Síða 1 af 1

SpeedTouch 585

Sent: Mið 27. Okt 2010 01:04
af intenz
Það er eitthvað að SpeedTouch 585 routernum mínum. Hann byrjaði bara í kvöld að haga sér eitthvað undarlega. Stundum næ ég að pinga hann og stundum ekki. Svo er netsambandið mjög óstöðugt á honum. Ef ég kemst inn á einhverjar heimasíður, er það í voða stuttan tíma.

Ég er búinn að prófa margoft að restarta honum. Búinn að athuga allar tengingar og allt, og ekkert sem ég sé sem gæti verið að mín megin (nema auðvitað routerinn).

Það skrítna er að þó ég nái að pinga bæði routerinn og simnet.is kemst ég ekkert endilega inn á netið.

Ég man að fyrir rúmu ári síðan lenti ég í svipuðu vandamáli með SpeedTouch routerinn sem ég var með þá. Ég fór með hann upp í Símann og fékk nýjan. Er líftími þessara SpeedTouch routera bara 1 ár eða hvað er málið?

[QUOTE]C:\Users\gaui>ping simnet.is -t

Pinging simnet.is [194.105.226.250] with 32 bytes of data:
Request timed out.
Request timed out.
Request timed out.
Request timed out.
Request timed out.
Request timed out.
Request timed out.
Request timed out.
Request timed out.
Request timed out.
Request timed out.
Request timed out.
Request timed out.
Request timed out.
Reply from 194.105.226.250: bytes=32 time=10ms TTL=61

C:\Users\gaui>ping 192.168.1.254 -t

Pinging 192.168.1.254 with 32 bytes of data:
Request timed out.
Request timed out.
Reply from 192.168.1.254: bytes=32 time=1ms TTL=64
Reply from 192.168.1.254: bytes=32 time<1ms TTL=64
Reply from 192.168.1.254: bytes=32 time=1ms TTL=64
Reply from 192.168.1.254: bytes=32 time<1ms TTL=64
Reply from 192.168.1.254: bytes=32 time<1ms TTL=64
Reply from 192.168.1.254: bytes=32 time=1ms TTL=64
Reply from 192.168.1.254: bytes=32 time<1ms TTL=64
Reply from 192.168.1.254: bytes=32 time=2ms TTL=64
Reply from 192.168.1.254: bytes=32 time=1ms TTL=64
Reply from 192.168.1.254: bytes=32 time=1ms TTL=64
Reply from 192.168.1.254: bytes=32 time=1ms TTL=64
Request timed out.
Request timed out.
Request timed out.
Request timed out.
Request timed out.
Request timed out.
Request timed out.
Request timed out.
Reply from 192.168.1.254: bytes=32 time=1ms TTL=64
Reply from 192.168.1.254: bytes=32 time=2ms TTL=64
Reply from 192.168.1.254: bytes=32 time<1ms TTL=64
Reply from 192.168.1.254: bytes=32 time<1ms TTL=64[QUOTE]

Re: SpeedTouch 585

Sent: Mið 27. Okt 2010 01:35
af Nördaklessa
er með 585, er búinn að fá 2 á 1 1\2 ári, þetta drasl má ekki verða fyrir neinu hnjaski vegna einhverjar viðkvæmari "nál"sem er inní þessu. ...þetta sagði síminn mér.... en það er frítt að fá nýjan.

Re: SpeedTouch 585

Sent: Mið 27. Okt 2010 01:52
af capteinninn
Er líka með sama router, netið hefur verið mjög skrítið síðustu daga, suma daga er ég með 500 kb/s tops en aðra næ ég nær eðlilegum hraða sem er 6-8 mb.

Er að nota þá simnet hraðatest.

Eru þessir routerar ekki bara algert drasl?

Re: SpeedTouch 585

Sent: Mið 27. Okt 2010 06:18
af razrosk
Þetta er líka að gerast hjá mér...aftur... verður maður ekki bara að ná sér í nýjan router eina ferðina enn..... yawn..

