Síða 1 af 2

Leikjatölva (0-400þús)

Sent: Mán 31. Maí 2010 00:39
af ÓskarÓla
Ég er að íhuga uppfærslu af gömlu vélinni, og er ekki sá besti í að púsla saman tölvu, þannig að ég leita til ykkar með aðstoð :)

Það sem ég vill fá útúr tölvunni er i-7 örgjörvi og Nvidea skjákort ;)

Note : Leikjavél fyrst og fremst, ekkert annað sem er gert í gömlu, efast að nýja fái nýtt hlutverk (annað en flottari leiki :P)

Verð er milli 0 og 400þúsund


Endilega senda sem flestar hugmyndir, mun líklegast láta vaða í næsta mánuði

Re: Leikjatölva (0-400þús)

Sent: Mán 31. Maí 2010 00:42
af evilscrap
Afhverju Nvidia kort samt? Á þetta að vera leikjatölva?

Re: Leikjatölva (0-400þús)

Sent: Mán 31. Maí 2010 00:48
af Glazier
evilscrap skrifaði:Afhverju Nvidia kort samt? Á þetta að vera leikjatölva?
Lastu ekki titilinn ?

Re: Leikjatölva (0-400þús)

Sent: Mán 31. Maí 2010 00:54
af Gunnar
400.000 kr segiru? ó þetta verður skemmtilegt...
viltu allan jarðarbúnað með í þetta verð? getur nýtt eitthvað úr gömlu? ss. cd eða dvd drif.
Turn:
Cooler Master HAF 932 Full Tower Black Case 29.990 eða
Cooler Master RC-692-KKN2 CM690 II Advanced 29.990
örgjörvi:
i7-920 47.990
Skjákort:
Asus nVidia GeForce GTX480 1536MB 89.990
Vinnsluminni:
CORSAIR DOMINATOR 6GB (3 x 2GB) 38.990
aflgjafi:
Corsair CMPSU-1000HX 1000-Watt 44.990
stýrikerfis diskur:
Intel X-25M G2 80GB 2.5" Solid-State Serial-ATA 3.0Gb/s SSD 44.990
Móðurborð:
GIGABYTE GA-X58A-UD3R (rev. 1.0) 36.990
Örgjörvakæling:
Scythe Mugen 2 Rev.B CPU Cooler 8.990
Samtals bara turninn:342.830 kr.

Re: Leikjatölva (0-400þús)

Sent: Mán 31. Maí 2010 01:06
af GullMoli
Geri ráð fyrir því að þú notir DVD drifið aftur, ásamt hörðum diskum etc.

Móðurborð: Asus P6X58D Premium : 48.990 kr

Örgjörvi: i7-920 2.66GHz 8MB : 47.990 kr

Skjákort: EVGA nVidia GeForce GTX480 1536MB : 89.990 kr

Vinnsluminni: CORSAIR DOMINATOR 6GB (3 x 2GB) DDR3 1600 : 38.990 kr

Algjafi: Corsair CMPSU-1000HX : 44.990 kr

Þessi aflgjafi höndlar vel 2x 480 skjákort og ef þú vilt virkilega ganga alla leið og spreða 400k þá geturðu bætt öðru korti við :D



Og ef þú ætlar í yfirklukkun á örgjörvanum.

Örgjörvakæling: Prolimatech CPU Cooler : 13.990 kr

Þarft samt að fjárfesta í viftu á þetta kvikindi, og vera viss um að þetta passi í kassann.


Samtals gerir þetta : 284.940 kr


Ef þú vilt fá þér nýjan kassa.

Kassi: Cooler Master HAF 932 Full Tower : 29.990 kr


Þá er þetta komið í : 314.930 kr

Svo geturðu bætt við SSD geymslu og þá ertu all set. Ég get ekki mælt með neinum sérstökum þar sem ég hef ekki kynnt mér þá almennilega.

