Síða 1 af 2
Real life minecraft.. Biturk og Black
Sent: Þri 02. Nóv 2010 18:01
af Black
Við komumst að því hverning það er að vera "character" í minecraft í dag.. ég ákvað að láta reyna á hvað bíllin minn kæmist og fór uppá smá fell sem er rétt fyrir ofan akureyri, vantaði örlítið uppá þegar bíllin sökk á öðrumeginn í snjó

, ég var með 1felaga minum og við biðum í 2 tíma í bíl og hringdum eftir aðstoð, skólfu e-ð ekkert gekk, þannig ég hringdi í BiturK á hér á vaktinni og hann kom með skóflu og við mokuðum bílinn upp, vægast sagt þá sá ég í dag hvað maður er að leggja fyrir Minecraft characternum sínum.. því við vorum þarna að moka upp bílinn í 2tíma, í skafrenning og kulda :-({|= og það tók ekkert lítið á!
en síðan komst búðingurinn uppúr snjóskaflinum og við komumst heim.. happy ending

tók btw 5 tíma
.. Takk Kærlega fyrir hjálpina

Re: Real life minecraft.. Biturk og Black
Sent: Þri 02. Nóv 2010 18:32
af biturk
já.....ég man núna af hverju ég svara alderi númer sem ég þekki ekki, það boðar aldrei gott
éeg ætlaði nú bara uppjaflega að henda skóflu í strákana og láta þá redda þessu en þegar ég var komin að rótum fálkafells þá sá ég hvernig veðrið var og ákvað að rölta með black uppettir og hjálpa, myndi væntanlega ekki veita af að vera tveir að ýta.........þoli ekki þegar ég hef rétt fyrir mér
hjérna eru myndir, þær voru teknar á c903 síma á þeim andartökum þegar minnsti bilurinn var, á köflum hliðiná bílnum hægra megin var alveg vel hnjá djúpur snjór.....við þurftum að moka hann fimm sinnum upp því bílllinn koksar dáldið hressilega á verstu augnablikum þegar hann á einmitt ekki að gera það
hjérna eru myndir.......næst strákar.....takið með ykkur skóflu og verið almennilega klæddir

því þið mokið ykkur sjálfir upp næst.....núna ættuð þið að vita hvernig maður losar lítinn tourin í miklum snjó

stolti eigandinn að moka

stoltur eigandi hér á ferð með skóflu

touring heill á húfi

pontiac klikkar ekki í snjónum

feginn eigandi að vera kominn niðurettir

ótrúlega sáttur að hafa komist
:goodbeer
Re: Real life minecraft.. Biturk og Black
Sent: Þri 02. Nóv 2010 18:36
af ZoRzEr
Pics or it didn't happen.
Næsta þegar ég sé bíl fastan útí kanti hringi ég bara í BiturK

Re: Real life minecraft.. Biturk og Black
Sent: Þri 02. Nóv 2010 18:38
af biturk
ZoRzEr skrifaði:Pics or it didn't happen.
Næsta þegar ég sé bíl fastan útí kanti hringi ég bara í BiturK

það eru komnar myndir kúturinn minn
en annars.....nei nei það skaltu ekkert vera að gera!
Re: Real life minecraft.. Biturk og Black
Sent: Þri 02. Nóv 2010 18:41
af Gunnar
og hver er síminn hjá þér biturk?
kemuru annar ekki til rvk ef ég þarf hjálp?

Re: Real life minecraft.. Biturk og Black
Sent: Þri 02. Nóv 2010 18:42
af biturk
það er nú það skemmtielga við þetta.....
það geri ég ekki

Re: Real life minecraft.. Biturk og Black
Sent: Þri 02. Nóv 2010 19:02
af BjarkiB
Duglegir eru þið!

Annars já þá var snarklikkað veður í dag á Akureyri. Rétt lifði af að labba úr skólanum haha.
og BiturK ert þetta þinn pontiac?
Re: Real life minecraft.. Biturk og Black
Sent: Þri 02. Nóv 2010 19:07
af Black
Ætla uppí víkurskarð, sá að það eru 18metrar á sec, og stórhríð!

Bitur ég hringi bara ef ég festi mig

Re: Real life minecraft.. Biturk og Black
Sent: Þri 02. Nóv 2010 19:08
af Danni V8
Man þegar ég festi Chevrolet sem ég átti í Skafli uppá Vallarheiði (Ásbrú) í Reykjanesbæ um miðja nótt. Hringdi í félaga minn sem sótti mig og við skildum bílinn bara eftir úti á miðri götu og sóttum hann daginn eftir
Þurftum þá einmitt að moka alveg slatta, tjökkuðum hann upp og mokuðum undan honum. Það var alveg gott ævintýr.
Re: Real life minecraft.. Biturk og Black
Sent: Þri 02. Nóv 2010 19:10
af vesley
Black skrifaði:Ætla uppí víkurskarð, sá að það eru 18metrar á sec, og stórhríð!

