Síða 1 af 1
Þrýstiloft - anti-static armband
Sent: Fim 29. Júl 2010 13:17
af zdndz
Er ekki allt þrýstiloft eins? Vitiði hvar það er ódýrast, fann eitthvað hjá start ->
http://start.is/product_info.php?manufa ... 91a865b11b" onclick="window.open(this.href);return false;
Annars notar maður ekki þrýstiloft mest á vifturnar og þar sem maður kemst ekki og svo ryksugar eftir á?
Ein spurnig í viðbót ef maður er að kafa eitthvað í tölvukassann er nauðsynlegt að hafa svona Anti-static armband? (
http://www.att.is/product_info.php?cPat ... sid=2207e2" onclick="window.open(this.href);return false;) getur maður eyðilagt eitthvað?
Re: Þrýstiloft - anti-static armband
Sent: Fim 29. Júl 2010 13:46
af BjarniTS
anti static er ódýrt öryggistól.
Getur sparað þér skemmdir af völdum stöðurafmagns.
Ef að þú ætlar að nota þrýstiloft , hafðu þà viftuna fasta og ekki láta hana snúast með.
Ekki blása með of miklum þrýsting, of nálægt og mundu að markmiðið er að blása rykinu og skítnum úr vélinni en ekki bara lengra inn í hana.
Re: Þrýstiloft - anti-static armband
Sent: Fim 29. Júl 2010 14:46
af zdndz
BjarniTS skrifaði:anti static er ódýrt öryggistól.
Getur sparað þér skemmdir af völdum stöðurafmagns.
Ef að þú ætlar að nota þrýstiloft , hafðu þà viftuna fasta og ekki láta hana snúast með.
Ekki blása með of miklum þrýsting, of nálægt og mundu að markmiðið er að blása rykinu og skítnum úr vélinni en ekki bara lengra inn í hana.
Takk fyrir upplýsingarnar, en ef maður er með svona armband er þá hægt að ryksuga tölvuna og vera þokkalega öruggur um að eyðileggja hana ekki?
Re: Þrýstiloft - anti-static armband
Sent: Fim 29. Júl 2010 15:33
af audiophile
Ég myndi ekki treysta á það. Ég hef hingað til sloppið með að steikja eitthvað með ryksugunni, en það er veruleg hætta á að skammhleypa þessu drasli með ryksugu. Enda hætti að nota hana fyrir nokkrum árum því ég hef aðgang að þrýstilofti í vinnunni.
Þrýstiloft á brúsa úti á svölum eða garði eða þar sem blæs smá er alveg nóg.
Re: Þrýstiloft - anti-static armband
Sent: Fim 29. Júl 2010 16:00
af zdndz
audiophile skrifaði:Ég myndi ekki treysta á það. Ég hef hingað til sloppið með að steikja eitthvað með ryksugunni, en það er veruleg hætta á að skammhleypa þessu drasli með ryksugu. Enda hætti að nota hana fyrir nokkrum árum því ég hef aðgang að þrýstilofti í vinnunni.
Þrýstiloft á brúsa úti á svölum eða garði eða þar sem blæs smá er alveg nóg.
takk fyrir upplýsingarnar
veistu samt hvað einn svona brúsi endist lengi (t.d. 400mL) endist hann alveg í svona 10 skipti eða bara 1-2 ??
Re: Þrýstiloft - anti-static armband
Sent: Fim 29. Júl 2010 16:44
af Gilmore
Ég veit einn sem tók sig til og setti bursta á ryksugustútinn og ryksugaði vel og vandlega með því að strjúka hárunum eftir móðurborðinu og öllum innviðunum. Tölvan hrein og fín......en svo kviknaði ekkert á henni aftur.
Það var farið með hana á verkstæði og hún dæmd ónýt.
Re: Þrýstiloft - anti-static armband
Sent: Fim 29. Júl 2010 16:48
af audiophile
zdndz skrifaði:audiophile skrifaði:Ég myndi ekki treysta á það. Ég hef hingað til sloppið með að steikja eitthvað með ryksugunni, en það er veruleg hætta á að skammhleypa þessu drasli með ryksugu. Enda hætti að nota hana fyrir nokkrum árum því ég hef aðgang að þrýstilofti í vinnunni.
Þrýstiloft á brúsa úti á svölum eða garði eða þar sem blæs smá er alveg nóg.
takk fyrir upplýsingarnar
veistu samt hvað einn svona brúsi endist lengi (t.d. 400mL) endist hann alveg í svona 10 skipti eða bara 1-2 ??
Endist merkilega lengi. Ég á einn 200ml sem ég keypti í Íhlutum í Skipholti og hef notað hann mörgum sinnum. Fer reyndar sparlega með hann enda ekki ódýrt. Minn getur spreyjað á hvolfi líka sem er hentugt, en dýrara.
Ef þú bara spreyjar skynsamlega þá á þetta að duga vel.
Re: Þrýstiloft - anti-static armband
Sent: Þri 14. Sep 2010 09:38
af Benzmann
það er alltaf gott að vera með þannig, en ef þú ert að fara að "kafa" í hann þá er allveg must að vera með 1stk svona
Re: Þrýstiloft - anti-static armband
Sent: Þri 14. Sep 2010 09:59
af Haxdal
Ég keypti mitt þrýstiloft í Tölvutek
http://www.tolvutek.is/product_info.php ... s_id=19657" onclick="window.open(this.href);return false;
Ég hef aldrei notað anti-static dót, ég hef alltaf afrafmagnað mig með því að snerta kassann og vanið mig á að vera ekki standandi á teppi og í ullasokkum meðan ég vinn í innihaldinu á tölvum. Aldrei steikt neitt hingað til.
Ekki vera með ryksuguna nálægt íhlutunum, alltílagi að ryksuga viftur og svona utanfrá. Ef þú ert að blása á mjög rykugt innihald þá haltu ryksugunni frá íhlutunum til að hún geti ryksugað rykið þegar það þyrlast upp útaf þrýstiloftinu.
Svo hef ég líka keypt fína pensla í húsasmiðjunni til að dusta rykið af bakhliðinni á íhlutum (hljóðkorti, skjákorti, stýrispjöldum etc) þar sem það er yfirleitt svo gamalt og þétt að þrýstiloft nær ekki að hreinsa það. aðallega að passa sig þar að fara ekki hratt með pensilinn yfir og ekki fram og aftur, og alls ekki nota pensla sem geta skrapað yfirborðið.