Síða 1 af 3
Ljósleiðarasjónvarp hjá Voda ... afruglarar?
Sent: Fim 16. Sep 2010 20:08
af hagur
Sælir,
Getur einhver bent mér á upplýsingar um HD afruglarann sem er í boði fyrir sjónvarp í gegnum ljósleiðara hjá Vodafone?
Er búinn að finna síðu á vodafone vefnum (
http://www.vodafone.is/sjonvarp/digitalplus/adstod" onclick="window.open(this.href);return false;) en það er búið að fjarlægja PDF skjalið á bakvið HD myndlykilinn.
Svo sá ég reyndar annarsstaðar hjá þeim að þessi Tilgin HD lykill sé ekki lengur fáanlegur, er verið að skipta honum út fyrir eitthvað annað?
Einhver hérna fróður um þessi mál hjá Voda?
Takk takk ...
Re: Ljósleiðarasjónvarp hjá Voda ... afruglarar?
Sent: Fim 16. Sep 2010 20:17
af appel
Ég hef heyrt að þeir séu bara með lítinn fjölda af HD myndlyklum, þannig að það kæmi mér ekki á óvart ef engir eru til.
Re: Ljósleiðarasjónvarp hjá Voda ... afruglarar?
Sent: Lau 18. Sep 2010 12:36
af codec
Þessir Tilgin lyklar eru bölvaðir vandræðagripir. Ég var með svona og hann var að stríða mér með því að frjósa og svona, þannig á ég fékk annan í júní. Nema hvað hann var ennþá verrri en hinn og fór beint aftur til föðurhúsana. Hef ekki verið með Tilgin síðan, bara Amino SD lykil, og ekki beint sáttur.
Þeir hjá Voda sögðu mér að þeir væru að hætta með Tilgin og taka inn nýja HD lykla og að sending af þeim sé væntanleg í haust. Þannig að ég var settur á einhvern biðlista eftir þannig tæki. Ég ætla bara rétt að vona að það verði almennileg græja, ómögulegt að bjóða ekki upp á betri tæki á þessu flotta dreifikerfi (ljósleiðaranum).
Eftir síðasta samtal við Voda þá skilst mér að þessir nýju lyklar komi í okt.
Re: Ljósleiðarasjónvarp hjá Voda ... afruglarar?
Sent: Lau 18. Sep 2010 13:51
af hagur
Ok, takk fyrir þetta.
Er að velta fyrir mér að skipta út Digital Ísland afruglaranum og taka sjónvarp yfir ljósleiðarann í staðinn. En þyrfti fyrst að sjá uppl. um þennan afruglara uppá tengimöguleika og slíkt. Eins og er þarf ég nefnilega bæði HDMI og component út, en slíkt var ekki í boði á þessum Tilgin gaur.
Eitt enn ... er dedicated bandvídd fyrir sjónvarpið eða tekur það hluta af þessum 50 megabitum sem internettengingin er ?
Re: Ljósleiðarasjónvarp hjá Voda ... afruglarar?
Sent: Lau 18. Sep 2010 16:50
af codec
já. bandvíddinn er alveg aðskilin milli nets, síma og sjónvarps. Sjónvarpið hefur sem sagt engin áhrif á netiðm, þannig að þú getur haft meira en einn lykil og HD lykil án þess að það hafi nokkur áhrif á internetið.
Re: Ljósleiðarasjónvarp hjá Voda ... afruglarar?
Sent: Þri 26. Okt 2010 21:02
af avi1
Nýju afruglararnir eru komnir á lager hjá Vodafone. Þeir fara í umferð á allra næstu dögum, einungis verið að bíða eftir firmware uppfærslu og þá er allt klárt. Þetta eru vitanlega HD lyklar.
Re: Ljósleiðarasjónvarp hjá Voda ... afruglarar?
Sent: Þri 26. Okt 2010 21:05
af hagur
Takk fyrir upplýsingarnar
Re: Ljósleiðarasjónvarp hjá Voda ... afruglarar?
Sent: Þri 26. Okt 2010 21:46
af coldone
Er þetta Amino A140 sem eru að koma?
Er eitthvað sem kemur í staðinn fyrir A110 afruglarana eða getur maður fengið A140 í staðinn?
Hvernig er með sambandið á milli afruglara og fjarstýringar, er sama leiðindamálið með þessa og A110?
Re: Ljósleiðarasjónvarp hjá Voda ... afruglarar?
Sent: Mið 27. Okt 2010 10:51
af Halli25
Einhver tekið eftir því að ljósleiðarasjónvarpið hjá vodafone sé að hökta endalaust og ekkert hljóð?
Horfi ekki mikið en ætlaði að horfa á fréttirnar í gær og sem betur fer er ég ennþá með loftnet
Re: Ljósleiðarasjónvarp hjá Voda ... afruglarar?
Sent: Mið 27. Okt 2010 13:09
af Gothiatek
faraldur skrifaði:Einhver tekið eftir því að ljósleiðarasjónvarpið hjá vodafone sé að hökta endalaust og ekkert hljóð?
