Síða 1 af 1

Tengja Access Point við SpeedTouch router

Sent: Sun 24. Okt 2010 00:09
af intenz
Ég er með SpeedTouch 585 router úti í bílskúr en þráðlausa signalið inni í húsi er svo lélegt að ég ákvað að fá mér Access Point. Ég er búinn að þræða CAT5 úr bílskúrnum yfir í hús í Access Pointinn en fæ það ekki til að virka.

Ég tengdi SpeedTouchinn með CAT5 í WAN portið á AP'inum og reyndi að tengjast þráðlaust en næ ekki einu sinni að pinga AP'inn. Þannig ég beintengdi tölvuna mína bara beint í AP'inn og komst þá að því að hann er configgaður með sömu IP tölu og SpeedTouch'inn. Má það nokkuð? Conflictar það ekki?

Þetta er CNet CWR-905 AP sem sendir út á 802.11n staðlinum.

Er einhver hér sem hefur gert svona áður? Kunnið þið að configga svona?

Re: Tengja Access Point við SpeedTouch router

Sent: Sun 24. Okt 2010 00:42
af Revenant
AP og Routerinn mega ekki hafa sömu IP addressu.

Ef ég skil þig rétt þá viltu hafa routerinn sem DHCP/DNS þjón en AP bara sem "extender".
Þú þarft því að slökkva á DNS/DHCP á AP-inum (nema þú viljir að AP NAT-i þar) og stilla AP-inn þannig hann sé bara "brú" milli LAN/Wireless.
Ætti að virka að setja fasta IP addressu á AP-inn, slökkva á DHCP/DNS og virkja svo wireless interface-ið (setja wirelessið á annað channel heldur en routerinn)

Kóði: Velja allt

Router [DHCP/DNS] (192.168.1.1) <--- CAT5 ---> AP (192.168.1.2) <--- Wireless ---> Client (192.168.1.33)

í staðin fyrir

Kóði: Velja allt

Router [DHCP/DNS] (192.168.1.1) <--- CAT5 --->  (192.168.1.2) AP [DHCP/DNS] (10.0.0.1)   <--- Wireless ---> Client (10.0.0.30)

Re: Tengja Access Point við SpeedTouch router

Sent: Sun 24. Okt 2010 01:11
af intenz
Sko, það eru 4 port á SpeedTouchinum úti í skúr. Ég er með borðtölvuna mína tengda í port 1 og AP í port 2.

Svo er ég með laptop sem ég nota til að reyna að tengjast netinu í gegnum AP.

Er akkúrat með þetta tengt svona núna...

Kóði: Velja allt

Router [DHCP/DNS] (192.168.1.254) <--- CAT5 ---> AP (192.168.1.253) <--- Wireless ---> Client (192.168.1.100)


En er ekki málið að slökkva á DHCP á routernum og kveikja á því á AP þar sem það þarf jú að veita öllum IP tölur.

Re: Tengja Access Point við SpeedTouch router

Sent: Sun 24. Okt 2010 01:34
af intenz
Ég kveikti á WDS á SpeedTouch og lét hann leita að tækjum, hún fann MAC addressuna á AP. Kveikti einnig á WDS á AP og sló manually inn MAC addressuna á SpeedTouch.

Borðtölva (192.168.1.13) <--- CAT5 ---> SpeedTouch [NO DHCP] (192.168.1.254)
AP [DHCP] (192.168.1.253) <--- CAT5 ---> SpeedTouch [NO DHCP] (192.168.1.254)
Laptop [DHCP frá AP] (192.168.1.100) <--- Wireless ---> AP

Samt vill borðtölvan mín (beintengd við SpeedTouch) ekki pinga AP.

Lappinn minn nær að pinga AP en ekki borðtölvuna né SpeedTouch.

Re: Tengja Access Point við SpeedTouch router

Sent: Sun 24. Okt 2010 01:54
af intenz
Djöfulsins helvítis drasl. Þar sem lappinn er tengdur inn á AP fær hann IP tölu og nær að tala við AP.

En það er einhver veggur á milli SpeedTouch og AP. Tölvur sem eru tengdar við AP ná ekki að tala við tölvur tengdar við SpeedTouch og öfugt. Samt er AP beintengdur með CAT5 í SpeedTouchinn!

Þetta er AP af tegundinni CNet CWR-905.

Ég búinn að mauka í þessu í að verða 5 klst og er alveg að fara að gefast upp. Ef ég fæ þetta ekki í lag fyrir mánudaginn fer ég og skila þessu drasli.

Ég hélt alltaf að AP væri bara plug'n'play.

Re: Tengja Access Point við SpeedTouch router

Sent: Sun 24. Okt 2010 12:18
af eythori
Ég tengdi SpeedTouchinn með CAT5 í WAN portið á AP'inum og reyndi að tengjast þráðlaust en næ ekki einu sinni að pinga AP'inn. Þannig ég beintengdi tölvuna mína bara beint í AP'inn og komst þá að því að hann er configgaður með sömu IP tölu og SpeedTouch'inn. Má það nokkuð? Conflictar það ekki?


Ekki tengja í WAN. Tengdu þetta í LAN á AP og málið er dautt. Já og eins og fram hefur komið, slökkva á DHCP á AP.

Einnig, ekki nota WDS, það er ætlað til að extenda netið þráðlaust, ekki kapal.

Re: Tengja Access Point við SpeedTouch router

Sent: Sun 24. Okt 2010 15:24
af intenz
eythori skrifaði:
Ég tengdi SpeedTouchinn með CAT5 í WAN portið á AP'inum og reyndi að tengjast þráðlaust en næ ekki einu sinni að pinga AP'inn. Þannig ég beintengdi tölvuna mína bara beint í AP'inn og komst þá að því að hann er configgaður með sömu IP tölu og SpeedTouch'inn. Má það nokkuð? Conflictar það ekki?


Ekki tengja í WAN. Tengdu þetta í LAN á AP og málið er dautt. Já og eins og fram hefur komið, slökkva á DHCP á AP.

Einnig, ekki nota WDS, það er ætlað til að extenda netið þráðlaust, ekki kapal.

Snilld, takk æðislega eythori! Ég stakk SpeedTouch í port 1 á AP, setti IP á AP sem 192.168.1.253 og slökkti á DHCP (hafði kveikt á DHCP á SpeedTouch) og það virkaði! :)

Kærar þakkir! :)