Síða 1 af 1
Leyst - IDE Diskur Kemur Ekki Inn
Sent: Þri 15. Jún 2010 19:34
af machinehead
Daginn
Ég hef verið með 3 SATA og 1IDE tengda í vélina.
Núna nýlega var ég að tengja við einn 500GB IDE í viðbót sem virðist ekki koma inn.
Ég hef voða takmarkaða reynslu á Slave og Master jumper stillingum, er einhver nauðsyn að breyta þessum stillingum til að fá báða diskana til að virka?
Þeir eru báðir tengdir gegnum sama kapal í móðurborðið.
EDIT: Annar diskurinn er með jumperinn stilltann á Master, hinn diskurinn er ekki með neinn jumper.
Einnig koma þeir báðir upp þegar ég fer í POST setup.
Re: IDE Diskur Kemur Ekki Inn
Sent: Þri 15. Jún 2010 19:36
af Revenant
Setja jumperana á báðum diskum á "Cable Select". Þá þarftu ekki að hugsa um hvort tækið sé master/slave.
Re: IDE Diskur Kemur Ekki Inn
Sent: Þri 15. Jún 2010 19:39
af machinehead
Revenant skrifaði:Setja jumperana á báðum diskum á "Cable Select". Þá þarftu ekki að hugsa um hvort tækið sé master/slave.
Okay, takk fyrir. En hver er munurinn að hafa þá á Master og Slave? Hvorugur þeirra er notaður undir stýrikerfi.
Re: IDE Diskur Kemur Ekki Inn
Sent: Þri 15. Jún 2010 19:49
af Revenant
machinehead skrifaði:Okay, takk fyrir. En hver er munurinn að hafa þá á Master og Slave? Hvorugur þeirra er notaður undir stýrikerfi.
Eina sem "master" og "slave" gerir er að stjórna hvort tækið birtist á undan í BIOS (þ.e. efra tækið). Hugmyndin var held ég sú að master á channel 1 (af 2) ,,eigi'' að vera system diskur, þótt að það skipti nákvæmlega engu máli.
Re: IDE Diskur Kemur Ekki Inn
Sent: Mið 16. Jún 2010 00:45
af machinehead
Stillti þá báða á "Cable Select" en þá kom hvorugur inn.
Re: IDE Diskur Kemur Ekki Inn
Sent: Mið 16. Jún 2010 01:58
af BjarniTS
Bilaðu diskur ?
Re: IDE Diskur Kemur Ekki Inn
Sent: Mið 16. Jún 2010 04:55
af ElbaRado
Taktu tölvuna úr sambandi bíddu i nokkrarar sek og taktu svo batteryið úr móðuborðinu og settu það aftur í...
Re: IDE Diskur Kemur Ekki Inn
Sent: Mið 16. Jún 2010 06:48
af machinehead
ElbaRado skrifaði:Taktu tölvuna úr sambandi bíddu i nokkrarar sek og taktu svo batteryið úr móðuborðinu og settu það aftur í...
Ég prufa þetta
BjarniTS skrifaði:Bilaðu diskur ?
Mér hafði einnig dottið það í hug en þá ætti hinn diskurinn samt alveg að virka.
Re: IDE Diskur Kemur Ekki Inn
Sent: Mið 16. Jún 2010 08:31
af machinehead
Það virkaði ekki að fjarlægja batterí.
Nú er ég búinn að prufa að hafa bara seinni diskinn tengdann, prufaði bæði á "Master" og "Cable Select" og hann kemur inn í POST setup en ekki í Windows.
Hinn diskurinn virðist virka einn og sér nema S.M.A.R.T. segir hann vera illa farinn og hann þurfi að "backa upp" og skipta út.
Re: IDE Diskur Kemur Ekki Inn
Sent: Mið 16. Jún 2010 10:19
af beatmaster
Stilltu annan diskinn með jumper-unum sem Master og tengdu hann á tengið sem að er á endanum á kaplinum
Stilltu hinn diskinn með jumper-unum sem Slave og tengdu hann á tengið sem er ekki á endanum á kaplinum
Ef að þetta virkar ekki geturðu prufað að svissa hvor diskurinn er stilltur sem Master eða Slave og svissað þeim á kaplinum
Master er tengið sem að er á endanum og verður tækið sem að er tengt í það að vera stillt sem Master með jumper
Slave er hitt tengið sem að er ekki á endanum og verður tækið sem að ertengt í það að vera stillt sem Slave með jumper
Ef að þetta virkar ekki tengt sem Master/Slave þá er miklu líklegra að jumper-arnir séu vitlaust stilltir hjá þér en að diskurinn sé bilaður
Re: IDE Diskur Kemur Ekki Inn
Sent: Mið 16. Jún 2010 11:03
af machinehead
Ég hafði prufað þetta, reyndar ekki að svissa. Kapalinn minn er samt ekki eins og á myndinni hjá þér, heldur svona, án þessara fancy plasthúðar.
EDIT: Ég sé nú samt að diskurinn kemur upp í Device Manager.
http://www.seagate.com/ww/v/index.jsp?v ... 04090aRCRD
Þetta er diskurinn og ég er að keyra á Windows 7.
Re: IDE Diskur Kemur Ekki Inn
Sent: Mið 16. Jún 2010 11:32
af machinehead
Vandamálið er að ég held leyst.
Málið var að diskurinn var ekki initialized'aður þannig að ég þurfti bara að fara í disk management undir administrative tools og initialize'a hann, svo þurfti bara að búa til nýtt partion.
Ég þakka samt öll svör sem ég fékk.