Síða 1 af 6
Vaktin.is lan skráning á lan@muminalfarnir.org
Sent: Mán 28. Jún 2010 19:38
af vesley
Ætla að gefa mér leyfi til að búa til þráð um það að halda Vaktarlan þrátt fyrir að vera ekki stjórnandi eða umsjónarmaður.
Það var þráður hérna fyrir nokkru síðan um að halda vaktarlan og var fullt af fólki mjög áhugasamt , en sá þráður drapst og ekkert var meira pælt í þessu.
Ég ætla því að endurvekja þessa umræðu og reyna að koma meira lífi í þetta.
Til að geta haldið svona lan þá þyrftum við nokkra hluti.
Húsnæði,
Húsgögn, ( borð og stóla, sumir geta komið með sína eigin stóla)
Internet og "höbba/switcha
Mat og drykki
Góða skapið og fleira.
Til að virða útivistarlög gætum við haft jafnvel 16 ára aldurstakmark og þar með losnað við kostnað á gæslu og veseni.
Nú spyr ég , hverjir myndu mæta og þá meina ég virkilega mæta, og hverjir myndu vilja taka að sér að hjálpa til við að redda öllu saman og undirbúa ( og þá er ég ekki að tala um 14 ára gutta sem halda að þeir munu geta planað allt og eru "gegt" spenntir) heldur fólk sem mun "actually" hjálpa til og plana hlutina.
Og ekki tala um að þetta sé vesen því þetta verður svo þess virði!.
Svo jæja vaktarar hvað segið þið, eruð þið ekki til í eina vel sveitta og skemmtilega lan-helgi á næstu vikum ?
Re: Vaktin.is lan
Sent: Mán 28. Jún 2010 19:41
af GullMoli
Ég væri alveg til í eitthvað almennilegt lan (sem er ekki tileinkað CS
).
Ég myndi eflaust mæta, langar samt að sjá hvernig þetta þróast áður en ég staðfesti mig.
Re: Vaktin.is lan
Sent: Mán 28. Jún 2010 19:49
af bixer
ég væri til í lan, þetta með að hafa 16 ára aldurstakmark er frekar kjánaleg hugmynd því útivistartíminn er tími sem krakkarnir mega vera úti á undir 16 ára hámark 12, en þar sem þetta ætti að vera inni einhverstaðar þá held ég að 16 ára aldurstakmark sé óþarfi frekar 12-14 ára.
væri ekki þægilegast að fá fólk til að koma með switch/höbb að heiman? flestir ættu að eiga þannig. matur og drykkir ættu auðvitað að koma að heiman
ég nenni samt ekki að fara á counter lan, væri til í gta4, crysis, cod og battlefield
Re: Vaktin.is lan
Sent: Mán 28. Jún 2010 19:52
af Lexxinn
bixer skrifaði:ég nenni samt ekki að fara á counter lan, væri til í gta4, crysis, cod og battlefield
Langar að minna á örugglega með bestu lan leikjum sem ég hef spilað á lani BORDERLANDS
Re: Vaktin.is lan
Sent: Mán 28. Jún 2010 20:06
af vilberg
Þó svo að ég sé ekki virkur meðlimur hér á vaktinni og ekki neitt sérstaklega laginn í tölvuleikjum þá væri ég samt ýkt til í að koma að hjálpa til með þetta og mögulega mæta sjálfur á þetta.
Re: Vaktin.is lan
Sent: Mán 28. Jún 2010 20:10
af intenz
Hafiði heyrt um Hamachi?
LAN er svo 1997.
Re: Vaktin.is lan
Sent: Mán 28. Jún 2010 20:11
af Lexxinn
intenz skrifaði:Hafiði heyrt um Hamachi?
LAN er svo 1997.
Hamachi er 2007 líka...
http://www.garena.com/
Re: Vaktin.is lan
Sent: Mán 28. Jún 2010 20:36
af Pandemic
Ég er alltaf fullur um helgar að snorta kók í auðum húsasundum svo...
Re: Vaktin.is lan
Sent: Mán 28. Jún 2010 20:37
af intenz
Lexxinn skrifaði:intenz skrifaði:Hafiði heyrt um Hamachi?
LAN er svo 1997.
Hamachi er 2007 líka...
http://www.garena.com/
Síðast þegar ég prófaði þetta Garena var það glatað drasl.
Re: Vaktin.is lan
Sent: Mán 28. Jún 2010 20:38
af chaplin
Ég reyndi að nota þetta helvítis Hamachi fyrir nokkrum mánuðum, hef sjálfsagt sett það vitlaust upp þar sem vinir mínir voru með +5k ms, hætti að fikta í því stuttu eftir það? Hvernig er reynslan hjá mönnum annars á því?
Re: Vaktin.is lan
Sent: Mán 28. Jún 2010 20:46
af CendenZ
nee .. 14 ára aldurstakmark ??
Það þyrfti að vera 18 ára, en ekki 16 líka uppá sjálfræði og það vesen með brjálæðar kerlingar þegar við fáum okkur bjór og mömmurnar sjá myndir á facebook
En engu að síður þá væri áhugavert að skoða staðsetningu fyrir þetta, þyrfti að vera 50 manna pleis með nóg af plássi og rafmagni, ásamt ljóshraða og góða rútera sem passa uppá niðurhal etc... þetta væri náttúrulega ekki til þess að koma og downloada af netinu.. heldur til að
lana
Re: Vaktin.is lan
Sent: Mán 28. Jún 2010 21:00
af Lexxinn
daanielin skrifaði:Ég reyndi að nota þetta helvítis Hamachi fyrir nokkrum mánuðum, hef sjálfsagt sett það vitlaust upp þar sem vinir mínir voru með +5k ms, hætti að fikta í því stuttu eftir það? Hvernig er reynslan hjá mönnum annars á því?