Re: SpeedTouch 585

Sent: Mið 27. Okt 2010 11:01
af AndriKarl
Gerðist það sama hjá mér og lagaðist þegar það var skipt um hann.
Held að það sé rétt, þessir routerar eru drasl ](*,)

Re: SpeedTouch 585

Sent: Mið 27. Okt 2010 17:31
af Cikster
Ég er með ST 585i og hef ekki lent í neinum vandamálum með hann NEMA þegar starfsmenn Símans ákváðu að "uppfæra" hann eina nóttina og gerðu það með venjulegu 585 firmware. Útkoman var að ég vaknaði um morguninn og skildi ekkert í af hverju hann vildi ekki tengjast. Fann gamla Alcatel 1000 módemið mitt þannig að ég gæti niðurhalað réttu firmware sem lagaði hann. Næst á dagskrá var að eyða út notandanum sem Síminn er að nota til að uppfæra routerana. :)

Reyndar bý ég svo vel að vera með breiðbandið þannig að hef ekki haft þetta adsl sjónvarp til að ganga frá routernum. Get ekki beðið eftir að verði klippt á breiðbandið ... ekki viss um að ég muni halda sjónvarps áskriftinni eftir það. :)

Re: SpeedTouch 585

Sent: Mið 27. Okt 2010 21:29
af halldorjonz
Ég er með þennan router, en í kaupbæti þá sendi síminn mér email um að þeir ætluðu að cappa erlenda netnotkun mína niður af því ég var búinn að dla 40GB sem er það sem ég er með.
Fyrst byrjaði ég bara vera með netið frekar slow, og síðan dlaði ég torrenti og það var svona á ca 30 kbs. (basic 500kb) og núna.. núna get ég ekki einu sinni farið á erlendar vefsíður
meiga þeir gera þetta? Bara cutta alveg á mig, við erum að tala um það að þetta er það slæmt að ég kemst ekki einu sinni inná facebook... ! eða varla, get td. enganveginn skoðað myndir á fb/ eða youtube. :bitterwitty

Re: SpeedTouch 585

Sent: Mið 27. Okt 2010 21:59
af GullMoli
halldorjonz skrifaði:Ég er með þennan router, en í kaupbæti þá sendi síminn mér email um að þeir ætluðu að cappa erlenda netnotkun mína niður af því ég var búinn að dla 40GB sem er það sem ég er með.
Fyrst byrjaði ég bara vera með netið frekar slow, og síðan dlaði ég torrenti og það var svona á ca 30 kbs. (basic 500kb) og núna.. núna get ég ekki einu sinni farið á erlendar vefsíður
meiga þeir gera þetta? Bara cutta alveg á mig, við erum að tala um það að þetta er það slæmt að ég kemst ekki einu sinni inná facebook... ! eða varla, get td. enganveginn skoðað myndir á fb/ eða youtube. :bitterwitty


Já þeir mega það alveg og hafa verið að þessu í langan tíma. Þú getur hinsvegar keypt eitthvað auka niðurhal held ég.

Re: SpeedTouch 585

Sent: Mið 27. Okt 2010 22:01
af Plushy
halldorjonz skrifaði:Ég er með þennan router, en í kaupbæti þá sendi síminn mér email um að þeir ætluðu að cappa erlenda netnotkun mína niður af því ég var búinn að dla 40GB sem er það sem ég er með.
Fyrst byrjaði ég bara vera með netið frekar slow, og síðan dlaði ég torrenti og það var svona á ca 30 kbs. (basic 500kb) og núna.. núna get ég ekki einu sinni farið á erlendar vefsíður
meiga þeir gera þetta? Bara cutta alveg á mig, við erum að tala um það að þetta er það slæmt að ég kemst ekki einu sinni inná facebook... ! eða varla, get td. enganveginn skoðað myndir á fb/ eða youtube. :bitterwitty


Lenti í þessu sama hjá Tal einu sinni, djöfull var þetta pirrandi, beið bara fram að mánaðarmótum þá lagaðist þetta, keypti síðan meira gagnamagn og passa mig á að fara ekki yfir það.

Re: SpeedTouch 585

Sent: Mið 27. Okt 2010 22:23
af rapport
Ég veit bara að 585v6 er allt annað en 585v5 (sem er rusl sem virkar ekki einusinni þegar það er nýtt úr kassanum).

Það kom hingað gaur með fullan bíl af 585v5 og hann var bara sendur í´næsta útibú eftir nýjum...

Það eru c.a. 1,5 ár siðan, vonandi er komið eitthvað nýrra og flottara, þetat er rusl...

Samt betra en gamli HIVE routerinn sem ég var með, gubb hvað hann sökkaði.

