Síða 1 af 2

Örgjörvahiti

Sent: Þri 04. Maí 2010 01:08
af Blitzkrieg
Ég er með Intel Core 2 Duo E8400 3Ghz sem er með óvenju háann hita að undanförnu. Forritin skipta þessu niðrí kjarna:

Mynd

CoreTemp:
Mynd

Real Temp:
Mynd

Þessi hiti er í idle en þegar ég fer í einhvern tölvuleik þá hækkar hitinn upp í 99°

Mér datt í hug að þetta væri kælikremið þannig ég skipti um það en ekkert gerðist.

Einhver ráð?

Re: Örgjörvahiti

Sent: Þri 04. Maí 2010 01:18
af svanur08
prufaðu core temp eða real temp sjáðu hvort sama sé þar

Re: Örgjörvahiti

Sent: Þri 04. Maí 2010 01:28
af Deucal
Hvað er hitin í kassanum mikill (ambient heat)? Er loftflæðið í kassanum nógu gott?

Re: Örgjörvahiti

Sent: Þri 04. Maí 2010 08:37
af Glazier
Þetta er frekar hár hiti..
Minn e8400 fer ekki svona hátt undir load á 3,8 GHz

Re: Örgjörvahiti

Sent: Þri 04. Maí 2010 08:39
af kubbur
mikið ryk á cpu elementinu, snýst viftan á því, er elementið almennilega fest á

hvað segir pc health status í bios ?

Re: Örgjörvahiti

Sent: Þri 04. Maí 2010 08:43
af KermitTheFrog
Þetta er nú frekar hátt miðað við 7% load.

Re: Örgjörvahiti

Sent: Þri 04. Maí 2010 10:21
af chaplin
Gæti verið:
- Of mikið kælikrem á örgjörva
- Lítið loftflæði í kassa
- Kælingin situr ill á
- Ryk ryk ryk
- Bilaður skynjari (ólíklegt)

Hvernig kælingu ertu með? Hefuru prufað að endurfesta kælingu og setja nýtt kælikrem á örgjörvan? Myndi verðja að það myndi fixa þetta. Passaðu þig bara að gera það rétt.. ;)

Re: Örgjörvahiti

Sent: Þri 04. Maí 2010 14:38
af Blitzkrieg
Mér datt í hug að þetta væri og mikið kælikrem þannig ég þurrkaði það af og setti minna en það var ekki það. Ég er að pæla ég fékk mér eina kassaviftu til viðbótar, ég setti hana aftan á og setti eina framan á. Gæti það verið að hafa áhrif á loftflæðið? Efast um að kælingin sé laus á, þetta hefur aldrei verið svona. Það er örugglega eitthvað sem ég gerði sem olli þessu en ég man ekki hvað það gæti verið. Það er ekki neitt ryk í tölvunni þar sem ég er ný búinn að rykhreinsa hana og það er ekki neitt ryk í cpu elementinu. Ég prófaði að taka viftuna framan á úr sambandi en þá hækkaði bara hitinn.

Re: Örgjörvahiti

Sent: Þri 04. Maí 2010 14:55
af Blitzkrieg
Í BIOS segjir að PC Health sé:

CPU Temperature: 68°C
System Temp: 26°C
CPU Fan Speed: 1700 rpm (sirka)
SYS Fan 1 Speed: 0 RPM (skil það ekki)
SYS Fan 2 Speed: 2235 RPM
CPU Vcore: 1.200 V
3.3V: 3.392 V
5V: 5.129 V
12V: 12.320 V

Re: Örgjörvahiti

Sent: Þri 04. Maí 2010 15:19
af Leviathan
Blitzkrieg skrifaði:Mér datt í hug að þetta væri og mikið kælikrem þannig ég þurrkaði það af og setti minna en það var ekki það. Ég er að pæla ég fékk mér eina kassaviftu til viðbótar, ég setti hana aftan á og setti eina framan á. Gæti það verið að hafa áhrif á loftflæðið? Efast um að kælingin sé laus á, þetta hefur aldrei verið svona. Það er örugglega eitthvað sem ég gerði sem olli þessu en ég man ekki hvað það gæti verið. Það er ekki neitt ryk í tölvunni þar sem ég er ný búinn að rykhreinsa hana og það er ekki neitt ryk í cpu elementinu. Ég prófaði að taka viftuna framan á úr sambandi en þá hækkaði bara hitinn.
Blása vifturnar ekki örugglega í rétta átt? Ein inn í kassann og ein út úr honum?