Re: Leikjatölva (0-400þús)

Sent: Mán 31. Maí 2010 01:30
af Oak
það munar 20.000 kr. á þessum móðurborðum hjá ykkur en ég er ekki alveg að sjá neinn gífurlegan mun á þeim...hvað er að fara framhjá mér... ?

Re: Leikjatölva (0-400þús)

Sent: Mán 31. Maí 2010 01:37
af GullMoli
Oak skrifaði:það munar 20.000 kr. á þessum móðurborðum hjá ykkur en ég er ekki alveg að sjá neinn gífurlegan mun á þeim...hvað er að fara framhjá mér... ?
Ég breytti yfir í Asus móðurborð núna. En ég veit fyrir víst að þetta gigabyte móðurborð sem hann mælir missir smá hraða á USB3 og SATA3 þegar tvö eða fleiri skjákort eru notuð. Veit ekki hvort það sé sama saga með Asus borðið en ég efast um það, + Asus borðið fær mun betri dóma á Newegg.

Re: Leikjatölva (0-400þús)

Sent: Mán 31. Maí 2010 01:42
af ÓskarÓla
ég mun bara nota 1 skjákort (allavegana til að byrja með) þannig að bara top speed fyrir 1 stk móðurborð, hvort þeirra væri betra þá?

http://buy.is/product.php?id_product=964" onclick="window.open(this.href);return false; eða http://buy.is/product.php?id_product=864" onclick="window.open(this.href);return false; ??

Re: Leikjatölva (0-400þús)

Sent: Mán 31. Maí 2010 01:48
af Oak
ég veit lítið um þau en asus bara með usb 3 er að heilla mig

Re: Leikjatölva (0-400þús)

Sent: Mán 31. Maí 2010 01:49
af GullMoli
Oak skrifaði:ég veit lítið um þau en asus bara með usb 3 er að heilla mig
Þau eru bæði með USB3 og Sata3, en ef peningar eru ekki vandamál þá myndi ég taka Asus borðið (er reyndar sjálfur að fara fá mér Gigabyte borðið því ég skít ekki peningum :P )

Re: Leikjatölva (0-400þús)

Sent: Mán 31. Maí 2010 01:55
af ÓskarÓla
GullMoli skrifaði:
Oak skrifaði:ég veit lítið um þau en asus bara með usb 3 er að heilla mig
Þau eru bæði með USB3 og Sata3, en ef peningar eru ekki vandamál þá myndi ég taka Asus borðið (er reyndar sjálfur að fara fá mér Gigabyte borðið því ég skít ekki peningum :P )

haha aight, þá vel ég það frekar :) var að púsla þessu saman, 370þús so far... nýtt stýrikerfi og nýjir HDD ^^

djöfulli verður maður sáttur með þessa vél í leikina held ég...

Re: Leikjatölva (0-400þús)

Sent: Mán 31. Maí 2010 02:08
af AntiTrust
Fyndið hvað menn fókusa lítið á HDD, sem eru nánast undantekningarlaust flöskuhálsar í flestum turnum sem kosta yfir 80kall.

S S D!

Ef þú ert á annað borð að eyða þessum pening í vélina væri lítið annað en fáránlegt að fara ekki í SSD.

Svipað og kaupa þér glænýjan Cruiser, upphækka hann en .. vera með 1.0L vél úr Polo í honum.

Re: Leikjatölva (0-400þús)

Sent: Mán 31. Maí 2010 02:20
af g0tlife
AntiTrust skrifaði:Svipað og kaupa þér glænýjan Cruiser, upphækka hann en .. vera með 1.0L vél úr Polo í honum.
hahahahaha =D> =D> =D>

Re: Leikjatölva (0-400þús)

Sent: Mán 31. Maí 2010 02:40
af MrT
Hann græðir lítið á því í leikjunum sínum.