Nei, get ekki sagt að ég hafi lent í því....og ég er með Tilgin myndlykilinn. Virkar bara ágætlega en þarf stundum að endurræsa.
Veit einhver hvernig er með þessa nýju lykla, eitthvað nýtt í þeim eða betri virkni? Ætli maður þurfi að hafa samband við Vodafone og óska eftir lykil eða ætli þeir láti alla vita sem eru með "gömlu" HD lyklana vita að þeir geti sótt nýjan
Re: Ljósleiðarasjónvarp hjá Voda ... afruglarar?
Sent: Mið 27. Okt 2010 14:55
af codec
Gothiatek skrifaði:faraldur skrifaði:Einhver tekið eftir því að ljósleiðarasjónvarpið hjá vodafone sé að hökta endalaust og ekkert hljóð?
Nei, get ekki sagt að ég hafi lent í því....og ég er með Tilgin myndlykilinn. Virkar bara ágætlega en þarf stundum að endurræsa.
Veit einhver hvernig er með þessa nýju lykla, eitthvað nýtt í þeim eða betri virkni? Ætli maður þurfi að hafa samband við Vodafone og óska eftir lykil eða ætli þeir láti alla vita sem eru með "gömlu" HD lyklana vita að þeir geti sótt nýjan
Sama hér ekkert hökkt hjá mér, er með 2 amino lykla á ljósinu.
Hvernig er það er það annars eru þessir lyklar komnir í dreifingu hjá þeim? Ég býð spenntur að fá nýjan HD lykil í hendurnar, gafst endanlega upp á eldri týpuni (Tilgin) í sumar.
Re: Ljósleiðarasjónvarp hjá Voda ... afruglarar?
Sent: Mán 01. Nóv 2010 11:45
af binnist
nýju Amino HD lyklarnir koma einhverntímann í þessari viku, eru búnir að vera í prufun hjá starfsmönnum Vodafone seinustu vikur
Re: Ljósleiðarasjónvarp hjá Voda ... afruglarar?
Sent: Mán 01. Nóv 2010 11:56
af ManiO
binnist skrifaði:nýju Amino HD lyklarnir koma einhverntímann í þessari viku, eru búnir að vera í prufun hjá starfsmönnum Vodafone seinustu vikur
Er ekki verið að ræða um hvort að koma eigi í gagnið að menn geti notað sinn eigin myndlykil? Þessir myndlyklar sem hafa verið í boði er varla hægt að lýsa með öðru orði en katastrófía.
Re: Ljósleiðarasjónvarp hjá Voda ... afruglarar?
Sent: Mán 01. Nóv 2010 13:01
af codec
binnist skrifaði:nýju Amino HD lyklarnir koma einhverntímann í þessari viku, eru búnir að vera í prufun hjá starfsmönnum Vodafone seinustu vikur
Vita menn nokkuð hvaða týpa þetta er,og hvenær þeir fara í dreifingu?
Re: Ljósleiðarasjónvarp hjá Voda ... afruglarar?
Sent: Mán 01. Nóv 2010 15:23
af kjarrig
Er ekki verið að ræða um hvort að koma eigi í gagnið að menn geti notað sinn eigin myndlykil? Þessir myndlyklar sem hafa verið í boði er varla hægt að lýsa með öðru orði en katastrófía.
Hvað áttu við? Að þú getir keypt þinn eigin myndlykil? Notað software myndlykil og tengt í tölvu? Það hefur verið stefna að leigja þessa afruglara vegna þess að þegar ef þú kaupir þinn myndlykil máttu gera hvað sem er við hann, reynt að hakka hann eða hvað sem þér dettur í hug. Kannski er ekki lengur hægt að hakka IPTV myndlykla, veit það bara ekki.
Re: Ljósleiðarasjónvarp hjá Voda ... afruglarar?
Sent: Mán 01. Nóv 2010 15:46
af avi1
codec skrifaði:binnist skrifaði:nýju Amino HD lyklarnir koma einhverntímann í þessari viku, eru búnir að vera í prufun hjá starfsmönnum Vodafone seinustu vikur
Vita menn nokkuð hvaða týpa þetta er,og hvenær þeir fara í dreifingu?
Þetta er Amino A140 og þeir fara í dreifingu á allra næstu dögum... Það er bara ekki hægt að svara því nákvæmar hvenær það verður.
Re: Ljósleiðarasjónvarp hjá Voda ... afruglarar?
Sent: Mán 01. Nóv 2010 16:00
af ManiO
kjarrig skrifaði:
Er ekki verið að ræða um hvort að koma eigi í gagnið að menn geti notað sinn eigin myndlykil? Þessir myndlyklar sem hafa verið í boði er varla hægt að lýsa með öðru orði en katastrófía.
Hvað áttu við? Að þú getir keypt þinn eigin myndlykil? Notað software myndlykil og tengt í tölvu? Það hefur verið stefna að leigja þessa afruglara vegna þess að þegar ef þú kaupir þinn myndlykil máttu gera hvað sem er við hann, reynt að hakka hann eða hvað sem þér dettur í hug. Kannski er ekki lengur hægt að hakka IPTV myndlykla, veit það bara ekki.