Hef góða reynslu af hamachi hingað til og enn betri af Garena
Re: Vaktin.is lan
Sent: Mán 28. Jún 2010 21:02
af vesley
CendenZ skrifaði:nee .. 14 ára aldurstakmark ??
Það þyrfti að vera 18 ára, en ekki 16 líka uppá sjálfræði og það vesen með brjálæðar kerlingar þegar við fáum okkur bjór og mömmurnar sjá myndir á facebook
En engu að síður þá væri áhugavert að skoða staðsetningu fyrir þetta, þyrfti að vera 50 manna pleis með nóg af plássi og rafmagni, ásamt ljóshraða og góða rútera sem passa uppá niðurhal etc... þetta væri náttúrulega ekki til þess að koma og downloada af netinu.. heldur til að
lana
Ég verð nú að vera ósammála, bæði það að góður partur af vaktinni er undir 18 ára aldri, og ég skil ekki af hverju foreldrar ættu að tryllast ef manneskjan hliðiná barninu sínu sé að drekka bjór en ekki barnið sitt sem situr kannski bara með appelsín og snakk.
Edit: jafnvel hægt bara að búa til einfalt leyfisbréf fyrir fólk undir lögaldri s.s. 16-18 eða hvernig sem þið viljið hafa lágmarksaldurinn.
Re: Vaktin.is lan
Sent: Mán 28. Jún 2010 21:15
af BjarkiB
Hvað með að hafa þetta bjórlaust og áfengislaust lan og leyfa 14 ára krakka að joina?
Re: Vaktin.is lan
Sent: Mán 28. Jún 2010 21:34
af bixer
haha, ég vil bara helst ekki hafa það 18+ því ég er 15 og það eru virkilega fá alvöru lön, fer á 2-3 ári fyrir utan lön sem eru bara ég + 1-3 vinir mínir
Re: Vaktin.is lan
Sent: Mán 28. Jún 2010 21:39
af CendenZ
Tiesto skrifaði:Hvað með að hafa þetta bjórlaust og áfengislaust lan og leyfa 14 ára krakka að joina?
Þá þyrfti að vera gæsla og loka klukkan 24:00 vegna útivistartímans, veit ekki hvort það séu einhverjar undanþágur á því
Re: Vaktin.is lan
Sent: Mán 28. Jún 2010 22:15
af chaplin
CendenZ skrifaði:Tiesto skrifaði:Hvað með að hafa þetta bjórlaust og áfengislaust lan og leyfa 14 ára krakka að joina?
Þá þyrfti að vera gæsla og loka klukkan 24:00 vegna útivistartímans, veit ekki hvort það séu einhverjar undanþágur á því
Gera beina eins og var alltaf gert á skjalfta, láta foreldra skrifa undir eitthvern pappír sem veitir undanþágu.
Re: Vaktin.is lan
Sent: Mán 28. Jún 2010 22:27
af Zpand3x
Væri alveg til í LAN
Og hvað með að hafa svona Case-mod keppni líka
Einsog í útlöndum og bara eitthvað smotterí í verðlaun, aðalverðlaunin samt bara heiðurinn
Er sammála 18+ og það væri náttúrulega best ef einhver með connections gæti reddað ódýru húsnæði og ljós tengingu. Hafa þetta bara cheap og cosy.
Veit einhver um fyrirtæki sem er ný farið á hausinn með meðalstóru svona gólfi sem tæki 50 manns (efast að fleiri vaktarar mæti). Gæti verið hægt að scora cheap helgar leigu
Það geta svo allir bara pantað sér pizzu eða whatever
Re: Vaktin.is lan
Sent: Mán 28. Jún 2010 22:40
af Gúrú
Efast nú um að 50 manns mæti fyrst að það var varla hægt að skipuleggja þetta síðast
Re: Vaktin.is lan
Sent: Mán 28. Jún 2010 22:44
af Zpand3x
Eða bara eitthva.. 20 -50 manns.. alltaf hægt að draga félaga sína með rsum til að fylla uppí.. fer bara alveg eftir hvort einhver getur reddað húsnæði með smá plássi. Reyna að hafa þetta eins ódýrt og hægt er.
Re: Vaktin.is lan
Sent: Mán 28. Jún 2010 22:56
af GullMoli
Veit ekki hvort að áfengi og nokkurhundruðþúsundkróna tölvubúnaður fari vel saman á svona lani :Þ
Re: Vaktin.is lan
Sent: Mán 28. Jún 2010 23:08
af Lexxinn
GullMoli skrifaði:Veit ekki hvort að áfengi og nokkurhundruðþúsundkróna tölvubúnaður fari vel saman á svona lani :Þ
+1
Re: Vaktin.is lan
Sent: Mán 28. Jún 2010 23:33
af Ulli
GullMoli skrifaði:Veit ekki hvort að áfengi og nokkurhundruðþúsundkróna tölvubúnaður fari vel saman á svona lani :Þ
Ekkert verra en Gos,
ekki nema men myndu mæta þar til að hrinja í það...
x 18+
Re: Vaktin.is lan
Sent: Þri 29. Jún 2010 00:40
af Danni V8
Ég myndi alveg öruggleg pottþétt mæta... kannski.
Samt líklegast ekki þar sem þetta yrði pottþétt í bænum og ég nenni ekki að keyra á milli endalaust.
Já og áfengið myndi fylgja, pottþétt. Þannig virka lön bara.
Re: Vaktin.is lan
Sent: Þri 29. Jún 2010 00:44
af Glazier
Ég myndi mæta !
Og nei, held að 14+ sé frekar lítill aldur.. 16+ væri fínt held ég