Síða 1 af 1

Raid 0 fyrir 2x SSD

Sent: Þri 28. Sep 2010 10:34
af Lezer
Góðan daginn.

Var að velta fyrir mér hvort það væri einhver hér með góða kunnáttu á Software Raid. Er ekki með móðurborð sem styður Raid á nokkurn hátt, en ég er búinn að vera að lesa mér til um software Raid og þykist vera nokkuð öruggur um að ég geti gert það. Spurningin er, hef ég rétt fyrir mér? (veit að ég þarf að eyða CPU í vinnslu við Raidið miðað við Hardware Raid)

Planið er að fá sér 2x Mushkin Callisto Deluxe 60GB SSD og setja þá í Software Raid 0. Eru menn ekki sammála því að þetta sé betri lausn en að fá sér 1x 120 gb?

Með þökk fyrirfram.

Re: Raid 0 fyrir 2x SSD

Sent: Þri 28. Sep 2010 10:41
af AntiTrust
Ég skil ekki alveg. Þú ert ekki með neina RAID möguleika á móðurborðinu en samt ætlaru í software raid? Hvernig þá?

Re: Raid 0 fyrir 2x SSD

Sent: Þri 28. Sep 2010 10:55
af Lezer
Ég meina nákvæmlega það sem stendur þarna. Samkvæmt heimildum eins og Wikipedia virðist vera möguleiki að keyra Raid stýringu á hugbúnaði án þess að vera með Raid Hardware í móðurborðinu, ef til vill er ég að misskylja eitthvað og þessvegna ákvað ég að setja þessa spurningu hér.
Þannig að ef einhver gæti svarað henni væri það ágætt, ekki spyrja mig hvernig ég ætlaði að gera þetta, því að eins og kemur fram, er ég ekki með nógu mikla þekkingu á þessu..

Re: Raid 0 fyrir 2x SSD

Sent: Þri 28. Sep 2010 11:10
af AntiTrust
Lezer skrifaði:Ég meina nákvæmlega það sem stendur þarna. Samkvæmt heimildum eins og Wikipedia virðist vera möguleiki að keyra Raid stýringu á hugbúnaði án þess að vera með Raid Hardware í móðurborðinu, ef til vill er ég að misskylja eitthvað og þessvegna ákvað ég að setja þessa spurningu hér.
Þannig að ef einhver gæti svarað henni væri það ágætt, ekki spyrja mig hvernig ég ætlaði að gera þetta, því að eins og kemur fram, er ég ekki með nógu mikla þekkingu á þessu..


Hm, það er vel hægt að búa til RAID í hugbúnaði, þeas mörg Win stýrikerfi sem og unix kerfi bjóða upp á það. Ég er t.d. með gagnasafnið mitt í RAID5 software volume á server 2008 R2 servernum heima. En ég sé ekki hvernig þú getur sett upp stýrikerfi á RAID volume sem þú ætlar að búa til inní stýrikerfinu sjálfu. Stýrikerfið hlýtur að þurfa að fara inn á volume sem annaðhvort móðurborðið eða RAID controllerinn er að sjá um.