Re: SpeedTouch 585

Sent: Mið 27. Okt 2010 22:46
af jonkallin
er þetta venjulegur hraði er með þessa tengingu :http://siminn.is/einstaklingar/netid/askrift/ er með leið 2

TCP/Web100 Network Diagnostic Tool v5.4.11
click START to begin
Connected to: hradi.simnet.is -- Using IPv4 address
Another client is currently being served, your test will begin within 45 seconds
Checking for Middleboxes . . . . . . . . . . . . . . . . . . Done
checking for firewalls . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Done
running 10s outbound test (client-to-server [C2S]) . . . . . 965.0kb/s
running 10s inbound test (server-to-client [S2C]) . . . . . . 11.43Mb/s
Your PC is connected to a Cable/DSL modem
[S2C]: Excessive packet queuing detected

ef að þetta eru réttar tölur þá er ráderinn minn Fuckker er með speedtouch 585

Re: SpeedTouch 585

Sent: Mið 27. Okt 2010 23:31
af GullMoli
V6 týpan er svört ekki satt? Ég er með þannig en mér skilst að þeir séu komnir með nýja sem eru hvítir, veit hinsvegar ekkert hvort það sé eitthvað varið í þá.

Re: SpeedTouch 585

Sent: Fim 28. Okt 2010 08:15
af Hargo
Foreldrar mínir eru með þennan router frá Símanum og netið hjá þeim er alltaf hundleiðinlegt. Stundum hanga bara vefsíður endalaust í loading, netið er oft að detta út og það lagar það bara í mjög skamma stund að restarta routernum.

Málið er að þau eru hvorug mjög tæknivædd og komin á sjötugsaldur. Þetta lendir því alltaf á mér, fæ símhringingar reglulega. Ég var hjá þeim yfir helgi í sumar og þá var ég með fartölvuna mína með mér. Ég hélt fyrst að þetta væri bara þráðlausa netkortið í tölvunni þeirra sem væri að stríða þeim en nei, það var alveg sama sagan með mína fartölvu. Ég var alveg upp við routerinn og það skipti engu máli. Ég prófaði líka að tengja mig með snúru í hann - alveg sama sagan.

Ég hringdi í Símann og fékk þessi hefðbundnu svör - restarta routernum - taka hann úr sambandi í 2-3 mín og setja aftur í samband. Reyndi að útskýra að ég væri margoft búinn að prófa það og það væri ekki varanleg lausn. Það væri óásættanlegt að þurfa að gera þetta oft á dag. Þá benti hann mér á að uppfæra firmware í routernum. Ég geri það en alveg sama sagan. Ég nennti ekki að hringja aftur í þá og bíða enn lengur þannig að ég held ég muni bara ráðleggja gömlu hjónunum að færa sig eitthvað annað með sína netþjónustu. Ætli 3G pungur myndi ekki duga þeim, verst að þau eru að taka TV útsendingu gegnum ADSL sjónvarp Símans. Spurning samt hvort það væri hægt að biðja um að skipta routernum út, hann er alveg hundgamall.

Er Síminn enn að láta Speedtouch 585 fylgja sínum áskriftarleiðum eða eru þeir komnir með eitthvað annað betra?

Re: SpeedTouch 585

Sent: Fim 28. Okt 2010 09:04
af Danni V8
Ég var að fara yfir í Símann fyrir mánuði síðan og fékk SpeedTouch 585v5. Algjört helvítis drasl! Ég gjörsamlega þoli ekki þennan router! Er búinn að lenda í öllu sem var nefnt hérna að ofan. Síður hanga í langan tíma, routerinn restartar sér reglulega, hann heldur ekki jöfnum hraða. Ég las á Vaktinni einhverntímann að Síminn væri kominn með nýjan router, Thomson TG585n (585v7), sem er hvítur og er víst miklu betri. Spurði tæknimanninn sem kom með routerinn til mín að setja allt upp hvort það væri ekki rétt og hvers vegna ég fékk ekki þannig og svarið var að þannig routerar eru hvergi til á landinu hjá þeim og þess vegna er fólk að fá gömlu routerana aftur.

Ég sendi líka e-mail á þjónustuverið í gegnum síðuna þeirra og spurði hvort ég gæti ekki skilað þessu brotajárni sem ég er að leigja af þeim og keypt minn eigin router og tengt án vandræða en eins og ég hef tekið eftir þá er það ekki ofarlega í forgangsröðinni hjá Símanum að svara svona fyrirspurnum, þar sem það er ekkert basic "restarta routernum" svar við þessari spurningu!

Mega ósáttur með Símann núna, hefði farið í Vodafone ef að ég byggi ekki í Keflavík þar sem viðskiptavinir þeirra frá verri svartíma á álagstíma en á höfuðborgasvæðinu :(

Re: SpeedTouch 585

Sent: Fim 28. Okt 2010 09:06
af Phanto
Ef að síður eru a' hanga hjá ykkur, gerist ekkert svo allt í einu loadast hún, prufið þá að slökkva á "Web browsing interception" í routernum.