Ég myndi halda mig við HDDana þangað til SSDarnir lækka í almennilega viðráðanleg verð og stækka í ásættanlega stærð, ef ég væri hann.. Hef ekkert á móti þeim í dag, bara meiri lúxus auðvitað og ef maður vill moka út fyrir því þá more power to ya.

Re: Leikjatölva (0-400þús)

Sent: Mán 31. Maí 2010 02:41
af intenz
OP, af hverju Nvidia skjákort? ATi skjákortin eru einfaldlega betri ef miðað er út frá verðmiðum.

Sjáum til dæmis Nvidia GTX 480, það er á 90.000 kr.

Þú getur fengið ATi HD 5970, sem er miklu miklu miklu betra kort, á ~110.000 hingað komið heim.
AntiTrust skrifaði:Fyndið hvað menn fókusa lítið á HDD, sem eru nánast undantekningarlaust flöskuhálsar í flestum turnum sem kosta yfir 80kall.

S S D!

Ef þú ert á annað borð að eyða þessum pening í vélina væri lítið annað en fáránlegt að fara ekki í SSD.

Svipað og kaupa þér glænýjan Cruiser, upphækka hann en .. vera með 1.0L vél úr Polo í honum.
Vel mælt! =D> :lol:

Re: Leikjatölva (0-400þús)

Sent: Mán 31. Maí 2010 02:52
af AntiTrust
MrT skrifaði:Hann græðir lítið á því í leikjunum sínum.

Ég myndi halda mig við HDDana þangað til SSDarnir lækka í almennilega viðráðanleg verð og stækka í ásættanlega stærð, ef ég væri hann.. Hef ekkert á móti þeim í dag, bara meiri lúxus auðvitað og ef maður vill moka út fyrir því þá more power to ya.
Það er nefnilega bara ekki eins rétt og flestir vilja meina. Þú græðir fullt á því að vera með SSD í gaming, load tíma á öllu, ingame actions, textures, shading, lighting, sfx og FPS. Það fer eftir leikjum hversu mikið gainið í FPS er, en það getur verið frá 0.x og upp í sem dæmi 37% FPS gain í Crysis.

M.v. peninginn sem hann er að setja í vélina er margt sem hann kemur ekki til með að nota til fulls í leikjaspilun, og sumt sem mun gefa honum minna edge en SSD myndi gefa.

En þetta er BARA í gaming! Fólk notar tölvurnar sínar í svoo margt annað líka, þótt þær séu "bara" leikjavélar. Skiptir ekki máli hvort það er opna möppu, opna forrit, opna browser, svissa á milli forrita, opna MSN glugga.. Allt þetta verður svo margfalt hraðara og meira responsive.

Re: Leikjatölva (0-400þús)

Sent: Mán 31. Maí 2010 03:05
af ÓskarÓla
SSHD koma ekki til greina atm vegna þess hvað þeir eru litlir og dýrir.... þegar það koma 1tb SSHDD á viðráðanlegu verði... then i can think of it :P

Re: Leikjatölva (0-400þús)

Sent: Mán 31. Maí 2010 03:14
af AntiTrust
ÓskarÓla skrifaði:SSHD koma ekki til greina atm vegna þess hvað þeir eru litlir og dýrir.... þegar það koma 1tb SSHDD á viðráðanlegu verði... then i can think of it :P
Þeir heita ekki SSHD, heldur bara SSD ;)

Synd að flöskuhálsa vélina svona. Kaupa þér bara 80Gb disk á 40-50 kall og nota undir stýrikerfi/forrit/leiki og nota gömlu diskana undir gagnageymslu. Þú ert að gaina í leikjum með SSD, mismikið en það á bara eftir að verða meira og meira með nýjustu leikjum.

