Síða 1 af 1

Vifta fyrir örgjörva

Sent: Fim 20. Maí 2010 10:53
af Zeratul
Hæhæ.

Ég tók vélina mína í gegn og þreif hana frá toppi til táar og tók m.a. örgjörvaviftuna úr vélinni og hreinsaði hana.

Núna hitnar örgjörvinn allt of mikið þannig að tölvan slekkur á sér. Ég veit ekki hvað er öðruvísi við hana, festingarnar eru reyndar hálf ónýtar en viftan er ekkert lausari en hún var áður. Mér tókst að komast aðeins inn í stýrikerfið áðan en hún slökkti á sér eftir svona 2 mínútur en það var eftir að mér tókst að festa viftuna aðeins betur. Hún er samt eins föst og hún getur verið núna þannig að ég skil ekki hvernig það getur verið vandamálið. Var að spá hvort einhver hérna vissi hvað það gæti verið sem ég er að gera/ekki að gera sem sé að hita örgjörvann svona mikið.

kv. Zeratul.

Re: Vifta fyrir örgjörva

Sent: Fim 20. Maí 2010 11:02
af ZoRzEr
Þú settir örugglega hitakrem eftir að þú þreifts kælinguna?

Gæti verið að kælingin sitji ekki nógu vel á móðurborðinu líka.

Re: Vifta fyrir örgjörva

Sent: Fim 20. Maí 2010 11:11
af vesley
Eins og hann sagði þá verðuru að láta nýtt kælikrem ef þú tekur hana af. og ef þetta er Stock kæling þá verðuru að passa að það heyrist smellur í öllum festingunum þegar þú ert að láta hana á.

Re: Vifta fyrir örgjörva

Sent: Fim 20. Maí 2010 11:35
af chaplin
Mikið rosalega er þetta algengt í dag! Mjög líklegast hitavandamál útaf því það vantar / of lítið / of mikið kælikrem.

Re: Vifta fyrir örgjörva

Sent: Lau 22. Maí 2010 22:36
af Zeratul
Setti hitakrem og það breytir engu en festingarnar á viftunni eru virkilega lélegar þannig að hún er pínu laus, einn pinninn er meir að segja brotinn. Býst við því að ég þurfi bara að kaupa mér nýja viftu :(

Vitið þið annars hvað er svona venjulegur hraði á viftunni? Komst inn í bios og þar stóð að það væri 1775 rpm. Þetta er intel core duo 2.0 ghz.

Re: Vifta fyrir örgjörva

Sent: Lau 22. Maí 2010 23:59
af ZoRzEr
Zeratul skrifaði:Setti hitakrem og það breytir engu en festingarnar á viftunni eru virkilega lélegar þannig að hún er pínu laus, einn pinninn er meir að segja brotinn. Býst við því að ég þurfi bara að kaupa mér nýja viftu :(

Vitið þið annars hvað er svona venjulegur hraði á viftunni? Komst inn í bios og þar stóð að það væri 1775 rpm. Þetta er intel core duo 2.0 ghz.
Nokkuð eðlilegt. MIðað við stock Intel kælingu. Þú ættir alvarlega að íhuga að kaupa þér nýja kælingu, einhverja almennilega. Ef að festingarnar eru orðnar lélegar er kælingin bara ónýt.

Getur fengið ágætis kælingu á 775 örgjörva á rúmar 5.000kr.

Re: Vifta fyrir örgjörva

Sent: Sun 23. Maí 2010 00:17
af Frost
Myndi eyða smá pening í góða kælingu. Kaupa Scyhte Mugen 2 eða Cooler Master Hyper 212, þessar tvær eru í uppáhaldi hjá mér.

Re: Vifta fyrir örgjörva

Sent: Sun 23. Maí 2010 01:22
af Zeratul
Takk kærlega fyrir svörin.
Ég ætla að skoða kaup á nýrri kælingu á morgun.

Re: Vifta fyrir örgjörva

Sent: Sun 23. Maí 2010 01:50
af mercury
tjahh ég verð bara að segja að mig finnst þessar socket 775 kælingar með þessum smellu festingar algert djók. ég er semy rookie í þessu og mig fannst ég þurfa að þrýsta hrikalega fast til að mín ocz kæling festist. maður veit ekkert hvað þessi borð þola. ég er enginn smápjakkur sem að getur ýtt eins fast og hann getur án þess að brjóta hluti. er vanur í minni vinnu að þurfa að taka vel á hlutum til þess að þeir fitti saman eins og þeir eiga að gera.

Re: Vifta fyrir örgjörva

Sent: Sun 23. Maí 2010 17:40
af littli-Jake
mercury skrifaði:tjahh ég verð bara að segja að mig finnst þessar socket 775 kælingar með þessum smellu festingar algert djók. ég er semy rookie í þessu og mig fannst ég þurfa að þrýsta hrikalega fast til að mín ocz kæling festist. maður veit ekkert hvað þessi borð þola. ég er enginn smápjakkur sem að getur ýtt eins fast og hann getur án þess að brjóta hluti. er vanur í minni vinnu að þurfa að taka vel á hlutum til þess að þeir fitti saman eins og þeir eiga að gera.
sammála. ég skil ekki að helvítis móðurborðið mitt sé ekki löngu brotið. Þetta festingakerfi er alls ekki sniðugt.

Re: Vifta fyrir örgjörva

Sent: Sun 23. Maí 2010 20:28
af Leviathan
littli-Jake skrifaði:
mercury skrifaði:tjahh ég verð bara að segja að mig finnst þessar socket 775 kælingar með þessum smellu festingar algert djók. ég er semy rookie í þessu og mig fannst ég þurfa að þrýsta hrikalega fast til að mín ocz kæling festist. maður veit ekkert hvað þessi borð þola. ég er enginn smápjakkur sem að getur ýtt eins fast og hann getur án þess að brjóta hluti. er vanur í minni vinnu að þurfa að taka vel á hlutum til þess að þeir fitti saman eins og þeir eiga að gera.
sammála. ég skil ekki að helvítis móðurborðið mitt sé ekki löngu brotið. Þetta festingakerfi er alls ekki sniðugt.
Ditto!