Síða 1 af 1
Dell XPS dimension gen.3 hávaði
Sent: Þri 18. Maí 2010 11:41
af kazgalor
Ég er með ofangreinda tölvu, og spennugjafavifturnar eru algjörlega á fullu. Það sem mig grunar að sé að gerast er að skynjari eithverstaðar er bilaður og heldur að allt sé að ofhitna.
Getur eithver sagt mér hvar skynjarinn fyrir spennugjafavifturnar er? væri nóg að kaupa nýtt PSU unit til að laga vandamálið eða er skynjarinn í móðurborðinu?
P.S. þetta er borðtölva
mér datt alltíeinu í hug að það væri kannski ekki ljóst.
Re: Dell XPS dimension gen.3 hávaði
Sent: Þri 18. Maí 2010 21:19
af kazgalor
Bara til að undirstrika, ég er að velta því fyrir mér hvort skynjarinn sem stjórnar viftuhraðanum sé í spennugjafanum, og einning hvort það geti verið að eithvað annað en hann sé að bila, svosem stýribúnaðurinn. (Sem gæti þá verið staðsettur á móðurborðinu.)
Re: Dell XPS dimension gen.3 hávaði
Sent: Þri 18. Maí 2010 23:34
af lukkuláki
Þetta gerist ansi oft þegar allt er mökkfullt af ryki í PSU eða þá að þéttarnir eru að gefa sig.
Ég myndi prófa að tengja annað PSU við vélina og ef það er ekki með þetta vesen þá eru það PSU þéttar en
þetta hefur líka gerst þegar MBO þéttar eru að gefa sig þá þarf að skipta um MBO eða þéttana á því.
Re: Dell XPS dimension gen.3 hávaði
Sent: Mið 19. Maí 2010 00:58
af rapport
PSU á þessum vélum er EKKI standard...
En ryk og gamalt thermal paste er líklega vandamálið...
Re: Dell XPS dimension gen.3 hávaði
Sent: Mið 19. Maí 2010 10:05
af kazgalor
lukkuláki skrifaði:Þetta gerist ansi oft þegar allt er mökkfullt af ryki í PSU eða þá að þéttarnir eru að gefa sig.
Ég myndi prófa að tengja annað PSU við vélina og ef það er ekki með þetta vesen þá eru það PSU þéttar en
þetta hefur líka gerst þegar MBO þéttar eru að gefa sig þá þarf að skipta um MBO eða þéttana á því.
Það var nýlega þrifið þarna inni svo það er ekki ryk sem er vandamálið, því miður.
Vandamálið er að einsog næsti maður sagði þá er þetta proprietary hardware, en ég er að tala um spennujgafavifturnar rapport, ekki cpu svo það er ekkert thermal paste þar. Ég gæti pantað nýjann spennugjafa á netinu, það er ekkert voða dýrt, ég bara er að hafa áhyggjur af því að þetta sé hugsanlega stýribúnaðurinn á móðurborðinu og var að velta fyrir mér hvort eithver vissi um aðferð til að prófa það áðuren ég ráðstafa fjármunum í ágískun.