Re: Leikjatölva (0-400þús)

Sent: Mán 31. Maí 2010 03:15
af Oak
GullMoli skrifaði:
Oak skrifaði:ég veit lítið um þau en asus bara með usb 3 er að heilla mig
Þau eru bæði með USB3 og Sata3, en ef peningar eru ekki vandamál þá myndi ég taka Asus borðið (er reyndar sjálfur að fara fá mér Gigabyte borðið því ég skít ekki peningum :P )
hefði kannski átt að hafa BARA svona svo að það kæmi skýrt fram að það er bara usb 3 á asus borðinu og það er bara gott :)

Re: Leikjatölva (0-400þús)

Sent: Mán 31. Maí 2010 09:58
af vesley
AntiTrust skrifaði:
ÓskarÓla skrifaði:SSHD koma ekki til greina atm vegna þess hvað þeir eru litlir og dýrir.... þegar það koma 1tb SSHDD á viðráðanlegu verði... then i can think of it :P
Þeir heita ekki SSHD, heldur bara SSD ;)

Synd að flöskuhálsa vélina svona. Kaupa þér bara 80Gb disk á 40-50 kall og nota undir stýrikerfi/forrit/leiki og nota gömlu diskana undir gagnageymslu. Þú ert að gaina í leikjum með SSD, mismikið en það á bara eftir að verða meira og meira með nýjustu leikjum.

Verð að segja að mér finnst það virkilega fyndið að þú segir að venjulegur HD sé flöskuháls. Ef þú værir með SSD þá breytir það alls engu varðandi gamin-performance, það mun bara stytta biðtíma í leikjum þegar verið er að loada.


Örgjörvi : http://buy.is/product.php?id_product=1129" onclick="window.open(this.href);return false;
Aflgjafi: http://buy.is/product.php?id_product=918" onclick="window.open(this.href);return false; ( vill hinsvegar gefa það fram að hx850 væri nóg en þar sem þú talar um að bæta við skjákorti þá er það öruggara að hafa hx1000 útgáfuna)
Turnkassi: http://buy.is/product.php?id_product=898" onclick="window.open(this.href);return false;
Móðurborð: http://buy.is/product.php?id_product=864" onclick="window.open(this.href);return false;
Vinnsluminni: http://buy.is/product.php?id_product=1150" onclick="window.open(this.href);return false;
Harður Diskur: http://buy.is/product.php?id_product=133" onclick="window.open(this.href);return false;
Skjákort: http://buy.is/product.php?id_product=1363" onclick="window.open(this.href);return false;
Örgjörvakæling: http://buy.is/product.php?id_product=566" onclick="window.open(this.href);return false;
Kassaviftur: 2x http://buy.is/product.php?id_product=1108" onclick="window.open(this.href);return false;
SSD: http://buy.is/product.php?id_product=530" onclick="window.open(this.href);return false;
samtals 381890krónur

nr2:
Örgjörvi : http://buy.is/product.php?id_product=1129" onclick="window.open(this.href);return false;
Aflgjafi: http://buy.is/product.php?id_product=918" onclick="window.open(this.href);return false;
Turnkassi: http://buy.is/product.php?id_product=898" onclick="window.open(this.href);return false;
Harður Diskur: http://buy.is/product.php?id_product=133" onclick="window.open(this.href);return false;
Skjákort: http://buy.is/product.php?id_product=1363" onclick="window.open(this.href);return false; 2x í SLI
Vinnsluminni: http://buy.is/product.php?id_product=866" onclick="window.open(this.href);return false;
Móðurborð: http://buy.is/product.php?id_product=964" onclick="window.open(this.href);return false;
Örgjörvakæling: http://buy.is/product.php?id_product=599" onclick="window.open(this.href);return false;
samtals: 398910krónur.

vill benda á að það er ekki stýrikerfi með þessum íhlutum sem ég valdi en ef þú vilt það þá bætist við http://buy.is/product.php?id_product=942" onclick="window.open(this.href);return false; 23990krónur

Re: Leikjatölva (0-400þús)

Sent: Mán 31. Maí 2010 10:08
af AntiTrust
vesley skrifaði: Verð að segja að mér finnst það virkilega fyndið að þú segir að venjulegur HD sé flöskuháls. Ef þú værir með SSD þá breytir það alls engu varðandi gamin-performance, það mun bara stytta biðtíma í leikjum þegar verið er að loada.
Flott flott, hlæðu bara eins og þú vilt.. en þá allavega að eigin vitleysu, ekki mér.