Bitur ég hringi bara ef ég festi mig

18metrar. Það er bara gola á íslenskum mælikvarða

Re: Real life minecraft.. Biturk og Black
Sent: Þri 02. Nóv 2010 19:13
af gardar
Þessi pontiac

Re: Real life minecraft.. Biturk og Black
Sent: Þri 02. Nóv 2010 19:21
af rapport
Danni V8 skrifaði:Man þegar ég festi Chevrolet sem ég átti í Skafli uppá Vallarheiði (Ásbrú) í Reykjanesbæ um miðja nótt. Hringdi í félaga minn sem sótti mig og við skildum bílinn bara eftir úti á miðri götu og sóttum hann daginn eftir
Þurftum þá einmitt að moka alveg slatta, tjökkuðum hann upp og mokuðum undan honum. Það var alveg gott ævintýr.
Þessi fyrsti vetur þarna uppfrá var klikkaður, rútan henti fólki út á Reykjanesbrautinni og allir þurftu að labba þaðan og heim til sín (sumir með börn).
Var að vinna í bænum og það var ófært 2-3 daga í bæinn yfir veturinn og það voru sko notuð öll hestöflin til að koma sér af bílaplaninu og út á götu.
Skaflar sem hægt avar að fela litla Aygoa í...
Re: Real life minecraft.. Biturk og Black
Sent: Þri 02. Nóv 2010 20:14
af biturk
gardar skrifaði:Þessi pontiac

þessi gardar

Re: Real life minecraft.. Biturk og Black
Sent: Þri 02. Nóv 2010 20:27
af GullMoli
LOL, ég ætla að vona að þið þekkist eitthvað. Og Black, common sense að fara ekki einn út í eitthvað svona ævintýri!
EDIT: Nvm sá "var með 1 félaga mínum" en amk þá common sense að taka með SKÓFLU!

Re: Real life minecraft.. Biturk og Black
Sent: Þri 02. Nóv 2010 20:30
af biturk
Black skrifaði:Ætla uppí víkurskarð, sá að það eru 18metrar á sec, og stórhríð!

Bitur ég hringi bara ef ég festi mig

já nei nei, þú kannt þetta núna félagi
og tiesto, já ég á þennan pontiac

Re: Real life minecraft.. Biturk og Black
Sent: Þri 02. Nóv 2010 20:34
af Plushy
þessi touring...
er flottu

elska touring
Re: Real life minecraft.. Biturk og Black
Sent: Þri 02. Nóv 2010 20:41
af urban
GullMoli skrifaði:LOL, ég ætla að vona að þið þekkist eitthvað. Og Black, common sense að fara ekki einn út í eitthvað svona ævintýri!
EDIT: Nvm sá "var með 1 félaga mínum" en amk þá common sense að taka með SKÓFLU!

nei
common sens hefði verið að sleppa þessu á touring

Re: Real life minecraft.. Biturk og Black
Sent: Þri 02. Nóv 2010 20:44
af GullMoli
urban skrifaði:GullMoli skrifaði:LOL, ég ætla að vona að þið þekkist eitthvað. Og Black, common sense að fara ekki einn út í eitthvað svona ævintýri!
EDIT: Nvm sá "var með 1 félaga mínum" en amk þá common sense að taka með SKÓFLU!

nei
common sens hefði verið að sleppa þessu á touring

Haha, einmitt! Sjálfur stefni ég í svipaða aðstæður á mínum 90' Galant GTi, 4x4 og Dynamic-4. Festi mig samt auðvitað ekkert!

Re: Real life minecraft.. Biturk og Black
Sent: Þri 02. Nóv 2010 20:50
af GuðjónR
Hvað er þetta hvíta sem bíllinn er fastur í?
Re: Real life minecraft.. Biturk og Black
Sent: Þri 02. Nóv 2010 20:51
af GullMoli
GuðjónR skrifaði:Hvað er þetta hvíta sem bíllinn er fastur í?
Kókaín.
Re: Real life minecraft.. Biturk og Black
Sent: Þri 02. Nóv 2010 20:52
af BjarkiB
GuðjónR skrifaði:Hvað er þetta hvíta sem bíllinn er fastur í?
ÞIð þekkjið þetta ekki í Reykjavík

Re: Real life minecraft.. Biturk og Black
Sent: Þri 02. Nóv 2010 20:55
af GuðjónR
Tiesto skrifaði:GuðjónR skrifaði:Hvað er þetta hvíta sem bíllinn er fastur í?
ÞIð þekkjið þetta ekki í Reykjavík

Nei þetta er eitthvað skrítið, minnir mig á að slá lóðina á morgun...grínlaust.
Re: Real life minecraft.. Biturk og Black
Sent: Þri 02. Nóv 2010 21:00
af BjarkiB
GuðjónR skrifaði:Tiesto skrifaði:GuðjónR skrifaði:Hvað er þetta hvíta sem bíllinn er fastur í?
ÞIð þekkjið þetta ekki í Reykjavík

Nei þetta er eitthvað skrítið, minnir mig á að slá lóðina á morgun...grínlaust.
Já heyrðu, ég er þarf að moka stéttina

Re: Real life minecraft.. Biturk og Black
Sent: Þri 02. Nóv 2010 21:40
af Nariur
Er ég sá eini sem tók eftir þessu?
Re: Real life minecraft.. Biturk og Black
Sent: Þri 02. Nóv 2010 21:49
af GuðjónR
Annars bjó ég á Akureyri í 13 ár...veit alveg hvernig þetta er í sveitinni.
Síðan þroskaðist ég og flutti suður
