Síða 1 af 1

Á að velja DeathAdder eða Coolermaster mús ?

Sent: Sun 05. Sep 2010 10:54
af cocacola123
Ég er búinn að reyna ákveða hvaða mús ég ætti að kaupa og er núna kominn á milli þriggja. Eigilega tveggja útaf Razer Lanchesis er bara til í gömlu gerðinni sem er ekki með 5600 Dpi og ekki með customizable colour dæmi. Þannig það er DeathAdder http://tolvutaekni.is/product_info.php? ... ts_id=1638" onclick="window.open(this.href);return false; EÐA CoolerMaster Sentinel Advance http://start.is/product_info.php?cPath= ... ts_id=2876" onclick="window.open(this.href);return false; . Þið verðið að hjálpa mér að ákveða útaf ég á mjög erfitt með að gera það sjálfur :) Samt halla ég aðeins á DeathAdder útaf ég fékk að prufa hana hjá félaga og hún er svooo þægileg :P

En endilega svara.

-CocaCola 123

Re: Á að velja DeathAdder eða Coolermaster mús ?

Sent: Sun 05. Sep 2010 12:48
af dori
Ég fæ mér alltaf þá mús sem mér finnst þæginlegust. Reyndar spila ég ekki mikið leiki þannig að hversu "góð" hún er er ekki svo mikið issue hjá mér en ég held að það skipti ekki máli ef þær hafa svipaða tæknieiginleika.

Re: Á að velja DeathAdder eða Coolermaster mús ?

Sent: Sun 05. Sep 2010 12:53
af einarhr
Á svona Coolermaster og er mjög ánægður með hana, átti Logitech G9 á undan sem var fín líka. Eina sem ég get sett útá CM músina er að hún er svoldið létt, þó svo að ég sé með öll lóð í henni.

Re: Á að velja DeathAdder eða Coolermaster mús ?

Sent: Sun 05. Sep 2010 14:47
af cocacola123
Hahah og ég sem var að hafa áhyggjur af því að hún væri of þung :P En eins og er þá ætla ég að kaupa DeathAdder útaf ég þori ekki að kaupa Coolermaster og sjá eftir því að kaupa ekki DeathAdder útaf ég veit hvað hún er þægileg og góð. Þannig ef enginn vill mótmæla er það bara DeathAdder :)

Re: Á að velja DeathAdder eða Coolermaster mús ?

Sent: Sun 05. Sep 2010 15:26
af Plushy
Keypti Deathadderinn minn hjá tölvutækni og hef ekkert séð eftir því, frábær mús í alla staði.

Re: Á að velja DeathAdder eða Coolermaster mús ?

Sent: Sun 05. Sep 2010 15:39
af jagermeister
deathadder er frábær leikjamús í alla staði, þótt mér finnist g9an mín betri :)

Re: Á að velja DeathAdder eða Coolermaster mús ?

Sent: Sun 05. Sep 2010 17:52
af Halli25
hef hvoruga testað en vill bara benda á þennan þráð varðandi CoolerMaster músina:

http://spjall.vaktin.is/viewtopic.php?f=20&t=30394" onclick="window.open(this.href);return false;

Re: Á að velja DeathAdder eða Coolermaster mús ?

Sent: Sun 05. Sep 2010 19:18
af bixer
ég elska deathadderinn minn! þægilegasta mús sem ég hef notað, hef átt mx518 og einhverja no name mús og þær pössuðu ekki nógu vel í hendina. deathadderin er alltof góð!

Re: Á að velja DeathAdder eða Coolermaster mús ?

Sent: Sun 05. Sep 2010 19:26
af Frost
Ég hef átt: Logitech MX518, G5, G9, Deathadder og núna Razer Mamba. Ad öllum þessum eru Deathadder og Mamba í efsta sæti hjá mér.

Re: Á að velja DeathAdder eða Coolermaster mús ?

Sent: Sun 05. Sep 2010 19:50
af Julli
.

Re: Á að velja DeathAdder eða Coolermaster mús ?

Sent: Sun 05. Sep 2010 20:25
af Ulli
Sniðugt að skýra mýsnar eftir Eiturslaungum. #-o