Vantar aðstoð við að finna útúr vandamáli með USB tengi
Sent: Þri 24. Ágú 2010 23:50
Ég er búinn að lenda í því nokkrum sinnum að tölvan mín virðist frjósa, það slokknar á skjánum, og ég verð að restarta tölvunni þegar ég ætla að setja USB snúruna í USB tengið á tölvunni. Ég næ ekki að láta skjáinn ná sambandi við tölvuna nema að restarta.
Þetta hefur gerst nokkrum sinnum og málið er að ég er ekki einu sinni búinn að stinga USB snúrunni í samband við USB tengið á tölvunni. Ég kannski er að stinga snúrunni í þegar ég kannski hitti ekki nákvæmlega á réttan stað og þá virðist sem tölvan fái "stöðurafmagnssjokk" eða eitthvað álíka, getur svoleiðis yfirhöfuð gerst?
Ég er ekki búinn að "analyzera" nákvæmlega hvort þetta gerist bara þegar ég tengi eina vél eða hvað en síðast gerðist þetta þegar ég var að hlaða inn myndum úr myndavélinni, man reyndar ekki hvort það hafi verið kveikt á henni. Ég veit reyndar ekki hvort það skiptir máli, þ.e. hvort kveikt sé á hlutnum sem ég er að fara að tengja við tölvuna gegnum USB eða ekki.
Hefur einhver lent í svona löguðu og kann einhverjar skýringar á þessu, að mínu mati, óvenjulega vandamáli.
Kv. SHI
Þetta hefur gerst nokkrum sinnum og málið er að ég er ekki einu sinni búinn að stinga USB snúrunni í samband við USB tengið á tölvunni. Ég kannski er að stinga snúrunni í þegar ég kannski hitti ekki nákvæmlega á réttan stað og þá virðist sem tölvan fái "stöðurafmagnssjokk" eða eitthvað álíka, getur svoleiðis yfirhöfuð gerst?
Ég er ekki búinn að "analyzera" nákvæmlega hvort þetta gerist bara þegar ég tengi eina vél eða hvað en síðast gerðist þetta þegar ég var að hlaða inn myndum úr myndavélinni, man reyndar ekki hvort það hafi verið kveikt á henni. Ég veit reyndar ekki hvort það skiptir máli, þ.e. hvort kveikt sé á hlutnum sem ég er að fara að tengja við tölvuna gegnum USB eða ekki.
Hefur einhver lent í svona löguðu og kann einhverjar skýringar á þessu, að mínu mati, óvenjulega vandamáli.
Kv. SHI