Síða 1 af 1

LG 42LD450

Sent: Mið 04. Ágú 2010 16:16
af wicket
Sælir vaktarar.

Góður vinur minn nálgast þrítugs aldurinn og við stór hópur vina hans ætlum að gefa drengnum sjónvarp í afmælisgjöf. Ekki svo dýrt þegar að margir eru með í gjöfinni og svo á hann það bara skilið fyrst að hann er enn með túbusjónvarp.

Sáum þetta sjónvarp á buy.is , http://buy.is/product.php?id_product=1540" onclick="window.open(this.href);return false;

Gott verð að mér sýnist miðað við að sama týpa kostar yfir 200þús hjá Hátækni.

Mér sýnist þetta hafa allt sem sjónvarp þarf að hafa og miðað við stutta lesningu á avsforums fær tækið ágætis dóma sem tæki í mid-end flokki.

Sjáið þið eitthvað að þessu tæki ? Gaurinn sem mun fá tækið er á engan hátt tæknivæddur og ekki neinn audio/video-phile.

Tækið yrði notað í xbox360 spilun og sjónvarpsáhorf og hann á ekkert heimabíókerfi eða neitt slíkt.

Allar athugasemdir yrðu vel þegnar áður en við ákveðum að negla þetta.

Með fyrirfram þökk,
Wicket