Síða 1 af 1

Vandræði með Tilgin myndlykill á ljósleiðaranum

Sent: Þri 13. Júl 2010 12:27
af codec
Sælir vaktarar,

Ég vildi bara kanna hvort einhver hér hefið reynslu af svipuðu máli en ég er að lenda tómu basli með þennan blessaða Tilgin háskerpu myndlykil á ljósinu.
Hann er endalust að frjósa og þarf að endurræsa hann aftur og aftur hjá mér og það breytir engu þótt ég hafi fengið annan frá Vodfone. Sá nýji er bara verri ef eitthvað er.
Þetta er alveg óþolandi og ég var að verða alveg snar á sunnudaginn þegar ég reyndi að horfa á úrslitaleikinn á HM á HD rásinni.

Er einhver með reynslu/lausn af þessu vandamáli, er þetta bara eitthvað hjá mér eða eru þessir lyklar bara drasl.

Hvernig dettur mönnum svo í hug að bjóða uppá svona dót á svona fínu dreifikerfi. Ég meina það verður varla mikið betra en ljósleiðari og svo situr maður uppi með þessa bréfapressu sem þarf að endurrsæa í sífellu.

prirr prirr, pirredí pú!

Re: Vandræði með Tilgin myndlykill á ljósleiðaranum

Sent: Mið 14. Júl 2010 10:36
af codec
engin?

Re: Vandræði með Tilgin myndlykill á ljósleiðaranum

Sent: Fös 16. Júl 2010 11:21
af acebigg
Ég var með HD afruglarann þegar ég var með örbylgjuna.
Fékk mer svo þennan þegar ég fór í ljósið fyrir um ári, gegn ráðum Vodafone.
Þeir sögðu beint út að þetta væri algjört drasl, það var rétt.
Ég hef svo verið í sambandi við þá, því þeir eru að lofa nýjum HD ruglara í haust.

Bara bíða og vona. ekkert annað í stöðunni því miður.

Re: Vandræði með Tilgin myndlykill á ljósleiðaranum

Sent: Fös 16. Júl 2010 13:41
af Gothiatek
Ég er með þennan myndlykil og hef ekki verið að lenda í þessu. Hefur reyndar frosið en það er örsjaldan.

Reyndar datt Discovery HD út fyrir nokkrum vikum, Vodafone sagði að það væri eitthvað vandamál hjá 365 en ég hef hreinlega ekki nennt að hringja í þjónustuverið þangað! Annars virkar myndlykilinn fínt hjá mér.

Re: Vandræði með Tilgin myndlykill á ljósleiðaranum

Sent: Fös 16. Júl 2010 15:32
af acebigg
Þetta er allavegana það lélegur lykill að það er ekki hægt að fá hann lengur.
Þeir eru að bíða eftir þessum nýja.

Re: Vandræði með Tilgin myndlykill á ljósleiðaranum

Sent: Lau 17. Júl 2010 11:03
af codec
Já, maður verður víst bara að bíða eftir þeim nýja, Vona að það sé almennileg græja.

Furðulegt þetta með discovery HD hve erfitt er aðhalda þessu í lagi? Nú er þetta búið að vera úti allt sumar eða frá því í maí. Þetta er auglýst og er hluti af pakkanum, er þetta þá ekki vara sem er keypt en aldrei afhent? Hvað með bjóða viðskiptavinum endurgreiðslu eða eitthvað en nei þeir benda bara hver á annan Voda og 365 og engin lagar eða gerir neitt. Mjög slöpp þjónusta.

Re: Vandræði með Tilgin myndlykill á ljósleiðaranum

Sent: Lau 17. Júl 2010 17:15
af Gothiatek
Ágætt að vita af von á nýjum myndlyklum, best að fylgjast með því.

En með Discovery HD þá er þetta mjög slappt já, búinn að senda mail á 365 (finnst betra að senda bara mail þar sem þetta er ekki áríðandi og þá á ég svörin hjá mér) þar sem ég sagði að ef þetta kæmist ekki í lag hið snarasta hlyti ég að fá afslátt af þessari mánaðarleigugjaldi. Verður forvitinlegt hvert svarið verður, ef ég fæ svar yfir höfuð...