Síða 1 af 1

Þráðlaus heyrnartól

Sent: Lau 14. Ágú 2010 11:12
af KermitTheFrog
Jæja nú er ég kominn með nóg af þessari snúruflækju og vera alltaf að rúlla stólnum yfir snúruna og kippa henni úr sambandi svo mig langar einfaldlega bara í þráðlaus headset. Ég skoðaði síðuna hjá Tölvutek, þeir virðast vera með ásættanlegt úrval af þessu en það er flest komið nálægt, ef ekki yfir tuttuguþúsundkallinn. Ég fann þessi hjá @tt og þau líta alveg ágætlega út. Ég sá gaur með svona á lani einusinni og þetta lúkkaði alveg heavy nice. Þau eru reyndar opin, sem er eiginleiki sem ég hef forðast upp til þessa.

Eru þetta ekki alveg fínustu heyrnartól? Er eitthvað betra sem fæst fyrir svipaðan pening? Eru þau með svona on/off takka?

Þessi eru fín líka, lokuð, en mér sýnist þau ekki koma með svona stand.

Re: Þráðlaus heyrnartól

Sent: Lau 14. Ágú 2010 11:57
af NiveaForMen
Ég er með svona, virka vel og að þau séu RF er alveg frábært. Hinsvegar er oft smávægilegt suð í þeim. Hefur ekki angrað mig það mikið að ég vilji skipta yfir í venjuleg. En að öðru leiti, gott að vera með þau og prýðilegur hljómur.

Edit: Jú, þau eru með on/off takka.

Re: Þráðlaus heyrnartól

Sent: Lau 14. Ágú 2010 19:12
af KermitTheFrog
En eru opin heyrnartól ekkert óþæginlegri til lengri tíma?

Re: Þráðlaus heyrnartól

Sent: Lau 14. Ágú 2010 19:28
af info
Á ein svona virka mjög vel og nokkuð góð en fékk mér sennheiser 555 í staðin fannst svo mikið suð í þeim..

Re: Þráðlaus heyrnartól

Sent: Lau 14. Ágú 2010 19:42
af SolidFeather
KermitTheFrog skrifaði:En eru opin heyrnartól ekkert óþæginlegri til lengri tíma?

Afhverju ættu þau að vera það?

Re: Þráðlaus heyrnartól

Sent: Lau 14. Ágú 2010 20:08
af KermitTheFrog
Bara það sem ég hef heyrt :/ Bókað þvættingur.

En suðar mikið í þessum segiði?

Re: Þráðlaus heyrnartól

Sent: Lau 14. Ágú 2010 20:14
af jagermeister
KermitTheFrog skrifaði:En eru opin heyrnartól ekkert óþæginlegri til lengri tíma?

opin heyrnartól geta framleitt meiri bassa heldur en lokuð en þú missir aftur á móti einangrunina sem þau lokuðu veita

Re: Þráðlaus heyrnartól

Sent: Lau 14. Ágú 2010 20:20
af vesley
Hljómgæðin eru í rauninni aðeins betri í opnum heyrnartólum en en þú færð hinsvegar litla einangrun.

Að mínu mati finnst mér vera meira þreytandi að hafa lokuð yfir langan tíma.

Re: Þráðlaus heyrnartól

Sent: Lau 14. Ágú 2010 20:27
af Danni V8
Ég er með Sennheiser HDR 130. Það eru kostir og gallar.

Kostir:
Engin snúra
Get verið með þau á mér hvar sem er í húsinu og hlustað
Rechargable, setur þau á standinn og rafhlöðurnar hlaðast.
Engin snúra
Engin snúra
Já og engin snúra að þvælast fyrir, var ég búinn að nefna það?

Gallar:
Suð þegar það er ekkert að gerast.
Þau fara sjálfkrafa í einhverskonar "sleep mode" ef að það er ekkert sound input búið að koma í einhvern tíma, 30-60 sec er ekki alveg 100% á því. Í staðinn fyrir að slökkva á hljóðinu þá hækkar bara í suðinu þangað til að næsta smáhljóð kemur frá tölvunni.

Ég nota þessi heyrnatól alltaf í leikjum. Ég er að vísu með þau tengd í magnara og þegar þau eru tengd stilli ég volume í magnaranum mjög hátt, þá þarf ég bara rétt að setja volume á heyrnatólunum upp til að heyra almennilega og þá heyrist lítið sem ekkert suð hjá mér. Veit ekki hvort þetta er hægt ef maður tengir þau beint í tölvuna.

Það eru samt betri hljóðgæði í hinum Sennheiserunum mínum, HD555, skiljanlega.

Varðandi opin vs. lokuð umræðuna. Ég var alltaf með lokuð fyrst. Síðan fékk ég opin heyrnatól í afmælisgjöf og ég hef ekki viljað sjá lokuð aftur. Þoli ekki einangrunina sem fylgir lokuðum. En það er bara persónubundið.

Re: Þráðlaus heyrnartól

Sent: Lau 14. Ágú 2010 20:57
af KermitTheFrog
Er ekki möguleiki að skreppa bara niður í Pfaff og fá að prufa nokkur eintök?

Re: Þráðlaus heyrnartól

Sent: Lau 14. Ágú 2010 21:38
af Nariur
Danni V8 skrifaði:Ég er með Sennheiser HDR 130. Það eru kostir og gallar.

Kostir:
Engin snúra
Get verið með þau á mér hvar sem er í húsinu og hlustað
Rechargable, setur þau á standinn og rafhlöðurnar hlaðast.
Engin snúra
Engin snúra
Já og engin snúra að þvælast fyrir, var ég búinn að nefna það?

Gallar:
Suð þegar það er ekkert að gerast.
Þau fara sjálfkrafa í einhverskonar "sleep mode" ef að það er ekkert sound input búið að koma í einhvern tíma, 30-60 sec er ekki alveg 100% á því. Í staðinn fyrir að slökkva á hljóðinu þá hækkar bara í suðinu þangað til að næsta smáhljóð kemur frá tölvunni.
this

Re: Þráðlaus heyrnartól

Sent: Sun 15. Ágú 2010 10:58
af KermitTheFrog
Hvar fæ ég HDR 130?

Re: Þráðlaus heyrnartól

Sent: Mán 16. Ágú 2010 23:33
af Sydney
Mæli actually með að spandera smá auka pening í digital RS, þ.e.a.s. 160/170/180. Er sjálfur með RS-180 og þau eru helvíti fín, af því að þetta er digital wireless er ekkert helvítis suð...EVER.

Re: Þráðlaus heyrnartól

Sent: Þri 17. Ágú 2010 00:01
af KermitTheFrog
Verst að 160 koma ekki með stand