Re: SpeedTouch 585

Sent: Fim 28. Okt 2010 09:20
af wicket
Það er fyrir löngu komin nýr router hjá Símanum. Speedtouch TG585n, það hefur margoft komið fram hérna inni að fólk er að mæla með honum og er ánægt með hann.

Drífið ykkur og skiptið !

Re: SpeedTouch 585

Sent: Fim 28. Okt 2010 16:13
af Danni V8
Ég verð að draga til baka það sem ég skrifaði í morgun. Seinna í dag hringdi tæknimaður í mig til að koma og skipta um router og setja SpeedTouch 585v6 í staðinn, en hann útskýrði líka fyrir mér að það er bara tímabundin lausn þangað til að þeir fá hvítu routerana aftur. Þeir eru bara ekki til eins og er.

Phanto skrifaði:Ef að síður eru a' hanga hjá ykkur, gerist ekkert svo allt í einu loadast hún, prufið þá að slökkva á "Web browsing interception" í routernum.


Til að bæta við þá er þetta gert hérna:
Speedtouch > Configuration

Tók smá tíma fyrir mig að finna þetta þar sem ég vissi ekki hvar þetta var. Er að prófa þetta núna, so far so good allavega..

Re: SpeedTouch 585

Sent: Þri 02. Nóv 2010 15:08
af Vinni
Getið þið mælt með einhverjum adsl router á viðráðanlegu verði?

Ég nenni ekki meira veseni með speedtouch. Hér er einn 7 mánaða gamall kominn á dauðadeildina, endalaust sambandsleysi og tafir.

Re: SpeedTouch 585

Sent: Þri 02. Nóv 2010 17:42
af Fylustrumpur
hringdu í símann. spurðu um TG585N (man ekki alveg hvað hann heitir) ef siminn segir að þú mátt ekki fá hann eða eitthvað svoleiðist farðu þá niður í umboðið þeirra (man ekki hvað það kallast heldur) en það er yfirleitt Omnis fyrir símann og segðu þeim að siminn senti þig til að fá þennan router.

ekkert að þakka :myballssuck

Re: SpeedTouch 585

Sent: Þri 02. Nóv 2010 18:21
af intenz
Meira ruglið.

Síðan ég byrjaði að eiga í vandræðum með þennan blessaða 585 V6 router (OP), hringdi ég í símann, og þar sem fyrirtækið hans pabba er skráð fyrir öllu hér heima, sendu þeir einhvern tæknigaur frá fyrirtækjaþjónustunni til að kíkja á þetta fyrir okkur. Þeir gerðu ekkert annað en að koma með þennan TG585 router. Þeir voru ekki einu sinni að athuga hvort línan okkar væri POTS eða ISDN, þar sem þessi TG585 router er víst POTS only og við erum með ISDN línu!

En ég hringdi núna niður eftir og hún baðst afsökunar fyrir hönd Símans og ætlaði að breyta línunni okkar úr ISDN í POTS. Flehhh!

En mér líst annars helvíti vel á þennan TG585 router.

Re: SpeedTouch 585

Sent: Þri 02. Nóv 2010 19:14
af Danni V8
Þeir hjá Omnir létu mig fá 585v6 með v7 hugbúnaði (TG585) og það er bara að virka. Línan syncar miklu betur og síðan hann kom með nýjan router hef ég ekkert þurft að restarta honum né hann gert það sjálfur!

Skill ekki hvers vegna þeir eru að halda upp á 585v5, gamla draslið sem bara einfaldlega dugar ekki.

Re: SpeedTouch 585

Sent: Þri 02. Nóv 2010 19:20
af Fylustrumpur
þarna... hvað er að "synca" betur :oops:

Re: SpeedTouch 585

Sent: Þri 02. Nóv 2010 19:31
af Danni V8
Bara fæ lægri ms í response time á leikjaserverum, netið virkar miklu hraðar þegar ég er að skoða netsíður og svo fer línan upp í öll 12mb sem ég borga fyrir en ekki bara 10.

Re: SpeedTouch 585

Sent: Þri 02. Nóv 2010 19:37
af Cikster
Ég prófaði reyndar sjálfur að setja v7 á v6 routerinn minn og það kom mjög vel út ... fyrir utan að þráðlausa virkaði ekki þar sem er annað kubbasett fyrir þráðlausa á v7. En ef þið þurfið ekki að nota þráðlausa þá er þetta vel þess virði að prófa.

Re: SpeedTouch 585

Sent: Þri 16. Nóv 2010 22:39
af Hafst1
Er eitthvað af þessum routerum frá Símanum með Gb ethernet? =P~