Re: Örgjörvahiti

Sent: Þri 04. Maí 2010 15:21
af chaplin
Allt of hátt. Þreifstu ekki gamla kælikremið 100% af? Með td. Propanol? Í raun og veru er lítið sem gæti verið að, mjög ólíklegt þótt þetta sé farið að hljóma þannig að kubburinn sé gallaður. Og ertu með stock Intel kælinguna?

Re: Örgjörvahiti

Sent: Þri 04. Maí 2010 15:39
af Blitzkrieg
Leviathan skrifaði:
Blitzkrieg skrifaði:Mér datt í hug að þetta væri og mikið kælikrem þannig ég þurrkaði það af og setti minna en það var ekki það. Ég er að pæla ég fékk mér eina kassaviftu til viðbótar, ég setti hana aftan á og setti eina framan á. Gæti það verið að hafa áhrif á loftflæðið? Efast um að kælingin sé laus á, þetta hefur aldrei verið svona. Það er örugglega eitthvað sem ég gerði sem olli þessu en ég man ekki hvað það gæti verið. Það er ekki neitt ryk í tölvunni þar sem ég er ný búinn að rykhreinsa hana og það er ekki neitt ryk í cpu elementinu. Ég prófaði að taka viftuna framan á úr sambandi en þá hækkaði bara hitinn.
Blása vifturnar ekki örugglega í rétta átt? Ein inn í kassann og ein út úr honum?
Ég sneri viftunni á hliðinni við en það versnaði bara

Re: Örgjörvahiti

Sent: Þri 04. Maí 2010 15:40
af Blitzkrieg
daanielin skrifaði:Allt of hátt. Þreifstu ekki gamla kælikremið 100% af? Með td. Propanol? Í raun og veru er lítið sem gæti verið að, mjög ólíklegt þótt þetta sé farið að hljóma þannig að kubburinn sé gallaður. Og ertu með stock Intel kælinguna?
Ég þreif það allt af með bréfi og já ég er með Intel stock kælingu og hef verið með síðan ég keypti tölvuna.

Re: Örgjörvahiti

Sent: Þri 04. Maí 2010 15:48
af SteiniP
Mjög líklegt að kælingin sitji skakkt á þér.
Þú verður að ýta niður öllum pinnunum á kælingunni þannig að þeir smelli og þú átt að geta togað í hana án þess að hún haggist.

Re: Örgjörvahiti

Sent: Þri 04. Maí 2010 16:02
af Blitzkrieg
SteiniP skrifaði:Mjög líklegt að kælingin sitji skakkt á þér.
Þú verður að ýta niður öllum pinnunum á kælingunni þannig að þeir smelli og þú átt að geta togað í hana án þess að hún haggist.
Það var það sem var að. Hahahaha ég trúi þessu ekki! haha hún var föst síðast þegar ég tékkaði. Hitinn er samt idle í 45-50 gráðunum.

Re: Örgjörvahiti

Sent: Þri 04. Maí 2010 16:21
af SteiniP
Blitzkrieg skrifaði:
SteiniP skrifaði:Mjög líklegt að kælingin sitji skakkt á þér.
Þú verður að ýta niður öllum pinnunum á kælingunni þannig að þeir smelli og þú átt að geta togað í hana án þess að hún haggist.
Það var það sem var að. Hahahaha ég trúi þessu ekki! haha hún var föst síðast þegar ég tékkaði. Hitinn er samt idle í 45-50 gráðunum.
Það er mjög auðvelt að klúðra ísetningunni á þessum kælingum eins einfaldar og þær eiga að vera.

45-50°C idle er ekkert svo mikið. Fer eftir loftflæði í kassanum hvort það sé eðlilegt. Hver er hitinn undir 100% álagi?

Re: Örgjörvahiti

Sent: Þri 04. Maí 2010 16:28
af chaplin
Blitzkrieg skrifaði:
SteiniP skrifaði:Mjög líklegt að kælingin sitji skakkt á þér.
Þú verður að ýta niður öllum pinnunum á kælingunni þannig að þeir smelli og þú átt að geta togað í hana án þess að hún haggist.
Það var það sem var að. Hahahaha ég trúi þessu ekki! haha hún var föst síðast þegar ég tékkaði. Hitinn er samt idle í 45-50 gráðunum.
=D>

