóv 2010 15:08
af Godriel
Er ég ekki með hæðsta boð í nr 4 ennþá þó að hann hafi boðið í báðar 12K

Re: 4 Tölvur í mismunandi ástandi.

Sent: Fös 12. Nóv 2010 15:24
af hannesthor
Godriel skrifaði:Er ég ekki með hæðsta boð í nr 4 ennþá þó að hann hafi boðið í báðar 12K


Mér skilst ég vera með hæsta boð í báðar :)

Re: 4 Tölvur í mismunandi ástandi.

Sent: Fös 12. Nóv 2010 15:29
af mattalingur
Godriel skrifaði:Er ég ekki með hæðsta boð í nr 4 ennþá þó að hann hafi boðið í báðar 12K


Þar sem það hefur enginn boðið í Amilo tölvuna lágmarksboð þá er boð Hannesthor fýsilegra þar sem hann er þá að taka amilo og acer á 12k, sem er lágmarksboð í báðar plús 2k. Þið eruð í raun með jafnhátt boð en hann tekur Amilo tölvuna líka.

Re: 4 Tölvur í mismunandi ástandi.

Sent: Fös 12. Nóv 2010 15:31
af Gets
Býð 15.000 kr í 3 og 4 :twisted:

Re: 4 Tölvur í mismunandi ástandi.

Sent: Fös 12. Nóv 2010 15:33
af hannesthor
16þús

Re: 4 Tölvur í mismunandi ástandi.

Sent: Fös 12. Nóv 2010 15:39
af Godriel
18K í nr 3 og 4 þá :)

Re: 4 Tölvur í mismunandi ástandi.

Sent: Fös 12. Nóv 2010 15:45
af hannesthor
20þús

Re: 4 Tölvur í mismunandi ástandi.

Sent: Fös 12. Nóv 2010 15:52
af Godriel
Þá er ég úti... nema að þú viljir Tattoo í staðinn :D