Kynntu þér þetta og lestu það sem ég skrifaði hérna f. ofan, þetta er ekki info sem ég er að taka útúr rassgatinu á mér heldur úr real time prófunum.

Re: Leikjatölva (0-400þús)

Sent: Mán 31. Maí 2010 10:20
af vesley
AntiTrust skrifaði:
vesley skrifaði: Verð að segja að mér finnst það virkilega fyndið að þú segir að venjulegur HD sé flöskuháls. Ef þú værir með SSD þá breytir það alls engu varðandi gamin-performance, það mun bara stytta biðtíma í leikjum þegar verið er að loada.
Flott flott, hlæðu bara eins og þú vilt.. en þá allavega að eigin vitleysu, ekki mér.

Kynntu þér þetta og lestu það sem ég skrifaði hérna f. ofan, þetta er ekki info sem ég er að taka útúr rassgatinu á mér heldur úr real time prófunum.

Að flöskuhálsa tölvu er nú þegar tölvan getur ekki fullnýtt allt sitt afl í keyrslu. t.d. ef þú ert með of lélegan örgjörva en mjög gott skjákort,

Ég hef nú skoðað þónokkur SSD benchmark en aldrei séð það að SSD hækki fps í tölvuleikjum og gerir þér kleift að keyra leikina í hærri gæðum.

Ég veit það að SSD styttir biðtíma um heilan helling og getur það verið mjög gott fyrir suma en aðra skiptir það alls engu máli. Tölvan getur verið fljótari að kveikja á sér og kveikja á ýmsum forritum og fleira, en auka "performance" í benchmarks og leikjum, það held ég nú ekki.

Re: Leikjatölva (0-400þús)

Sent: Mán 31. Maí 2010 10:31
af AntiTrust
Hérna er eitt af mörgum dæmum sem ég hef lesið málsflutningi mínum til stuðnings :

http://www.samsung.com/global/business/ ... _Rev_3.pdf" onclick="window.open(this.href);return false;

Þarna sést greinilega lágmarks, hámarks og meðalmunur á leikjum.

Minnir að meðalmunurinn á gaming rig með og án SSD hafi verið um 7% FPS.

Re: Leikjatölva (0-400þús)

Sent: Mán 31. Maí 2010 10:41
af vesley
AntiTrust skrifaði:Hérna er eitt af mörgum dæmum sem ég hef lesið málsflutningi mínum til stuðnings :

http://www.samsung.com/global/business/ ... _Rev_3.pdf" onclick="window.open(this.href);return false;

Þarna sést greinilega lágmarks, hámarks og meðalmunur á leikjum.

Minnir að meðalmunurinn á gaming rig með og án SSD hafi verið um 7% FPS.

Þrátt fyrir að hafa lesið þetta þá verð ég að segja að ég trúi þessu öllu þarna ekki, Ef þeir voru að nota Fraps bara til að mæla fps þá er ég 99% viss að þetta sé lygi, hinsvegar ef þeir voru að taka upp með Fraps þá trúi ég því alveg að það hafi verið t.d. um 38% bæting í Crysis með verið var að taka upp, harður diskur sér ekki um neina grafíska eða stærðfræðilega vinnslu og því ætti hann ekki að geta aukið fps í tölvuleikjum undir venjulegum kringumstæðum, ( og þá er ekki verið að tala um loading tíma eða fraps upptökur)

Re: Leikjatölva (0-400þús)

Sent: Mán 31. Maí 2010 19:02
af ÓskarÓla
Antec P182 Metalic eru það ekki helvíti góðir kassar? var að skoða og rak augun í hann... hvar fást þeir hérna á klakanum, veit það einhver ?