45-50°c idle er örlítið of mikið mv. enga yfirklukkun en samt ekkert alvarlegt. Þó skiptir hiti undir álagi meira máli. Annars keypti ég sjálfur örgjörva um daginn, idle hitinn var 60°c, 98°c eftir 5sek í álagi, var ekki lengi að taka eftir því að 1 af 4 festingum sat ekki rétt á. Skipti um kælikrem, lappaði örgjörvakælingu aðeins þar sem hún var brennd og núna er hann idle 32-34°c og 54°c í álagi, yfirklukkaður úr 2.4 Ghz í 3.0 Ghz. ;)

Re: Örgjörvahiti

Sent: Þri 04. Maí 2010 16:30
af Blitzkrieg
SteiniP skrifaði:
Blitzkrieg skrifaði:
SteiniP skrifaði:Mjög líklegt að kælingin sitji skakkt á þér.
Þú verður að ýta niður öllum pinnunum á kælingunni þannig að þeir smelli og þú átt að geta togað í hana án þess að hún haggist.
Það var það sem var að. Hahahaha ég trúi þessu ekki! haha hún var föst síðast þegar ég tékkaði. Hitinn er samt idle í 45-50 gráðunum.
Það er mjög auðvelt að klúðra ísetningunni á þessum kælingum eins einfaldar og þær eiga að vera.

45-50°C idle er ekkert svo mikið. Fer eftir loftflæði í kassanum hvort það sé eðlilegt. Hver er hitinn undir 100% álagi?
Hitinn er 85° undir álagi

Re: Örgjörvahiti

Sent: Þri 04. Maí 2010 16:36
af SteiniP
Blitzkrieg skrifaði: Hitinn er 85° undir álagi
ALLTOF MIKIÐ

Hreinsaðu allt gamla kælikremið af örranum og kælingunni með ísóprópanól (fæst í næsta apóteki) og settu bara örþunnt lag í staðinn. Dreifðu því jafnt yfir örrann með korti.

Re: Örgjörvahiti

Sent: Þri 04. Maí 2010 21:08
af littli-Jake
festingin á þessu 775 systemi er óþolandi. En fáðu þér aðra kælingu á CPU. Stock er dasl Mæli með
http://www.kisildalur.is/?p=2&id=1177" onclick="window.open(this.href);return false;

Re: Örgjörvahiti

Sent: Þri 04. Maí 2010 21:25
af Blitzkrieg
littli-Jake skrifaði:festingin á þessu 775 systemi er óþolandi. En fáðu þér aðra kælingu á CPU. Stock er dasl Mæli með
http://www.kisildalur.is/?p=2&id=1177" onclick="window.open(this.href);return false;
ok, en eru einhverjir fleiri hérna sem mæla með góðum kælingum með mikið performance á góðu verði (kringum 10 k)?

Re: Örgjörvahiti

Sent: Þri 04. Maí 2010 21:28
af Glazier
littli-Jake skrifaði:festingin á þessu 775 systemi er óþolandi. En fáðu þér aðra kælingu á CPU. Stock er dasl Mæli með
http://www.kisildalur.is/?p=2&id=1177" onclick="window.open(this.href);return false;
Þessi kæling er hellvíti öflug !
Er með E8400 í 3,8 GHz og hann fer ekki upp í 60°C þó ég setji skjákortið líka á 100% load (meiri hiti í kassanum)

Re: Örgjörvahiti

Sent: Þri 04. Maí 2010 21:29
af Gunnar
http://www.kisildalur.is/?p=2&id=1097" onclick="window.open(this.href);return false;
http://buy.is/category.php?id_category=218" onclick="window.open(this.href);return false; pick one.

Re: Örgjörvahiti

Sent: Þri 04. Maí 2010 22:07
af himminn
Glazier skrifaði:
littli-Jake skrifaði:festingin á þessu 775 systemi er óþolandi. En fáðu þér aðra kælingu á CPU. Stock er dasl Mæli með
http://www.kisildalur.is/?p=2&id=1177" onclick="window.open(this.href);return false;
Þessi kæling er hellvíti öflug !
Er með E8400 í 3,8 GHz og hann fer ekki upp í 60°C þó ég setji skjákortið líka á 100% load (meiri hiti í kassanum)
Minn var í 3.6 með n520 og hitinn fór aldrei yfir 45°
Félagi minn er með svona kælingu og hitinn hjá honum er yfirleitt um 50° og hækkar enn meir við load, og þessi kæling var ásett af kísildal.

Re: Örgjörvahiti

Sent: Þri 04. Maí 2010 22:40
af Ulli
með Hyper n520 kælingu Quad 9550 stock 2,8 í 3,7 idle 29-40c° á eftir að prófa load