Er meira að hugsa um að nota afruglara sem er nothæfur.
Re: Ljósleiðarasjónvarp hjá Voda ... afruglarar?
Sent: Mán 01. Nóv 2010 17:02
af biturk
það væru unaðslegar fréttir ef maður gæti keipt sinn eigin móttakara fyrir sjónvarp símans til dæmis sem væri raunverulega hægt að gera eitthvað við
Re: Ljósleiðarasjónvarp hjá Voda ... afruglarar?
Sent: Fös 05. Nóv 2010 14:28
af Dagur
Afruglararnir eru komnir
Re: Ljósleiðarasjónvarp hjá Voda ... afruglarar?
Sent: Fös 05. Nóv 2010 14:42
af codec
Cool, hvernig koma þeir út?
Re: Ljósleiðarasjónvarp hjá Voda ... afruglarar?
Sent: Fös 05. Nóv 2010 16:07
af DabbiGj
kjarrig skrifaði:
Er ekki verið að ræða um hvort að koma eigi í gagnið að menn geti notað sinn eigin myndlykil? Þessir myndlyklar sem hafa verið í boði er varla hægt að lýsa með öðru orði en katastrófía.
Hvað áttu við? Að þú getir keypt þinn eigin myndlykil? Notað software myndlykil og tengt í tölvu? Það hefur verið stefna að leigja þessa afruglara vegna þess að þegar ef þú kaupir þinn myndlykil máttu gera hvað sem er við hann, reynt að hakka hann eða hvað sem þér dettur í hug. Kannski er ekki lengur hægt að hakka IPTV myndlykla, veit það bara ekki.
Skil ekki afhverju fólk má ekki eiga sinn eigin endabúnað sem að er bara góður, hefur þá tengimöguleika sem að fólk vill, hefur hugsanlega ákveðið útlit o.s.f. eða einhverja kosti sem að fólk sækist eftir.
Held að ef að einhverjir vilji "hakka" myndlykil að þá kemur það ekkert frekar í veg fyrir það að fólk noti Amino myndlykla eða ekki hvort að það sé hægt að hakka þá, hver sem með sem að hefur lausan hálftíma, internettengingu og serial kapal getur hakkað þessa Amino myndlykla sem ða vodafone bjóða uppá. Þar að auki eru einhverjir sem að myndu vilja fjárfesta í betri myndlyklum sem að hugsanlega bjóða uppá HDMI tengi og þarmeð möguleika á HDCP sem að gleður væntanlega alla þá sem að koma að framleiðslu og dreifingu á myndefni.
Re: Ljósleiðarasjónvarp hjá Voda ... afruglarar?
Sent: Fös 05. Nóv 2010 16:19
af CendenZ
Það fer engin íslendingur að hakka þessa dulkóðun á lyklunum, eruði af og frá
Þetta eru ekkert 4ja stafa lyklar..
Re: Ljósleiðarasjónvarp hjá Voda ... afruglarar?
Sent: Sun 07. Nóv 2010 13:45
af codec
Sótti svona lykil hjá Vodafone og get ekki sagt að ég sé 100% sáttur. Viðmótið lítur jú aðeins betur út en í gamla (aðeins skýrara, meiri upplausn) og hann er hraðvirkari í notkun þá á ég við viðmótið, skoða dagskrá og svoleiðis. Samt tekur smá stund að skipa up rás en allt í lagi.
Það sem böggar mig er helst tvennt:
Lykillinn er bara í upplausn 720 ekki 1080. Hver er munurinn? jú heill hellingur af pixlum (eða rúmlega milljón pixlar og já ég sé mun á 720 og 1080 í tækinu mínu). Mig minnir að upplausnin hafi veirð 1080 í gömlu HD lyklunum einnig er ég nokkuð viss um að örbylgja sé með 1080).
Hitt atriðið er að Stöð 2 sport HD er eins og fletti skilti, það er myndin uppfærist á 30 sek fresti. Þetta er EKKI að gera sig hjá þeim. Stórundarlegt að ná þessu ekki góðu ég meina þetta er að keyra á ljósleiðara for cræst sake.
Hvernig er það hjá símanum hver er upplausin hjá þeim, veit það einhver?
Re: Ljósleiðarasjónvarp hjá Voda ... afruglarar?
Sent: Sun 07. Nóv 2010 13:59
af appel
Held að HD útsendingar séu í 1080i hjá Símanum.
Re: Ljósleiðarasjónvarp hjá Voda ... afruglarar?
Sent: Sun 07. Nóv 2010 14:02
af hagur
Háskerpan á örbylgjunni er 1080i.
Pixlafjöldi í 720p = 1280*720 = 921.600
Í 1080i = 1920 * 540 = 1.036.800 (Kannski örlítil einföldun)
Munar ekki svo miklu
Held reyndar að hvergi í veröldinni séu HD útsendingar í Full HD. Fara hæst í 1080i.